Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2019 15:58 Hvuttarnir sem voru komnir til að keppa í Willow fara ekki langt í ár. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Á sama tíma og gríðarlegar frosthörkur ganga yfir miðvesturríki Bandaríkjanna hefur þurft að aflýsa árlegri hundasleðakeppni í Alaska vegna rigningar. Hitinn hefur verið yfir frostmarki þar undanfarið og aflýsa hefur þurft fleiri hundasleðakeppnum vegna aðstæðna í vetur. Frostið í Chicago í Bandaríkjunum hefur mælst um -30°C síðasta sólahringinn og með vindkælingu hefur hitinn farið niður í -56°C á sumum stöðum í miðvesturríkjunum. Kuldakastið hefur haft miklar raskanir í för með sér, flug og almenningssamgöngur hafa lamast og að minnsta kosti átta eru taldir hafa látist af völdum aðstæðna. Sama er þó ekki uppi á teningnum á norðvesturhjara Norður-Ameríku þar sem óvenjuhlýtt hefur verið í veðri. Það hefur skapað vandræði fyrir hundasleðakeppendur í Alaska. Þannig segir Anchorage Daily News frá því að blása hafi þurft af Willow 300-hundasleðakeppnina sem átti að hefjast í bænum Willow í morgun. Þrjátíu og fjórir keppendur voru skráðir til leiks en um undankeppni er að ræða fyrir aðra stærri þúsund mílna hundasleðakeppni. Keppnishaldarar segja að rigning og slæmar aðstæður á leiðinni hafi leitt til þess að þeir þurftu að aflýsa henni. Hluti leiðarinnar lá undir standandi vatni eftir viðvarandi hlýindi undanfarið. Starfsmenn höfðu lagað þau svæði en rigning í byrjun vikunnar batt enda á vonir skipuleggjenda um að hægt væri að halda keppnina. Fleiri keppnir hafa orðið veðuraðstæðum í Alaska að bráð í vetur. Einni var nýlega frestað og leiðir tveggja fyrirhugaðra keppna hafa verið styttar vegna snjóleysis og slæmra aðstæðna.Heimskautaloft sem streymir suður Kuldabolinn sem herjar á miðvesturríkin er af völdum heimskautalofts sem yfirleitt er haldið í skefjum af skotvindum yfir norðurskautinu. Þegar skotvindarnir veikjast getur kalt loft frá pólsvæðunum skriðið suður á bóginn en hlýtt loft á móti leitað norður. Þannig hefur hitinn annars staðar á norðurhveli víða verið vel yfir meðaltali á sama tíma og kuldamet gætu fallið í hluta Norður-Ameríku. Kenningar hafa jafnvel verið uppi um að hnattræn hlýnun gætu stuðlað að veikingu skotvindanna sem halda heimskautaloftinu í skorðum. Kuldaskot af þessu tagi gætu þannig jafnvel orðið tíðari eftir því sem hnattræn hlýnun færist í aukana á næstu árum og áratugum. „Heimurinn (og norðurhvelið) er enn óvenjuhlýr, hnattræn hlýnun er ekki skyndilega horfin!“ tísti Stefan Rahmstorf, prófessor í hafeðlisfræði við Potsdam-háskóla, og vísaði til háðsorða Donalds Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að kuldakastið sýndi á einhvern hátt fram á að hnattræn hlýnun ætti sér ekki stað.Wow! That is quite a cold anomaly over North America now: 20 °C too cold for the season! A big blob of Arctic air has gone astray and wandered off the pole. Note to Trump: the world (and Northern Hemisphere) is still anomalously warm, global warming has not suddenly gone missing! pic.twitter.com/gqZQmhW9nK— Stefan Rahmstorf (@rahmstorf) January 30, 2019 Bandaríkin Loftslagsmál Norður-Ameríka Tengdar fréttir Átta látnir af völdum kuldabolans í Bandaríkjunum Með vindkælingu hefur frostið á sumum stöðum farið niður í -56°C. 31. janúar 2019 11:08 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Ísilagt Michigan-vatn vekur mikla athygli Í Chicago í Illinois-ríki hefur frostið náð þrjátíu gráðum en kuldinn gerði það að verkum að stöðuvatnið sem borgin stendur við, Michigan-vatn, varð ísilagt. 31. janúar 2019 13:45 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Á sama tíma og gríðarlegar frosthörkur ganga yfir miðvesturríki Bandaríkjanna hefur þurft að aflýsa árlegri hundasleðakeppni í Alaska vegna rigningar. Hitinn hefur verið yfir frostmarki þar undanfarið og aflýsa hefur þurft fleiri hundasleðakeppnum vegna aðstæðna í vetur. Frostið í Chicago í Bandaríkjunum hefur mælst um -30°C síðasta sólahringinn og með vindkælingu hefur hitinn farið niður í -56°C á sumum stöðum í miðvesturríkjunum. Kuldakastið hefur haft miklar raskanir í för með sér, flug og almenningssamgöngur hafa lamast og að minnsta kosti átta eru taldir hafa látist af völdum aðstæðna. Sama er þó ekki uppi á teningnum á norðvesturhjara Norður-Ameríku þar sem óvenjuhlýtt hefur verið í veðri. Það hefur skapað vandræði fyrir hundasleðakeppendur í Alaska. Þannig segir Anchorage Daily News frá því að blása hafi þurft af Willow 300-hundasleðakeppnina sem átti að hefjast í bænum Willow í morgun. Þrjátíu og fjórir keppendur voru skráðir til leiks en um undankeppni er að ræða fyrir aðra stærri þúsund mílna hundasleðakeppni. Keppnishaldarar segja að rigning og slæmar aðstæður á leiðinni hafi leitt til þess að þeir þurftu að aflýsa henni. Hluti leiðarinnar lá undir standandi vatni eftir viðvarandi hlýindi undanfarið. Starfsmenn höfðu lagað þau svæði en rigning í byrjun vikunnar batt enda á vonir skipuleggjenda um að hægt væri að halda keppnina. Fleiri keppnir hafa orðið veðuraðstæðum í Alaska að bráð í vetur. Einni var nýlega frestað og leiðir tveggja fyrirhugaðra keppna hafa verið styttar vegna snjóleysis og slæmra aðstæðna.Heimskautaloft sem streymir suður Kuldabolinn sem herjar á miðvesturríkin er af völdum heimskautalofts sem yfirleitt er haldið í skefjum af skotvindum yfir norðurskautinu. Þegar skotvindarnir veikjast getur kalt loft frá pólsvæðunum skriðið suður á bóginn en hlýtt loft á móti leitað norður. Þannig hefur hitinn annars staðar á norðurhveli víða verið vel yfir meðaltali á sama tíma og kuldamet gætu fallið í hluta Norður-Ameríku. Kenningar hafa jafnvel verið uppi um að hnattræn hlýnun gætu stuðlað að veikingu skotvindanna sem halda heimskautaloftinu í skorðum. Kuldaskot af þessu tagi gætu þannig jafnvel orðið tíðari eftir því sem hnattræn hlýnun færist í aukana á næstu árum og áratugum. „Heimurinn (og norðurhvelið) er enn óvenjuhlýr, hnattræn hlýnun er ekki skyndilega horfin!“ tísti Stefan Rahmstorf, prófessor í hafeðlisfræði við Potsdam-háskóla, og vísaði til háðsorða Donalds Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að kuldakastið sýndi á einhvern hátt fram á að hnattræn hlýnun ætti sér ekki stað.Wow! That is quite a cold anomaly over North America now: 20 °C too cold for the season! A big blob of Arctic air has gone astray and wandered off the pole. Note to Trump: the world (and Northern Hemisphere) is still anomalously warm, global warming has not suddenly gone missing! pic.twitter.com/gqZQmhW9nK— Stefan Rahmstorf (@rahmstorf) January 30, 2019
Bandaríkin Loftslagsmál Norður-Ameríka Tengdar fréttir Átta látnir af völdum kuldabolans í Bandaríkjunum Með vindkælingu hefur frostið á sumum stöðum farið niður í -56°C. 31. janúar 2019 11:08 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Ísilagt Michigan-vatn vekur mikla athygli Í Chicago í Illinois-ríki hefur frostið náð þrjátíu gráðum en kuldinn gerði það að verkum að stöðuvatnið sem borgin stendur við, Michigan-vatn, varð ísilagt. 31. janúar 2019 13:45 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Átta látnir af völdum kuldabolans í Bandaríkjunum Með vindkælingu hefur frostið á sumum stöðum farið niður í -56°C. 31. janúar 2019 11:08
Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30
Ísilagt Michigan-vatn vekur mikla athygli Í Chicago í Illinois-ríki hefur frostið náð þrjátíu gráðum en kuldinn gerði það að verkum að stöðuvatnið sem borgin stendur við, Michigan-vatn, varð ísilagt. 31. janúar 2019 13:45
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent