Norðmenn unnu fjögurra marka sigur á Egyptum í milliriðli tvö á HM í Þýskalandi og Danmörku í kvöld.
Sander Sagosen og Magnus Rod fóru báðir á kostum í norska liðinu og settu tíu mörk hver, þeir tveir voru því með um þriðjung markanna hvor þar sem lokaniðurstaðan varð 32-28 sigur Norðmanna.
Egyptar skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins en Norðmenn svöruðu með þremur mörkum og jöfnuðu leikinn. Eftir það var nokkuð jafnt með liðunum þar til fór að líða á hálfleikinn og Norðmenn komust í þriggja marka forystu. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 16-14 fyrir Noreg.
Norðmenn tóku 4-1 kafla snemma í seinni hálfleik en Egyptar gáfust aldrei upp og minnkuðu muninn aftur. Þeir komust næst þegar munurinn var eitt mark 23-22 þegar korter var eftir af leiknum.
Norðmenn náðu að sigla sigrinum heim, lokatölur voru 32-28.
Sagosen og Rod settu tíu mörk hvor í sigri Noregs
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti

Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn



