Leikmaður Cardiff í flugvél sem hrapaði í Ermarsund Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2019 09:07 Emiliano Sala var nýverið keyptur til Cardiff. Getty/Cardiff City FC Lítil farþegaflugvél sem verið var að fljúga frá Nantes í Frakklandi til Cardiff í Bretlandi er sögð hafa hrapað yfir Ermarsundi í gærkvöldi. Argentínumaðurinn Emiliano Sala, nýr leikmaður Cardiff City, var um borð í flugvélinni, sem er af gerðinni Piper Malibu, og hefur það verið staðfest af yfirvöldum í Frakklandi. Talið er að hann hafi verið einn, ásamt flugmanni á ferð. Leit stendur nú yfir en flugvélin hvarf af ratsjám skammt undan ströndum Frakklands. Yfirvöld í Bretlandi hafa sent leitaraðila til aðstoðar við leitina. Nánar tiltekið er talið að flugvélin hafi hrapað norður af eyjunni Alderney en veðurskilyrði hafa gert leitina erfiða. Leitarskilyrði hafa skánað verulega nú í morgun.Samkvæmt BBC hafði flugvélinni verið flogið í um fimm þúsund feta hæð. Flugmaður hennar hafði svo samband við flugumferðarstjórn og bað um heimild til að lækka flugið. Flugvélin hvarf svo af ratsjám í um 2.300 feta hæð. Notast er við tvær þyrlur, tvær flugvélar og einn björgunarbát við leitina. Engin neyðarboð bárust frá flugvélinni en fregnir hafa borist af því að blys hafi sést á svæðinu. Engin ummerki um flugvélina hafa þó fundist. Lögreglan sendi frá sér skilaboð skömmu fyrir hádegi og segir búið að leita á rúmlega þúsund ferkílómetra svæði. Enn hafi ekkert fundist.Le Monde segir hinn 28 ára gamla Sala hafa kastað kveðju á liðsfélaga sína í Nantes í gær áður en hann lagði af stað til Cardiff. Cardiff City keypti Sala, sem er frá Argentínu, þann 19. janúar á fimmtán milljónir punda, sem er metupphæð fyrir félagið. Hér má sjá síðasta tíst Sala frá því í gærkvöldi.La ultima ciao @FCNantespic.twitter.com/SV1dNHbYYH — Emiliano Sala (@EmilianoSala1) January 21, 2019 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, spilar einnig fyrir Cardiff. Þá spilar Kolbeinn Sigþórsson í Nantes. Forsvarsmenn Nantes hafa tilkynnt að bikarleiki liðsins gegn L'Entente, sem átti að fara fram í dag, hefur verið frestað. @EmilianoSala1: "I can't wait to start training, meet my new teammates and get down to work." https://t.co/qhYX2deJ9G#CityAsOne pic.twitter.com/vgpAHRgdQC— Cardiff City FC (@CardiffCityFC) January 19, 2019 Searching for the light aircraft PA 46 Malibu resumed at 8am this morning. No trace has currently been foundIt was en route from Nantes, France to Cardiff, Wales with 2 peopleMore info when available— Guernsey Police (@GuernseyPolice) January 22, 2019 Argentína Bretland Emiliano Sala Enski boltinn Frakkland Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Lítil farþegaflugvél sem verið var að fljúga frá Nantes í Frakklandi til Cardiff í Bretlandi er sögð hafa hrapað yfir Ermarsundi í gærkvöldi. Argentínumaðurinn Emiliano Sala, nýr leikmaður Cardiff City, var um borð í flugvélinni, sem er af gerðinni Piper Malibu, og hefur það verið staðfest af yfirvöldum í Frakklandi. Talið er að hann hafi verið einn, ásamt flugmanni á ferð. Leit stendur nú yfir en flugvélin hvarf af ratsjám skammt undan ströndum Frakklands. Yfirvöld í Bretlandi hafa sent leitaraðila til aðstoðar við leitina. Nánar tiltekið er talið að flugvélin hafi hrapað norður af eyjunni Alderney en veðurskilyrði hafa gert leitina erfiða. Leitarskilyrði hafa skánað verulega nú í morgun.Samkvæmt BBC hafði flugvélinni verið flogið í um fimm þúsund feta hæð. Flugmaður hennar hafði svo samband við flugumferðarstjórn og bað um heimild til að lækka flugið. Flugvélin hvarf svo af ratsjám í um 2.300 feta hæð. Notast er við tvær þyrlur, tvær flugvélar og einn björgunarbát við leitina. Engin neyðarboð bárust frá flugvélinni en fregnir hafa borist af því að blys hafi sést á svæðinu. Engin ummerki um flugvélina hafa þó fundist. Lögreglan sendi frá sér skilaboð skömmu fyrir hádegi og segir búið að leita á rúmlega þúsund ferkílómetra svæði. Enn hafi ekkert fundist.Le Monde segir hinn 28 ára gamla Sala hafa kastað kveðju á liðsfélaga sína í Nantes í gær áður en hann lagði af stað til Cardiff. Cardiff City keypti Sala, sem er frá Argentínu, þann 19. janúar á fimmtán milljónir punda, sem er metupphæð fyrir félagið. Hér má sjá síðasta tíst Sala frá því í gærkvöldi.La ultima ciao @FCNantespic.twitter.com/SV1dNHbYYH — Emiliano Sala (@EmilianoSala1) January 21, 2019 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, spilar einnig fyrir Cardiff. Þá spilar Kolbeinn Sigþórsson í Nantes. Forsvarsmenn Nantes hafa tilkynnt að bikarleiki liðsins gegn L'Entente, sem átti að fara fram í dag, hefur verið frestað. @EmilianoSala1: "I can't wait to start training, meet my new teammates and get down to work." https://t.co/qhYX2deJ9G#CityAsOne pic.twitter.com/vgpAHRgdQC— Cardiff City FC (@CardiffCityFC) January 19, 2019 Searching for the light aircraft PA 46 Malibu resumed at 8am this morning. No trace has currently been foundIt was en route from Nantes, France to Cardiff, Wales with 2 peopleMore info when available— Guernsey Police (@GuernseyPolice) January 22, 2019
Argentína Bretland Emiliano Sala Enski boltinn Frakkland Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira