Áhöfn varðskipsins skaut línu yfir í skipið á tíunda tímanum í gærkvöldi og hélt að því búnu með það áleiðis til Hafnarfjarðar. Varðskipið kom með skipið til Hafnarfjarðar snemma í morgun en hafnsögubáturinn Hamar tók þá við og fylgdi því síðasta spölinn að bryggju.
Meðfylgjandi myndir eru teknar af Guðmundi St. Valdimarssyni.