Stunguáverkar sjaldgæfari hér á landi en í löndunum í kring Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. janúar 2019 06:00 Tómas Guðbjartsson yfirlæknir stýrði rannsókninni. Vísir/vilhelm „Þegar við erum búin að leiðrétta fyrir auknum mannfjölda á þessu tímabili kemur í ljós að alvarlegum stunguáverkum hefur ekki fjölgað marktækt. Þeir eru líka sjaldgæfir hér miðað við nágrannalönd. Það er mjög jákvætt,“ segir Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum og yfirlæknir á Landspítala. Tómas stýrði rannsókninni sem nær til tímabilsins frá 2000-2015 ásamt Brynjólfi Mogensen, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. „Niðurstöðurnar komu mér að sumu leyti þægilega á óvart þótt það sé auðvitað áhyggjuefni að fimmtán hafi látist áður en þeir komust á sjúkrahús. Ég held ég geti mælt fyrir munn okkar allra að við vissum ekki hvernig þetta myndi líta út þegar við fórum af stað,“ segir Tómas. Af þeim 73 einstaklingum sem rannsóknin náði til létust aðeins þrír eftir komu á sjúkrahús. „Það er árangur sem ég held að við öll sem erum í teymunum sem koma að meðferðinni getum verið ánægð með. Flestir læknarnir hafa til dæmis lokið sérstöku námskeiði í meðferð alvarlega slasaðra. Við getum ekki sannað með þessum niðurstöðum að árangurinn sé út af því en teymin eru að virka vel.“ Grein sem byggir á rannsókninni fékkst nýlega birt í alþjóðlegu fagriti um bráðalækningar en aðalhöfundur greinarinnar er Una Jóhannesdóttir deildarlæknir. Tómas segir það einstakt að slík rannsókn sé gerð á heilli þjóð. „Það er styrkur rannsóknarinnar og gerir það að verkum að við fáum hana birta. Við erum með litla rannsóknarstofu sem er allt þýðið á Íslandi. Við náum í hvert einasta tilfelli og getum fylgt öllum sjúklingum eftir.“ Tómas segir að á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans hafi árangur af bráðaaðgerðum vegna skot- og hnífaáverka verið rannsakaður. „Svona mál hafa verið svolítið í fréttum en við Brynjólfur vildum vita hvort það hefði orðið raunveruleg aukning á þessum áverkum eða hvort þessi mál fái meiri umfjöllun í fjölmiðlum. Það er erfitt að átta sig á því jafnvel þótt maður sé læknir og starfi á gólfinu.“ Meðalaldur sjúklinganna 73 sem lagðir voru inn með alvarlega stunguáverka var tæp 33 ár og voru karlar um 90 prósent þeirra. 47 af sjúklingunum eða rúm 64 prósent þurftu að gangast undir aðgerð en fjórtán sjúklingar töldust vera með lífshættulega áverka. Algengast var að stunguáverkar væru á brjóstholi, kviðarholi og efri útlimum. Langflestir áverkarnir komu til vegna árásar eða í 70 tilfellum en í þremur tilfellum var um sjálfsskaða að ræða. Meirihluti árása eða um 55 prósent átti sér stað í heimahúsi, tæpur þriðjungur úti á götu, rúm átta prósent á skemmtistöðum og um fjögur prósent á vinnustað Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
„Þegar við erum búin að leiðrétta fyrir auknum mannfjölda á þessu tímabili kemur í ljós að alvarlegum stunguáverkum hefur ekki fjölgað marktækt. Þeir eru líka sjaldgæfir hér miðað við nágrannalönd. Það er mjög jákvætt,“ segir Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum og yfirlæknir á Landspítala. Tómas stýrði rannsókninni sem nær til tímabilsins frá 2000-2015 ásamt Brynjólfi Mogensen, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. „Niðurstöðurnar komu mér að sumu leyti þægilega á óvart þótt það sé auðvitað áhyggjuefni að fimmtán hafi látist áður en þeir komust á sjúkrahús. Ég held ég geti mælt fyrir munn okkar allra að við vissum ekki hvernig þetta myndi líta út þegar við fórum af stað,“ segir Tómas. Af þeim 73 einstaklingum sem rannsóknin náði til létust aðeins þrír eftir komu á sjúkrahús. „Það er árangur sem ég held að við öll sem erum í teymunum sem koma að meðferðinni getum verið ánægð með. Flestir læknarnir hafa til dæmis lokið sérstöku námskeiði í meðferð alvarlega slasaðra. Við getum ekki sannað með þessum niðurstöðum að árangurinn sé út af því en teymin eru að virka vel.“ Grein sem byggir á rannsókninni fékkst nýlega birt í alþjóðlegu fagriti um bráðalækningar en aðalhöfundur greinarinnar er Una Jóhannesdóttir deildarlæknir. Tómas segir það einstakt að slík rannsókn sé gerð á heilli þjóð. „Það er styrkur rannsóknarinnar og gerir það að verkum að við fáum hana birta. Við erum með litla rannsóknarstofu sem er allt þýðið á Íslandi. Við náum í hvert einasta tilfelli og getum fylgt öllum sjúklingum eftir.“ Tómas segir að á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans hafi árangur af bráðaaðgerðum vegna skot- og hnífaáverka verið rannsakaður. „Svona mál hafa verið svolítið í fréttum en við Brynjólfur vildum vita hvort það hefði orðið raunveruleg aukning á þessum áverkum eða hvort þessi mál fái meiri umfjöllun í fjölmiðlum. Það er erfitt að átta sig á því jafnvel þótt maður sé læknir og starfi á gólfinu.“ Meðalaldur sjúklinganna 73 sem lagðir voru inn með alvarlega stunguáverka var tæp 33 ár og voru karlar um 90 prósent þeirra. 47 af sjúklingunum eða rúm 64 prósent þurftu að gangast undir aðgerð en fjórtán sjúklingar töldust vera með lífshættulega áverka. Algengast var að stunguáverkar væru á brjóstholi, kviðarholi og efri útlimum. Langflestir áverkarnir komu til vegna árásar eða í 70 tilfellum en í þremur tilfellum var um sjálfsskaða að ræða. Meirihluti árása eða um 55 prósent átti sér stað í heimahúsi, tæpur þriðjungur úti á götu, rúm átta prósent á skemmtistöðum og um fjögur prósent á vinnustað
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira