Besta leiðin til að koma í veg fyrir Brexit án samnings er að semja Andri Eysteinsson skrifar 21. janúar 2019 19:33 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir fulltrúadeild Breska þingsins í dag og ræddi áform ríkisstjórnarinnar í Brexit málinu. Óðfluga styttist í 29. mars, daginn sem áætlað er að Bretar yfirgefi Evrópusambandið. Ástandið í breska þinginu hefur verið eldfimt en May tapaði á dögum kosningu í breska þinginu um Brexit en stóð hins vegar af sér vantraust sem Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar lagði fram. May hóf mál sitt í þinginu í dag með því að fordæma bílsprenginguna í Norður-Írlandi og tók þingið undir með henni þegar hún kallaði eftir því að koma skyldi í veg fyrir það að ástandið í Norður-Írlandi yrði eins og það var á árum áður. Forsætisráðherrann þakkaði því næst formönnum hinna ýmsu stjórnmálaflokka sem sæti eiga á breska þinginu fyrir að hafa fundað með sér með opnum huga á undanförnum dögum. May gagnrýndi í leiðinni leiðtoga stjórnarandstöðunnar, formann Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, en hann kaus að funda ekki með May um næstu skref Brexit. Vonaðist May til þess að Corbyn myndi hugsa sinn gang vegna alvarleika málsins. Mikilvægt væri að allir ynnu saman í þessu mikilvæga máli. May hóf svo upptalningu á því sem helst bar á góma í fundarhöldum hennar og leiðtoga þingflokkana í vikunni.Telur ekki meirihluta í þingi fyrir nýrri atkvæðagreiðslu May nefndi fyrst um sinn þær áhyggjur sem þingmenn hafa af því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án þess að ná samningum. May segir að tvær leiðir séu til þess að útiloka útgöngu Breta úr ESB án samnings, annars vegar sé að þingið einfaldlega samþykki Brexit-samning ríkisstjórnarinnar eða að hætt verði við ferlið. May sagði að frestun á útgöngunni útilokaði ekki samningsleysið heldur frestaði bara ákvörðuninni sem þingið stæði frammi fyrir.Forsætisráðherrann sagði einnig að þingið ætti ekki að leitast eftir því að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands ætti að fara fram. Slíkt setti hættulegt fordæmi að mati May, sér í lagi fyrir þá sem berjast fyrir því að Bretlandi verði skipt upp. Einnig gæti önnur þjóðaratkvæðagreiðsla ollið glundroða í samfélaginu og grafið undan lýðræðinu.May sagðist ekki vita afstöðu leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Jeremy Corbyn, til málsins en sagðist trúa því að ekki væri meirihluti á þinginu fyrir annarri atkvæðagreiðslu.Fallið frá 65 punda gjaldi fyrir erlenda borgara Málefni Norður-Írlands voru fyrirferðarmikil í yfirlýsingu May og þvertók hún fyrir það að hún hygðist opna Belfast-samninginn um stöðu Norður-Írlands og Írlands. May sagðist einnig ætla að funda með fulltrúum norðurírska flokksins DUP og fleiri þarlendra aðila um málefni Norður-Írlands, þá sérstaklega um landamærin við Írland. Eftir þau fundarhöld muni hún leita aftur til Evrópusambandsins.May sló einnig á áhyggjur um að með útgöngu Breta myndi slakna á umhverfisvernd og félagslegum réttindum. May sagði þvert í móti að ríkisstjórnin skyldi tryggja það að Bretland myndi vísa veginn í þessum málefnum.May ræddi einnig stöðu breska ríkisborgara sem búsettir eru í Evrópusambandslöndum sem og ríkisborgara ESB-þjóða í Bretlandi. May sagði ríkisstjórnina hafa ákveðið að fallast frá gjöldum sem erlendir ríkisborgara þyrftu að greiða vildu þeir búa áfram í landinu. Áætlað hafði verið að fullorðnir hefðu þurft að greiða 65 pund en fyrir börn þyrfti að greiða hálft verð. May sagði einnig að ríkisstjórnin myndi berjast fyrir því að öll ESB-ríkin myndu veita breskum ríkisborgurum sömu réttindi. May nefndi að lokum þrjár breytingar sem þurfi í samningaviðræðunum. Forsætisráðherrann kallaði eftir meiri sveigjanleika í viðræðum á þinginu, meiri áherslu á réttindi launafólks og að mál Norður-Írlands verði leyst með hætti sem hentar Bretlandi öllu. Heyra mátti á upptöku af ræðu forsætisráðherrans að ekki væru allir á eitt sátti. Heyra mátti gagnrýni stjórnarandstöðunnar sem sögðu enga breytingu hafa orðið á kröfum ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir fulltrúadeild Breska þingsins í dag og ræddi áform ríkisstjórnarinnar í Brexit málinu. Óðfluga styttist í 29. mars, daginn sem áætlað er að Bretar yfirgefi Evrópusambandið. Ástandið í breska þinginu hefur verið eldfimt en May tapaði á dögum kosningu í breska þinginu um Brexit en stóð hins vegar af sér vantraust sem Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar lagði fram. May hóf mál sitt í þinginu í dag með því að fordæma bílsprenginguna í Norður-Írlandi og tók þingið undir með henni þegar hún kallaði eftir því að koma skyldi í veg fyrir það að ástandið í Norður-Írlandi yrði eins og það var á árum áður. Forsætisráðherrann þakkaði því næst formönnum hinna ýmsu stjórnmálaflokka sem sæti eiga á breska þinginu fyrir að hafa fundað með sér með opnum huga á undanförnum dögum. May gagnrýndi í leiðinni leiðtoga stjórnarandstöðunnar, formann Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, en hann kaus að funda ekki með May um næstu skref Brexit. Vonaðist May til þess að Corbyn myndi hugsa sinn gang vegna alvarleika málsins. Mikilvægt væri að allir ynnu saman í þessu mikilvæga máli. May hóf svo upptalningu á því sem helst bar á góma í fundarhöldum hennar og leiðtoga þingflokkana í vikunni.Telur ekki meirihluta í þingi fyrir nýrri atkvæðagreiðslu May nefndi fyrst um sinn þær áhyggjur sem þingmenn hafa af því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án þess að ná samningum. May segir að tvær leiðir séu til þess að útiloka útgöngu Breta úr ESB án samnings, annars vegar sé að þingið einfaldlega samþykki Brexit-samning ríkisstjórnarinnar eða að hætt verði við ferlið. May sagði að frestun á útgöngunni útilokaði ekki samningsleysið heldur frestaði bara ákvörðuninni sem þingið stæði frammi fyrir.Forsætisráðherrann sagði einnig að þingið ætti ekki að leitast eftir því að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands ætti að fara fram. Slíkt setti hættulegt fordæmi að mati May, sér í lagi fyrir þá sem berjast fyrir því að Bretlandi verði skipt upp. Einnig gæti önnur þjóðaratkvæðagreiðsla ollið glundroða í samfélaginu og grafið undan lýðræðinu.May sagðist ekki vita afstöðu leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Jeremy Corbyn, til málsins en sagðist trúa því að ekki væri meirihluti á þinginu fyrir annarri atkvæðagreiðslu.Fallið frá 65 punda gjaldi fyrir erlenda borgara Málefni Norður-Írlands voru fyrirferðarmikil í yfirlýsingu May og þvertók hún fyrir það að hún hygðist opna Belfast-samninginn um stöðu Norður-Írlands og Írlands. May sagðist einnig ætla að funda með fulltrúum norðurírska flokksins DUP og fleiri þarlendra aðila um málefni Norður-Írlands, þá sérstaklega um landamærin við Írland. Eftir þau fundarhöld muni hún leita aftur til Evrópusambandsins.May sló einnig á áhyggjur um að með útgöngu Breta myndi slakna á umhverfisvernd og félagslegum réttindum. May sagði þvert í móti að ríkisstjórnin skyldi tryggja það að Bretland myndi vísa veginn í þessum málefnum.May ræddi einnig stöðu breska ríkisborgara sem búsettir eru í Evrópusambandslöndum sem og ríkisborgara ESB-þjóða í Bretlandi. May sagði ríkisstjórnina hafa ákveðið að fallast frá gjöldum sem erlendir ríkisborgara þyrftu að greiða vildu þeir búa áfram í landinu. Áætlað hafði verið að fullorðnir hefðu þurft að greiða 65 pund en fyrir börn þyrfti að greiða hálft verð. May sagði einnig að ríkisstjórnin myndi berjast fyrir því að öll ESB-ríkin myndu veita breskum ríkisborgurum sömu réttindi. May nefndi að lokum þrjár breytingar sem þurfi í samningaviðræðunum. Forsætisráðherrann kallaði eftir meiri sveigjanleika í viðræðum á þinginu, meiri áherslu á réttindi launafólks og að mál Norður-Írlands verði leyst með hætti sem hentar Bretlandi öllu. Heyra mátti á upptöku af ræðu forsætisráðherrans að ekki væru allir á eitt sátti. Heyra mátti gagnrýni stjórnarandstöðunnar sem sögðu enga breytingu hafa orðið á kröfum ríkisstjórnarinnar í málaflokknum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna