Dýrara að hita upp hús með kaldara heitavatni frá Veitum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. janúar 2019 06:45 Er gaus í Eyjafjallajökli 2010 var vandamálið aska í sundlauginni. Nú er það heitavatnsskortur. Fréttablaðið/Pjetur „Fólk var að fá bakreikninga núna alveg unnvörpum,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, þar sem íbúar, líkt og í nágrannasveitarfélaginu Rangárþingi ytra, eru ósáttir við hækkandi hitavatnsreikninga. Í samhljóða bókunum sveitarstjórna beggja sveitarfélaganna segir talsvert hafa borið á því að íbúar í Rangárvallasýslu hafi verið að fá háa bakreikninga vegna aukinnar notkunar á heitu vatni. „Ástæða þess er meðal annars að hitastig vatnsins hefur lækkað svo um munar, með þeim afleiðingum að magnnotkun íbúa eykst til að halda húsum sínum heitum,“ segir í bókunum þar sem fram kemur að fá eigi fund með forsvarsmönnum Veitna vegna hitaveitunnar. „Þarna erum við svolítið að biðla til Veitna,“ segir Anton Kári. Hann útskýrir að í samningnum sem gerður var þegar Veitur keyptu Hitaveitu Rangæinga á sínum tíma hafi láðst að skilgreina lágmarks aftöppunarhita á vatninu.Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Mynd/Margrét Jóna Ísólfsdóttir„Undanfarna vetur hefur verið vesen að afla nægs og nægjanlega heits vatns. Lagnirnar eru orðnar gamlar og virkni borholanna hefur minnkað. Þá höfum við lent í því að vatnið sem kemur er ekki nægjanlega heitt. Það veldur því náttúrlega að það rennur meira í gegn um kerfin,“ lýsir sveitarstjórinn ástandinu. Að sögn Antons Kára hefur fólk fengið bakreikninga þar sem notkunin hefur vaxið upp fyrir áætlun ársins. „Þetta voru bakreikningar fyrir árið alveg frá 30 þúsund krónum og upp í 150 þúsund. Það er kyndistöð á Hvolsvelli þar sem heita vatnið fer í gegn. Hún var notuð á sínum tíma til þess að skerpa á vatninu og ná upp því hitastigi aftur sem tapaðist á flutningnum ofan úr Laugalandi. En sú kyndistöð er óvirk í dag. Og það er ekkert kappsmál Veitna að skaffa heitara vatn,“ segir Anton Kári. Sem dæmi um afleiðingarnar segir sveitarstjórinn að sundlaugina hafi þurft að hafa lokaða 29 daga í fyrra vegna heitavatnsskorts af því að Veitur gátu ekki útvegað nægt heitt vatn. Fram undan sé að eiga samtal við Veitur sem sveitarfélagið hafi átt góð samskipti við. Hluti vatnsskortsins skýrist síðan af mikilli uppbyggingu á svæðinu sem útheimti meira vatn. „Þetta hefur ekki alveg fylgt í takt og því er farið að bera á skorti. En okkur finnst að íbúar eigi ekki að gjalda fyrir það að þurfa orðið að nota helmingi meira vatn til að halda húsunum sínum heitum.“ Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir ástæðu hærri reikninga hjá viðskiptavinum Rangárveitna af tvennum toga. Í fyrsta lagi var árið 2018 sérstaklega kalt og fólk almennt notaði meira heitt vatn. „Þetta skýrir megnið af hærri hitareikningum og einskorðast auðvitað ekki við notendur hjá Rangárveitum heldur á við um flesta íbúa suðvesturhorns landsins.“ Við áætlun fyrir árið 2018 hafi verið tekið mið af notkuninni 2017 þegar mun hlýrra hafi verið í veðri. Þá segir Ólöf að önnur ástæða fyrir hækkun reikninga sé lægra hitastig vatnsins frá veitunni. „Við höfum skoðað gögn yfir hitastigið frá vinnslusvæðum Rangárveitna á árunum 2016-2018,“ segir hún. „Á þeim tíma hefur meðalhitastig á ársgrundvelli lækkað um sirka 2 gráður á selsíus.“ Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
„Fólk var að fá bakreikninga núna alveg unnvörpum,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, þar sem íbúar, líkt og í nágrannasveitarfélaginu Rangárþingi ytra, eru ósáttir við hækkandi hitavatnsreikninga. Í samhljóða bókunum sveitarstjórna beggja sveitarfélaganna segir talsvert hafa borið á því að íbúar í Rangárvallasýslu hafi verið að fá háa bakreikninga vegna aukinnar notkunar á heitu vatni. „Ástæða þess er meðal annars að hitastig vatnsins hefur lækkað svo um munar, með þeim afleiðingum að magnnotkun íbúa eykst til að halda húsum sínum heitum,“ segir í bókunum þar sem fram kemur að fá eigi fund með forsvarsmönnum Veitna vegna hitaveitunnar. „Þarna erum við svolítið að biðla til Veitna,“ segir Anton Kári. Hann útskýrir að í samningnum sem gerður var þegar Veitur keyptu Hitaveitu Rangæinga á sínum tíma hafi láðst að skilgreina lágmarks aftöppunarhita á vatninu.Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Mynd/Margrét Jóna Ísólfsdóttir„Undanfarna vetur hefur verið vesen að afla nægs og nægjanlega heits vatns. Lagnirnar eru orðnar gamlar og virkni borholanna hefur minnkað. Þá höfum við lent í því að vatnið sem kemur er ekki nægjanlega heitt. Það veldur því náttúrlega að það rennur meira í gegn um kerfin,“ lýsir sveitarstjórinn ástandinu. Að sögn Antons Kára hefur fólk fengið bakreikninga þar sem notkunin hefur vaxið upp fyrir áætlun ársins. „Þetta voru bakreikningar fyrir árið alveg frá 30 þúsund krónum og upp í 150 þúsund. Það er kyndistöð á Hvolsvelli þar sem heita vatnið fer í gegn. Hún var notuð á sínum tíma til þess að skerpa á vatninu og ná upp því hitastigi aftur sem tapaðist á flutningnum ofan úr Laugalandi. En sú kyndistöð er óvirk í dag. Og það er ekkert kappsmál Veitna að skaffa heitara vatn,“ segir Anton Kári. Sem dæmi um afleiðingarnar segir sveitarstjórinn að sundlaugina hafi þurft að hafa lokaða 29 daga í fyrra vegna heitavatnsskorts af því að Veitur gátu ekki útvegað nægt heitt vatn. Fram undan sé að eiga samtal við Veitur sem sveitarfélagið hafi átt góð samskipti við. Hluti vatnsskortsins skýrist síðan af mikilli uppbyggingu á svæðinu sem útheimti meira vatn. „Þetta hefur ekki alveg fylgt í takt og því er farið að bera á skorti. En okkur finnst að íbúar eigi ekki að gjalda fyrir það að þurfa orðið að nota helmingi meira vatn til að halda húsunum sínum heitum.“ Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir ástæðu hærri reikninga hjá viðskiptavinum Rangárveitna af tvennum toga. Í fyrsta lagi var árið 2018 sérstaklega kalt og fólk almennt notaði meira heitt vatn. „Þetta skýrir megnið af hærri hitareikningum og einskorðast auðvitað ekki við notendur hjá Rangárveitum heldur á við um flesta íbúa suðvesturhorns landsins.“ Við áætlun fyrir árið 2018 hafi verið tekið mið af notkuninni 2017 þegar mun hlýrra hafi verið í veðri. Þá segir Ólöf að önnur ástæða fyrir hækkun reikninga sé lægra hitastig vatnsins frá veitunni. „Við höfum skoðað gögn yfir hitastigið frá vinnslusvæðum Rangárveitna á árunum 2016-2018,“ segir hún. „Á þeim tíma hefur meðalhitastig á ársgrundvelli lækkað um sirka 2 gráður á selsíus.“
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent