Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Jakob Bjarnar skrifar 21. janúar 2019 15:53 Mjög líklega er þetta önnur þeirra Blöndals-mynda sem teknar voru niður í húsakynnum Seðlabankans. Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri í Seðlabankanum segir að ákvörðunin um að taka niður verk eftir Gunnlaug Blöndal, hafi átt sér langað aðdraganda. Ekki sé um neina eina beina kvörtun sem leiddi til þeirrar umdeildu niðurstöðu heldur hafi þetta komið upp áður; að gerðar hafi verið athugasemdir við málverkin.Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu „Þessi umræða á sér langan aðdraganda og hefur komið upp áður.Starfsmenn hafa lýst þeirri skoðun sinni að ekki sé æskilegt að konur þurfi að bera upp erindi sín við karlkyns yfirmenn með málverk af berum konum fyrir framan sig. Með hliðsjón af jafnréttisstefnu, stefnu gegn einelti og áreitni var ákveðið að bregðast við þessum ábendingum, meðal annars með hliðsjón af jafnréttisáætlun,“ segir Stefán Jóhann í svari við fyrirspurn Vísis. Hann segir að sú ákvörðun hafi ekkert með listrænt mat að gera og að hún feli ekki í sér neinn dóm um þessar myndir.Stefán Jóhann segir að ekki hafi verið talið forsvaranlegt, að teknu tilliti til jafnréttisstefnu bankans, að kvenkyns starfsmenn þyrftu að bera upp erindi sín við karlkyns yfirmenn undir slíkum myndum.visir/valli„Hér var um að ræða uppsetningu vinnuumhverfis og þar sem myndirnar virtust á þessum stað hafa truflandi áhrif var sátt um að þær gætu ekki verið þar.“En, talað er um verk í fleirtölu, hvaða verk eru þetta?„Í þessu tilviki hafa tvö verk verið færð til. Það eru málverk eftir Gunnlaug Blöndal.“Verkin flest í skrifstofum og göngumÍ samtali við Vísi lýsti Erling Jóhannesson forseti Bandalags íslenskra listamanna því yfir að Seðlabankinn héldi ekki vel utan um listverkaeign sína, að þau væru ekki skráð og varla væri vitað hvaða verk þetta væru. Vísir beindi fyrirspurn til Stefáns sem sneru að þessu atriði, almennt um listaverkasafn Seðlabankans: Hversu mörg verk eru þetta? Liggur fyrir verðmætamat – hversu mikils virði er safnið talið vera? Hvar eru verkin geymd? Eru mörg verk sem ekki eru höfð uppi?Seðlabankinn á mikið málverkasafn og á Safnanótt í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að sýna tvö verk eftir Gunnlaug Blöndal sem annars fá ekki að sjást.Fréttablaðið/Anton Brink„Hér er um að ræða verk sem bankinn fékk við stofnun, eftir að slitið var á tengslin við Landsbanka Íslands árið 1961, og hefur keypt, einkum á fyrstu áratugum eftir stofnunina. Verkin eru flest á veggjum á skrifstofum, vinnurýmum og göngum. Einhver verk geta verið í geymslu hverju sinni,“ segir í skriflegu svari Stefáns Jóhanns.Myndirnar verða sýndar á Safnanótt Varðandi það hvort komið hafi til tals að bregðast á einhvern hátt við þeirri umræðu sem myndast hefur undanfarna daga vegna þessa máls, jafnvel selja verkin eða ánafna Listasafni Íslands, segir Stefán Jóhann: „Það að myndirnar eru ekki lengur lokaðar inn á tilteknum skrifstofum skapar tækifæri til að sýna þær almenningi. Það var búið að taka ákvörðun um að sýna þessar myndir í Seðlabankanum á Safnanótt hinn 8. febrúar næstkomandi og þessi umræða hefur ekki breytt því.“ Menning Myndlist Seðlabankinn Tengdar fréttir Nektarlist veldur usla innan Seðlabankans Málverk Gunnlaugs Blöndal sem prýða veggi Seðlabanka Íslands fóru fyrir brjóstið á starfsmanni sem kvartaði. Kvörtunin er nú til skoðunar hjá stjórnendum og óvíst hvort verkin fái að vera uppi eða úr augsýn. Sérfræðingur hissa. 6. júní 2018 06:00 Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Eftir skoðun innan Seðlabankans varð niðurstaða stjórnenda sú að málverk sem innihalda nekt eftir Gunnlaug Blöndal skuli fjarlægð úr almennum vinnusvæðum og skrifstofum yfirmanna. 19. janúar 2019 08:30 Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri í Seðlabankanum segir að ákvörðunin um að taka niður verk eftir Gunnlaug Blöndal, hafi átt sér langað aðdraganda. Ekki sé um neina eina beina kvörtun sem leiddi til þeirrar umdeildu niðurstöðu heldur hafi þetta komið upp áður; að gerðar hafi verið athugasemdir við málverkin.Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu „Þessi umræða á sér langan aðdraganda og hefur komið upp áður.Starfsmenn hafa lýst þeirri skoðun sinni að ekki sé æskilegt að konur þurfi að bera upp erindi sín við karlkyns yfirmenn með málverk af berum konum fyrir framan sig. Með hliðsjón af jafnréttisstefnu, stefnu gegn einelti og áreitni var ákveðið að bregðast við þessum ábendingum, meðal annars með hliðsjón af jafnréttisáætlun,“ segir Stefán Jóhann í svari við fyrirspurn Vísis. Hann segir að sú ákvörðun hafi ekkert með listrænt mat að gera og að hún feli ekki í sér neinn dóm um þessar myndir.Stefán Jóhann segir að ekki hafi verið talið forsvaranlegt, að teknu tilliti til jafnréttisstefnu bankans, að kvenkyns starfsmenn þyrftu að bera upp erindi sín við karlkyns yfirmenn undir slíkum myndum.visir/valli„Hér var um að ræða uppsetningu vinnuumhverfis og þar sem myndirnar virtust á þessum stað hafa truflandi áhrif var sátt um að þær gætu ekki verið þar.“En, talað er um verk í fleirtölu, hvaða verk eru þetta?„Í þessu tilviki hafa tvö verk verið færð til. Það eru málverk eftir Gunnlaug Blöndal.“Verkin flest í skrifstofum og göngumÍ samtali við Vísi lýsti Erling Jóhannesson forseti Bandalags íslenskra listamanna því yfir að Seðlabankinn héldi ekki vel utan um listverkaeign sína, að þau væru ekki skráð og varla væri vitað hvaða verk þetta væru. Vísir beindi fyrirspurn til Stefáns sem sneru að þessu atriði, almennt um listaverkasafn Seðlabankans: Hversu mörg verk eru þetta? Liggur fyrir verðmætamat – hversu mikils virði er safnið talið vera? Hvar eru verkin geymd? Eru mörg verk sem ekki eru höfð uppi?Seðlabankinn á mikið málverkasafn og á Safnanótt í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að sýna tvö verk eftir Gunnlaug Blöndal sem annars fá ekki að sjást.Fréttablaðið/Anton Brink„Hér er um að ræða verk sem bankinn fékk við stofnun, eftir að slitið var á tengslin við Landsbanka Íslands árið 1961, og hefur keypt, einkum á fyrstu áratugum eftir stofnunina. Verkin eru flest á veggjum á skrifstofum, vinnurýmum og göngum. Einhver verk geta verið í geymslu hverju sinni,“ segir í skriflegu svari Stefáns Jóhanns.Myndirnar verða sýndar á Safnanótt Varðandi það hvort komið hafi til tals að bregðast á einhvern hátt við þeirri umræðu sem myndast hefur undanfarna daga vegna þessa máls, jafnvel selja verkin eða ánafna Listasafni Íslands, segir Stefán Jóhann: „Það að myndirnar eru ekki lengur lokaðar inn á tilteknum skrifstofum skapar tækifæri til að sýna þær almenningi. Það var búið að taka ákvörðun um að sýna þessar myndir í Seðlabankanum á Safnanótt hinn 8. febrúar næstkomandi og þessi umræða hefur ekki breytt því.“
Menning Myndlist Seðlabankinn Tengdar fréttir Nektarlist veldur usla innan Seðlabankans Málverk Gunnlaugs Blöndal sem prýða veggi Seðlabanka Íslands fóru fyrir brjóstið á starfsmanni sem kvartaði. Kvörtunin er nú til skoðunar hjá stjórnendum og óvíst hvort verkin fái að vera uppi eða úr augsýn. Sérfræðingur hissa. 6. júní 2018 06:00 Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Eftir skoðun innan Seðlabankans varð niðurstaða stjórnenda sú að málverk sem innihalda nekt eftir Gunnlaug Blöndal skuli fjarlægð úr almennum vinnusvæðum og skrifstofum yfirmanna. 19. janúar 2019 08:30 Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Nektarlist veldur usla innan Seðlabankans Málverk Gunnlaugs Blöndal sem prýða veggi Seðlabanka Íslands fóru fyrir brjóstið á starfsmanni sem kvartaði. Kvörtunin er nú til skoðunar hjá stjórnendum og óvíst hvort verkin fái að vera uppi eða úr augsýn. Sérfræðingur hissa. 6. júní 2018 06:00
Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Eftir skoðun innan Seðlabankans varð niðurstaða stjórnenda sú að málverk sem innihalda nekt eftir Gunnlaug Blöndal skuli fjarlægð úr almennum vinnusvæðum og skrifstofum yfirmanna. 19. janúar 2019 08:30
Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45