Loka Ali Baba í miðbænum en leita nýrrar staðsetningar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2019 16:52 Yaman Brikhan, eigandi Ali Baba. Vísir/ Andri Veitingastaðnum Ali Baba við Veltusund í miðbæ Reykjavíkur var lokað í byrjun mánaðar. Eigendur leita nú nýrrar staðsetningar í miðbænum og vonast til að opna staðinn aftur með vorinu. Ali Baba hefur staðið við Veltusund í nokkur ár og boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölbreytt úrval matargerðar, allt frá shawarma-vefjum upp í pítsur. Greint var frá því á Facebook-síðu staðarins að skellt yrði í lás við Veltusund 2. janúar og hefur staðurinn verið lokaður síðan þá. Yaman Brikhan eigandi Ali Baba segir í samtali við Vísi að ástæða lokunarinnar sé einföld: samningur hans við leigusalann hafi runnið út nú í janúar. „Samningurinn minn rann út og ég ákvað að að finna nýjan stað. En einnig vegna þess að nálægt mér eru fleiri staðir sem selja svipaðan mat,“ segir Yaman en Ali Baba stendur mitt innan um fjölbreytta flóru austurlenskrar matargerðar en þar má nefna veitingastaðinn Mandí í næsta húsi. Yaman segist aðspurður hafa nokkrar nýjar staðsetningar í miðbænum í huga en gefur ekkert upp í þeim efnum að svo stöddu. „Við vonumst til að geta opnað nýja staðinn innan skamms, vonandi í apríl eða maí.“ Svöngum viðskiptavinum er í millitíðinni bent á útibú Ali Baba í Hamraborg og Spönginni, sem standa enn opin.Ég er buguð yfir þessu. Hvar get ég núna fengið fallega uppsetta Shawarma-máltíð? Á disk með 15 gulum baunum og djúpfjólubláum lauk. Hvað geri ég? #shawarmagate pic.twitter.com/GWBBPDz9Fs— Nína Richter (@Kisumamma) January 20, 2019 Matur Veitingastaðir Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira
Veitingastaðnum Ali Baba við Veltusund í miðbæ Reykjavíkur var lokað í byrjun mánaðar. Eigendur leita nú nýrrar staðsetningar í miðbænum og vonast til að opna staðinn aftur með vorinu. Ali Baba hefur staðið við Veltusund í nokkur ár og boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölbreytt úrval matargerðar, allt frá shawarma-vefjum upp í pítsur. Greint var frá því á Facebook-síðu staðarins að skellt yrði í lás við Veltusund 2. janúar og hefur staðurinn verið lokaður síðan þá. Yaman Brikhan eigandi Ali Baba segir í samtali við Vísi að ástæða lokunarinnar sé einföld: samningur hans við leigusalann hafi runnið út nú í janúar. „Samningurinn minn rann út og ég ákvað að að finna nýjan stað. En einnig vegna þess að nálægt mér eru fleiri staðir sem selja svipaðan mat,“ segir Yaman en Ali Baba stendur mitt innan um fjölbreytta flóru austurlenskrar matargerðar en þar má nefna veitingastaðinn Mandí í næsta húsi. Yaman segist aðspurður hafa nokkrar nýjar staðsetningar í miðbænum í huga en gefur ekkert upp í þeim efnum að svo stöddu. „Við vonumst til að geta opnað nýja staðinn innan skamms, vonandi í apríl eða maí.“ Svöngum viðskiptavinum er í millitíðinni bent á útibú Ali Baba í Hamraborg og Spönginni, sem standa enn opin.Ég er buguð yfir þessu. Hvar get ég núna fengið fallega uppsetta Shawarma-máltíð? Á disk með 15 gulum baunum og djúpfjólubláum lauk. Hvað geri ég? #shawarmagate pic.twitter.com/GWBBPDz9Fs— Nína Richter (@Kisumamma) January 20, 2019
Matur Veitingastaðir Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira