Auglýst eftir starfsfólki á nýjan Herjólf Sighvatur Jónsson skrifar 20. janúar 2019 11:45 Nýr Herjólfur er smíðaður í Póllandi. Vísir/Aðsend Lokaprófanir fara fram á nýjum Herjólfi í Póllandi á næstunni. Í framhaldi mun afhendingartími skipsins liggja fyrir. Auglýst hefur verið eftir starfsfólki hjá nýju rekstrarfélagi ferjunnar. Á smíðatíma nýs Herjólfs hefur nokkrum sinnum verið tilkynnt um seinkun á afhendingu skipsins. Í vetur var tilkynnt að 30. mars næstkomandi hæfi nýr Herjólfur siglingar um Landeyjahöfn. Hvort sem af því verður eður ei tekur Vestmannaeyjabær við rekstri Herjólfs þennan dag. Stofnað hefur verið opinbert hlutafélag um reksturinn og ráðið í stöður framkvæmdastjóra, skipstjóra og vélstjóra. Nú er auglýst eftir starfsfólki í eldhús og þjónustustörf um borð, umsóknarfrestur rennur út 25. janúar næstkomandi. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir að nýja ferjan eigi að sigla sjö ferðir á dag milli Vestmannaeyja og Landeyja frá klukkan sjö á morgnana fram yfir miðnætti.Áætlanir okkar gera ráð fyrir þremur áhöfnum á tvískiptum vöktum.Lokaprófanir um næstu mánaðamót Guðbjartur er staddur í Póllandi. Hann fór þangað í gær ásamt skipstjóra og vélstjóra. Fyrir voru annar skipstjóri og vélstjóri í Póllandi. Guðbjartur býst við að báðir skipstjórar og vélstjórar verði í Póllandi þar til skipið verður afhent. „Við höfum ekki fengið endanlega staðfestingu á því hvenær það verður afhent. Það eiga eftir að fara fram sjópróf í Póllandi sem verða einhvern tíma um mánaðamótin. Þegar þeim er lokið væntir maður þess að fá nákvæmari svör á því hvenær afhendingin gæti farið fram.“ Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., býst við því að nýr Herjólfur verði afhentur nokkrum vikum eftir lokaprófanirnar í Póllandi. Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Lokaprófanir fara fram á nýjum Herjólfi í Póllandi á næstunni. Í framhaldi mun afhendingartími skipsins liggja fyrir. Auglýst hefur verið eftir starfsfólki hjá nýju rekstrarfélagi ferjunnar. Á smíðatíma nýs Herjólfs hefur nokkrum sinnum verið tilkynnt um seinkun á afhendingu skipsins. Í vetur var tilkynnt að 30. mars næstkomandi hæfi nýr Herjólfur siglingar um Landeyjahöfn. Hvort sem af því verður eður ei tekur Vestmannaeyjabær við rekstri Herjólfs þennan dag. Stofnað hefur verið opinbert hlutafélag um reksturinn og ráðið í stöður framkvæmdastjóra, skipstjóra og vélstjóra. Nú er auglýst eftir starfsfólki í eldhús og þjónustustörf um borð, umsóknarfrestur rennur út 25. janúar næstkomandi. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir að nýja ferjan eigi að sigla sjö ferðir á dag milli Vestmannaeyja og Landeyja frá klukkan sjö á morgnana fram yfir miðnætti.Áætlanir okkar gera ráð fyrir þremur áhöfnum á tvískiptum vöktum.Lokaprófanir um næstu mánaðamót Guðbjartur er staddur í Póllandi. Hann fór þangað í gær ásamt skipstjóra og vélstjóra. Fyrir voru annar skipstjóri og vélstjóri í Póllandi. Guðbjartur býst við að báðir skipstjórar og vélstjórar verði í Póllandi þar til skipið verður afhent. „Við höfum ekki fengið endanlega staðfestingu á því hvenær það verður afhent. Það eiga eftir að fara fram sjópróf í Póllandi sem verða einhvern tíma um mánaðamótin. Þegar þeim er lokið væntir maður þess að fá nákvæmari svör á því hvenær afhendingin gæti farið fram.“ Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., býst við því að nýr Herjólfur verði afhentur nokkrum vikum eftir lokaprófanirnar í Póllandi.
Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira