Er umræðan um klukkustillingu á villigötum? Gunnlaugur Björnsson skrifar 21. janúar 2019 10:23 Enn á ný er umræða um stillingu klukkunnar áberandi í fjölmiðlum. Forkólfar og sérfræðingar í svefnrannsóknum stíga fram og minna okkur á mikilvægi þess að fá nægan svefn. Það sé ekki bara allra meina bót heldur stuðli að betra mannlífi og bættum samkiptum. Ég er algerlega sammála þessu, maður finnur það á sjálfum sér ef svefninn verður ekki nægur eða óregla kemst á hann t.d. vegna ferðalaga til annarra heimshluta. Við Íslendingar eru annálaðir svefnóreglumenn, drollum langt fram á kvöld, höngum í skjátækjum og förum seint að sofa. Fyrir bragðið erum við oft þurr á manninn, jafnvel viðskotaill. Mér sýnist á gömlum bókum að þessi eiginleiki Íslendinga sé kanski ekki nýtilkominn, sé jafnvel óháður tíma, hugsanlega kominn frá Noregi í árdaga. Nútíminn hefur þó líklega magnað hann upp. Fylgikvillar ónógs svefns geta svo með tímanum breyst í raunverulega líkamlega og andlega kvilla. Það er dýrt fyrir heilbrigðiskerfið og þjóðfélagið í heild ef almenn óregla í svefni og svefnmynstri nær að ganga svo langt. Hvað er til ráða? Jú, breytum bara klukkustillingunni! Það er einföld og ódýr lausn. Læknar allt, líka raunverulega kvilla, líkamlega og andlega. Þessu halda sérfræðingar í svefnrannsóknum gjarna fram og virðast sannfærðir um að þetta sé rétt, segja ‘Rannsóknir sýna að …’. Þeir eru þá yfirleitt að vísa í rannsóknir á afleiðingum svefnskorts, en ekki niðurstöður skipulagðra rannsókna á áhrifum klukkustillingar á líkamlega og andlega heilsu. Mér hefur sjálfum ekki tekist að hafa upp á þannig rannsóknum. Ég tek það fram að ég er hlynntur núverandi stillingu klukkunnar því þannig fást flestar birtustundir á vökutíma fólks og um leið fleiri birtustundir eftir vinnudag, sem var aðalröksemdin fyrir flýtingu klukkunnar á sínum tíma. Það er þeim mun mikilvægara því norðar á jarðarkringlunni sem menn búa. Talsmönnum breyttrar klukkustillingar virtist líka hafa bæst liðsauki árið 2017 þegar Nóbels-verðlaun voru veitt fyrir rannsóknir á samspili dægursveiflu og lífklukku. Birtu- og myrkurbreytingar eru merkilegar þarna og þetta finnst mér mjög áhugarvert og spennandi rannsóknasvið. Verðlaunin voru bara ekki veitt fyrir rannsóknir á áhrifum klukkustillingar á lífklukkuna. Lífklukkan aðlagar sig eftir mætti að þeim birtu- og myrkurskilyrðum sem lífverur búa við. Það er ekki hægt að fjölga birtustundum sólarhringsins í skammdeginu. Hvergi hef ég séð rannsóknir á því að klukkustilling hafi áhrif á framgang eða bata lífsstílssjúkdóma og annarra kvilla. Enda segir heitið allt sem segja þarf. Lífsstílssjúkdómar eru ekki klukkustillingarsjúkdómar. Ég hef heldur ekki heyrt lækni eða lækna taka undir það að breytt stilling klukkunar sé slík töfralausn sem haldið er fram og dugi til þess að lækna nánast allt sem nefnt er í umræðunni. Þvert á móti gera þeir margir alvarlegar athugasemdir við þann málflutning sem þeim finnst jafnvel jaðra við snákaolíusölu. Ég hef fylgst með umræðu um klukkustillinguna í meira en 20 ár og er nógu gamall til að muna eftir ‘hringlinu’ með hana áður en núverandi stilling var fest. Sem betur fer heyrist mér enginn eða allavega fáir mæla með því að sá háttur verði tekinn upp aftur. Talsmenn breyttrar klukku nefna líka að Evrópusambandið stefni að því að fella niður þann sið innan sambandsins, sem gæti orðið nú í vor. Talsmennirnir nefna hins vegar ekki að hverju landi yrði þá frjálst að festa sinn tíma að vild og stefnir í að meirihluti þeirra, jafnvel flest, muni festa sína klukku á sumartíma eins og við höfum gert í hálfa öld. Fréttir herma einnig að breska ríkisstjórnin hafi ákveðið að taka upp flýtta flukku allt árið, hvað sem Brexit líður. Af hverju ætli það sé? Þeir eru greinilega ekki að hugsa um að vinna með því á ónógum svefni og sjúkdómum. Kannski þeir hafi aldrei heyrt talað um klukkustillingu sem orsakavald. Kannski eru þeir búnir að átta sig á því að það er samfélagsgerðin, hraði alls í þjóðfélaginu og lífsstíllinn sem fólk kemur sér upp sem er aðalaorsakavaldurinn. Mér kæmi ekki á óvart þó menn réðust þá fyrst að þeim meinum og finnst raunar augljóst að íslensk stjórnvöld ættu að forgangsraða sínum áherslum í þá átt.Gunnlaugur Björnsson, stjarneðlisfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klukkan á Íslandi Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný er umræða um stillingu klukkunnar áberandi í fjölmiðlum. Forkólfar og sérfræðingar í svefnrannsóknum stíga fram og minna okkur á mikilvægi þess að fá nægan svefn. Það sé ekki bara allra meina bót heldur stuðli að betra mannlífi og bættum samkiptum. Ég er algerlega sammála þessu, maður finnur það á sjálfum sér ef svefninn verður ekki nægur eða óregla kemst á hann t.d. vegna ferðalaga til annarra heimshluta. Við Íslendingar eru annálaðir svefnóreglumenn, drollum langt fram á kvöld, höngum í skjátækjum og förum seint að sofa. Fyrir bragðið erum við oft þurr á manninn, jafnvel viðskotaill. Mér sýnist á gömlum bókum að þessi eiginleiki Íslendinga sé kanski ekki nýtilkominn, sé jafnvel óháður tíma, hugsanlega kominn frá Noregi í árdaga. Nútíminn hefur þó líklega magnað hann upp. Fylgikvillar ónógs svefns geta svo með tímanum breyst í raunverulega líkamlega og andlega kvilla. Það er dýrt fyrir heilbrigðiskerfið og þjóðfélagið í heild ef almenn óregla í svefni og svefnmynstri nær að ganga svo langt. Hvað er til ráða? Jú, breytum bara klukkustillingunni! Það er einföld og ódýr lausn. Læknar allt, líka raunverulega kvilla, líkamlega og andlega. Þessu halda sérfræðingar í svefnrannsóknum gjarna fram og virðast sannfærðir um að þetta sé rétt, segja ‘Rannsóknir sýna að …’. Þeir eru þá yfirleitt að vísa í rannsóknir á afleiðingum svefnskorts, en ekki niðurstöður skipulagðra rannsókna á áhrifum klukkustillingar á líkamlega og andlega heilsu. Mér hefur sjálfum ekki tekist að hafa upp á þannig rannsóknum. Ég tek það fram að ég er hlynntur núverandi stillingu klukkunnar því þannig fást flestar birtustundir á vökutíma fólks og um leið fleiri birtustundir eftir vinnudag, sem var aðalröksemdin fyrir flýtingu klukkunnar á sínum tíma. Það er þeim mun mikilvægara því norðar á jarðarkringlunni sem menn búa. Talsmönnum breyttrar klukkustillingar virtist líka hafa bæst liðsauki árið 2017 þegar Nóbels-verðlaun voru veitt fyrir rannsóknir á samspili dægursveiflu og lífklukku. Birtu- og myrkurbreytingar eru merkilegar þarna og þetta finnst mér mjög áhugarvert og spennandi rannsóknasvið. Verðlaunin voru bara ekki veitt fyrir rannsóknir á áhrifum klukkustillingar á lífklukkuna. Lífklukkan aðlagar sig eftir mætti að þeim birtu- og myrkurskilyrðum sem lífverur búa við. Það er ekki hægt að fjölga birtustundum sólarhringsins í skammdeginu. Hvergi hef ég séð rannsóknir á því að klukkustilling hafi áhrif á framgang eða bata lífsstílssjúkdóma og annarra kvilla. Enda segir heitið allt sem segja þarf. Lífsstílssjúkdómar eru ekki klukkustillingarsjúkdómar. Ég hef heldur ekki heyrt lækni eða lækna taka undir það að breytt stilling klukkunar sé slík töfralausn sem haldið er fram og dugi til þess að lækna nánast allt sem nefnt er í umræðunni. Þvert á móti gera þeir margir alvarlegar athugasemdir við þann málflutning sem þeim finnst jafnvel jaðra við snákaolíusölu. Ég hef fylgst með umræðu um klukkustillinguna í meira en 20 ár og er nógu gamall til að muna eftir ‘hringlinu’ með hana áður en núverandi stilling var fest. Sem betur fer heyrist mér enginn eða allavega fáir mæla með því að sá háttur verði tekinn upp aftur. Talsmenn breyttrar klukku nefna líka að Evrópusambandið stefni að því að fella niður þann sið innan sambandsins, sem gæti orðið nú í vor. Talsmennirnir nefna hins vegar ekki að hverju landi yrði þá frjálst að festa sinn tíma að vild og stefnir í að meirihluti þeirra, jafnvel flest, muni festa sína klukku á sumartíma eins og við höfum gert í hálfa öld. Fréttir herma einnig að breska ríkisstjórnin hafi ákveðið að taka upp flýtta flukku allt árið, hvað sem Brexit líður. Af hverju ætli það sé? Þeir eru greinilega ekki að hugsa um að vinna með því á ónógum svefni og sjúkdómum. Kannski þeir hafi aldrei heyrt talað um klukkustillingu sem orsakavald. Kannski eru þeir búnir að átta sig á því að það er samfélagsgerðin, hraði alls í þjóðfélaginu og lífsstíllinn sem fólk kemur sér upp sem er aðalaorsakavaldurinn. Mér kæmi ekki á óvart þó menn réðust þá fyrst að þeim meinum og finnst raunar augljóst að íslensk stjórnvöld ættu að forgangsraða sínum áherslum í þá átt.Gunnlaugur Björnsson, stjarneðlisfræðingur
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun