Lýsa upp myrkur kvenna Björk Eiðsdóttir skrifar 31. janúar 2019 12:15 Tónlistarmaðurinn Kristinn Óli, eða Króli. Nú í ár fagnar landsnefnd UN Women á Íslandi 30 ára afmæli. Af því tilefni var útliti húfunnar breytt en FO-merkið er stærra í ár og með endurskini. Með því að kaupa Fokk ofbeldi-húfu tekur þú sumsé þátt í að lýsa upp myrkur kvenna og stúlkna sem þurft hafa að þola ofbeldi sem og skammdegið á Íslandi í febrúar. Þetta er fjórða Fokk ofbeldi-húfan sem UN Women á Íslandi hefur sölu á,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.Gabríel Jaelon Culver fyrirsæta.„Ágóði Fokk ofbeldi-húfusölunnar hefur runnið til verkefna UN Women víða um heim sem vinna að því að koma í veg fyrir og uppræta ofbeldi gegn konum, fræða almenning um skaðlegar afleiðingar kynbundins ofbeldis og tryggja þolendum viðeigandi aðstoð. Eitt þeirra verkefna er kvennaathvarf fyrir Jasídakonur í Írak sem neyddar voru í kynlífsþrælkun og þurftu að þola gróft kynferðisofbeldi af hendi liðsmanna vígasveita íslamska ríkisins. Í athvarfinu fá þær áfallahjálp og aðstoð við að vinna úr skelfilegri reynslu og koma sér aftur af stað út í lífið. Einnig fá aðstandendur þolenda faglega aðstoð og ráðleggingar um hvernig styðja megi við þær. Ágóði af sölu Fokk ofbeldi-húfunnar í ár rennur til þessa kvennaathvarfs.“Ísold Halldórudóttir fyrirsæta. Mynd/Saga SigFyrirsætur herferðarinnar eru Gabríel Jaelon Culver, Donna Cruz, Ísold Braga og Kristinn Óli, Króli, og segir Stella uppleggið hafa verið að fá fjölbreyttan hóp fólks í yngri kantinum sem aðstandendur eru stoltir af að hafa í forgrunni herferðarinnar. Donna Cruz samfélagsmiðlastjarna.Undanfarin ár hefur húfan selst upp og hvetur Stella alla til að hafa hraðar hendur og næla sér í húfu og lýsa stolt upp myrkrið. Húfan kostar 4.900 krónur og fæst á unwomen.is og í verslunum Vodafone sem jafnframt er bakhjarl herferðarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Nú í ár fagnar landsnefnd UN Women á Íslandi 30 ára afmæli. Af því tilefni var útliti húfunnar breytt en FO-merkið er stærra í ár og með endurskini. Með því að kaupa Fokk ofbeldi-húfu tekur þú sumsé þátt í að lýsa upp myrkur kvenna og stúlkna sem þurft hafa að þola ofbeldi sem og skammdegið á Íslandi í febrúar. Þetta er fjórða Fokk ofbeldi-húfan sem UN Women á Íslandi hefur sölu á,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.Gabríel Jaelon Culver fyrirsæta.„Ágóði Fokk ofbeldi-húfusölunnar hefur runnið til verkefna UN Women víða um heim sem vinna að því að koma í veg fyrir og uppræta ofbeldi gegn konum, fræða almenning um skaðlegar afleiðingar kynbundins ofbeldis og tryggja þolendum viðeigandi aðstoð. Eitt þeirra verkefna er kvennaathvarf fyrir Jasídakonur í Írak sem neyddar voru í kynlífsþrælkun og þurftu að þola gróft kynferðisofbeldi af hendi liðsmanna vígasveita íslamska ríkisins. Í athvarfinu fá þær áfallahjálp og aðstoð við að vinna úr skelfilegri reynslu og koma sér aftur af stað út í lífið. Einnig fá aðstandendur þolenda faglega aðstoð og ráðleggingar um hvernig styðja megi við þær. Ágóði af sölu Fokk ofbeldi-húfunnar í ár rennur til þessa kvennaathvarfs.“Ísold Halldórudóttir fyrirsæta. Mynd/Saga SigFyrirsætur herferðarinnar eru Gabríel Jaelon Culver, Donna Cruz, Ísold Braga og Kristinn Óli, Króli, og segir Stella uppleggið hafa verið að fá fjölbreyttan hóp fólks í yngri kantinum sem aðstandendur eru stoltir af að hafa í forgrunni herferðarinnar. Donna Cruz samfélagsmiðlastjarna.Undanfarin ár hefur húfan selst upp og hvetur Stella alla til að hafa hraðar hendur og næla sér í húfu og lýsa stolt upp myrkrið. Húfan kostar 4.900 krónur og fæst á unwomen.is og í verslunum Vodafone sem jafnframt er bakhjarl herferðarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira