Drögum úr ójöfnuði Sonja Ýr Þorbergsdóttir og formaður BSRB skrifa 21. janúar 2019 07:00 Krafa launafólks um að allir geti lifað af á launum sínum hefur verið áberandi í umræðunni og verður í forgrunni þegar kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB losna í lok mars. Sú krafa beinist ekki síður að stjórnvöldum en launagreiðendum enda til lítils að hækka laun þeirra lægst launuðu ef kjarabæturnar eru hirtar aftur af fólki í gegnum skattkerfið. Í viðræðum BSRB við stjórnvöld leggjum við höfuðáherslu á breytingar á skattkerfinu, úrbætur á húsnæðismarkaði, styttingu vinnuvikunnar, jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins og launaþróunartryggingu. Skattkerfið hefur á undanförnum árum verið notað til að auka misskiptinguna í samfélaginu. Álögurnar á þá sem minnstar hafa tekjurnar hafa aukist og barnabætur og vaxtabætur setið eftir. Á sama tíma hafa tekjur þeirra tekjuhæstu aukist verulega. Með öðrum orðum, byrðunum hefur verið velt af þeim sem eru aflögufærir og yfir á lágtekju- og millitekjuhópana. Við eigum ekki að hika við að beita skattkerfinu sem jöfnunartæki til að auka hér félagslegan stöðugleika. Við hjá BSRB viljum frekari þrepaskiptingu í tekjuskattkerfinu og að mögulegar skattalækkanir eigi að útfæra þannig að þær komi þeim tekjulægri til góða. Þá er það ekki síður mikilvægt réttlætismál að skattlagning tekna komi eins út fyrir fólk sama hvort tekjurnar heita launatekjur eða fjármagnstekjur. Eigi launafólk að geta lifað af laununum sínum verður að grípa tafarlaust til aðgerða á húsnæðismarkaði og tryggja ódýrara og hagkvæmara húsnæði um land allt, enda fer hátt hlutfall ráðstöfunartekna launafólks í kostnað við leigu eða kaup á húsnæði. Þar þurfa stjórnvöld að horfa til uppbyggingar leigufélaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, með því að auka stofnframlög til félaga sem hafa það að langtímamarkmiði að byggja, eiga og hafa umsjón með leiguhúsnæði og eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Það eru miklar væntingar gerðar til stjórnvalda um að draga úr ójöfnuði og óstöðugleika í samfélaginu. Nú er komið að því að standa undir þeim væntingum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Krafa launafólks um að allir geti lifað af á launum sínum hefur verið áberandi í umræðunni og verður í forgrunni þegar kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB losna í lok mars. Sú krafa beinist ekki síður að stjórnvöldum en launagreiðendum enda til lítils að hækka laun þeirra lægst launuðu ef kjarabæturnar eru hirtar aftur af fólki í gegnum skattkerfið. Í viðræðum BSRB við stjórnvöld leggjum við höfuðáherslu á breytingar á skattkerfinu, úrbætur á húsnæðismarkaði, styttingu vinnuvikunnar, jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins og launaþróunartryggingu. Skattkerfið hefur á undanförnum árum verið notað til að auka misskiptinguna í samfélaginu. Álögurnar á þá sem minnstar hafa tekjurnar hafa aukist og barnabætur og vaxtabætur setið eftir. Á sama tíma hafa tekjur þeirra tekjuhæstu aukist verulega. Með öðrum orðum, byrðunum hefur verið velt af þeim sem eru aflögufærir og yfir á lágtekju- og millitekjuhópana. Við eigum ekki að hika við að beita skattkerfinu sem jöfnunartæki til að auka hér félagslegan stöðugleika. Við hjá BSRB viljum frekari þrepaskiptingu í tekjuskattkerfinu og að mögulegar skattalækkanir eigi að útfæra þannig að þær komi þeim tekjulægri til góða. Þá er það ekki síður mikilvægt réttlætismál að skattlagning tekna komi eins út fyrir fólk sama hvort tekjurnar heita launatekjur eða fjármagnstekjur. Eigi launafólk að geta lifað af laununum sínum verður að grípa tafarlaust til aðgerða á húsnæðismarkaði og tryggja ódýrara og hagkvæmara húsnæði um land allt, enda fer hátt hlutfall ráðstöfunartekna launafólks í kostnað við leigu eða kaup á húsnæði. Þar þurfa stjórnvöld að horfa til uppbyggingar leigufélaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, með því að auka stofnframlög til félaga sem hafa það að langtímamarkmiði að byggja, eiga og hafa umsjón með leiguhúsnæði og eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Það eru miklar væntingar gerðar til stjórnvalda um að draga úr ójöfnuði og óstöðugleika í samfélaginu. Nú er komið að því að standa undir þeim væntingum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar