Birgir vill stokka upp trúnaðarstöður í þingflokki Miðflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2019 19:00 Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins vill að flokksráð verði kallað saman sem fyrst til að fara yfir mál Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, sem hann telur að ekki eigi að geta gengið að trúnaðarstörfum sínum fyrir flokkinn vísum. Stokka þurfi upp í trúnaðarstörfum þingmanna fyrir flokkinn. Þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason gegna báðir mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Miðflokkinn. Gunnar Bragi er varaformaður flokksins og formaður þingflokksins og Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar auk þess að sitja í lagaráði Miðflokksins. Birgir Þórarinsson þingmaður flokksins sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna fréttaflutnings um að hann væri á leið í Sjálfstæðisflokkinn vegna óánægju með framkomu þeirra Gunnars Braga og Bergþórs. „Það er alrangt, svo er ekki. Mér líður vel í Miðflokknum en við erum nárttúrlega að glíma við ákveðinn vanda sem við erum öll að reyna að standa saman um að leysa,“ segir Birgir. Hann hefur óskað eftir því að flokksráð flokksins komi saman sem fyrst þannig að grasrótin geti tekið þátt í að leysa málið. Þá segir hann þá Klaustur tvímenninga ekk eigai að geta gengið að trúnaðarstöðum sínum vísum eftir að þeir snéru aftur á þing. „Ég held að það sé ljóst að eftir að þetta mál kom upp þurfi menn að íhuga hvaða leiðir eru bestar til að byggja upp flokkinn. Þar held ég að sú leið sé mikilvæg að við endurskoðum trúnaðarstöður þingmanna innan flokksins. Ég held að það sé mikilvægt og vænlegt til árangurs,“ segir Birgir. Hann hafi stuðning við þessi sjónarmið innan flokksins. „Ég held að það sjái það allir að þetta hefur auðvitað haft slæmar afleiðingar fyrir þessa þingmenn að sjálfsögðu og flokkinn í heild sinni,“ segir Birgir. Þess vegna sé rétt að boða flokksráð til fundar sem hann vonar að komi saman innan mánaðar.En Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins var einnig á Klausturfundinum. Finnst þér að hann þurfi eitthvað að íhuga sína stöðu „Ég hef áður sagt í viðtölum að ég geri greinarmun á þeim sem sögðu og þeim sem þögðu í þessu máli. Sigmundur er meðal þeirra sem þögðu og ég treysti honum fyllilega til að halda áfram að byggja upp flokkinn,“ segir Birgir Þórarinsson. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Heyr heyr hrópuðu þingkonur eftir ræðu Miðflokksmanns Birgir Þórarinsson fordæmdi kynferðislega áreitni á þingi. 30. janúar 2019 16:23 Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30 Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins vill að flokksráð verði kallað saman sem fyrst til að fara yfir mál Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, sem hann telur að ekki eigi að geta gengið að trúnaðarstörfum sínum fyrir flokkinn vísum. Stokka þurfi upp í trúnaðarstörfum þingmanna fyrir flokkinn. Þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason gegna báðir mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Miðflokkinn. Gunnar Bragi er varaformaður flokksins og formaður þingflokksins og Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar auk þess að sitja í lagaráði Miðflokksins. Birgir Þórarinsson þingmaður flokksins sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna fréttaflutnings um að hann væri á leið í Sjálfstæðisflokkinn vegna óánægju með framkomu þeirra Gunnars Braga og Bergþórs. „Það er alrangt, svo er ekki. Mér líður vel í Miðflokknum en við erum nárttúrlega að glíma við ákveðinn vanda sem við erum öll að reyna að standa saman um að leysa,“ segir Birgir. Hann hefur óskað eftir því að flokksráð flokksins komi saman sem fyrst þannig að grasrótin geti tekið þátt í að leysa málið. Þá segir hann þá Klaustur tvímenninga ekk eigai að geta gengið að trúnaðarstöðum sínum vísum eftir að þeir snéru aftur á þing. „Ég held að það sé ljóst að eftir að þetta mál kom upp þurfi menn að íhuga hvaða leiðir eru bestar til að byggja upp flokkinn. Þar held ég að sú leið sé mikilvæg að við endurskoðum trúnaðarstöður þingmanna innan flokksins. Ég held að það sé mikilvægt og vænlegt til árangurs,“ segir Birgir. Hann hafi stuðning við þessi sjónarmið innan flokksins. „Ég held að það sjái það allir að þetta hefur auðvitað haft slæmar afleiðingar fyrir þessa þingmenn að sjálfsögðu og flokkinn í heild sinni,“ segir Birgir. Þess vegna sé rétt að boða flokksráð til fundar sem hann vonar að komi saman innan mánaðar.En Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins var einnig á Klausturfundinum. Finnst þér að hann þurfi eitthvað að íhuga sína stöðu „Ég hef áður sagt í viðtölum að ég geri greinarmun á þeim sem sögðu og þeim sem þögðu í þessu máli. Sigmundur er meðal þeirra sem þögðu og ég treysti honum fyllilega til að halda áfram að byggja upp flokkinn,“ segir Birgir Þórarinsson.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Heyr heyr hrópuðu þingkonur eftir ræðu Miðflokksmanns Birgir Þórarinsson fordæmdi kynferðislega áreitni á þingi. 30. janúar 2019 16:23 Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30 Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Heyr heyr hrópuðu þingkonur eftir ræðu Miðflokksmanns Birgir Þórarinsson fordæmdi kynferðislega áreitni á þingi. 30. janúar 2019 16:23
Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30
Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum. 30. janúar 2019 06:00