Whelan ekki sleppt gegn tryggingu Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2019 12:22 Paul Whelan í dómssal í morgun. AP/Pavel Golovkin Paul Whelan, sem hefur verið handtekinn í Rússlandi og er grunaður um njósnir, fékk afhent USB-drif sem innihélt ríkisleyndarmál Rússlands. Þetta segir lögmaður Whelan en hann segist ekki hafa vitað að drifið innihéldi leynilegar upplýsingar. Bandaríkjamaðurinn var færður fyrir dómara í dag þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hann skyldi vera áfram í haldi þar til réttarhöldin gegn honum fara fram. Fregnir hafa áður borist af umræddu drifi. Rosbalt fréttaveitan sagði í byrjun mánaðarins að Whelan hefði hitt rússneskan borgara á hótelherbergi og fengið drifið afhent. Hann hefði svo verið handtekinn strax í kjölfari af því.Sjá einnig: Whelan formlega ákærður fyrir njósnirWhelan þvertekur fyrir að vera njósnari en fjölskylda hans segir hann hafa verið í Rússlandi vegna brúðkaups vinar hans úr landgönguliði Bandaríkjanna. Lögmaðurinn Vladimir Zherebenkov segir Whelan staðráðinn í því að sanna sakleysi sitt og segist ekki hafa séð neinar sannanir fyrir því að Whelan sé njósnari. Whelan er með ríkisborgararétt í fjórum ríkjum. Bandaríkjunum, Bretlandi, Írlandi og Kanada. Fulltrúar allra ríkjanna voru viðstaddir réttarhöldin í dag sem fóru annars fram fyrir luktum dyrum. Sérfræðingar segja mögulegt að Whelan hafi verið handtekinn svo yfirvöld í Rússlandi geti reynt að fá honum skipt fyrir Mariu Butina. Hún er rússneskur ríkisborgari sem hefur játað að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum. Whelan fæddist í Kanada en á breska foreldra. Þau fluttust til bandaríkjanna þegar hann var barn. Hann starfar nú sem öryggisstjóri fyrir fyrirtækið BorgWarner. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. 5. janúar 2019 14:30 Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Paul Whelan, sem hefur verið handtekinn í Rússlandi og er grunaður um njósnir, fékk afhent USB-drif sem innihélt ríkisleyndarmál Rússlands. Þetta segir lögmaður Whelan en hann segist ekki hafa vitað að drifið innihéldi leynilegar upplýsingar. Bandaríkjamaðurinn var færður fyrir dómara í dag þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hann skyldi vera áfram í haldi þar til réttarhöldin gegn honum fara fram. Fregnir hafa áður borist af umræddu drifi. Rosbalt fréttaveitan sagði í byrjun mánaðarins að Whelan hefði hitt rússneskan borgara á hótelherbergi og fengið drifið afhent. Hann hefði svo verið handtekinn strax í kjölfari af því.Sjá einnig: Whelan formlega ákærður fyrir njósnirWhelan þvertekur fyrir að vera njósnari en fjölskylda hans segir hann hafa verið í Rússlandi vegna brúðkaups vinar hans úr landgönguliði Bandaríkjanna. Lögmaðurinn Vladimir Zherebenkov segir Whelan staðráðinn í því að sanna sakleysi sitt og segist ekki hafa séð neinar sannanir fyrir því að Whelan sé njósnari. Whelan er með ríkisborgararétt í fjórum ríkjum. Bandaríkjunum, Bretlandi, Írlandi og Kanada. Fulltrúar allra ríkjanna voru viðstaddir réttarhöldin í dag sem fóru annars fram fyrir luktum dyrum. Sérfræðingar segja mögulegt að Whelan hafi verið handtekinn svo yfirvöld í Rússlandi geti reynt að fá honum skipt fyrir Mariu Butina. Hún er rússneskur ríkisborgari sem hefur játað að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum. Whelan fæddist í Kanada en á breska foreldra. Þau fluttust til bandaríkjanna þegar hann var barn. Hann starfar nú sem öryggisstjóri fyrir fyrirtækið BorgWarner.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. 5. janúar 2019 14:30 Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. 5. janúar 2019 14:30
Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45
Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30
Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40