Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 07:00 Lilja Björk Einarsdóttir var ráðin bankastjóri í mars 2017. Síðan þá hefur bankaráð hækkað mánaðarlaun hennar um 1,7 milljónir. Fréttablaðið/Eyþór Bankaráð Landsbankans hækkaði mánaðarlaun bankastjórans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur, um 17 prósent í fyrra eða sem nemur 550 þúsund krónum. Hækkuðu mánaðarlaunin úr 3.250.000 krónum í 3.800.000 krónur þann 1. apríl 2018. Hækkunin kom innan við ári frá annarri launahækkun bankastjórans sem fékk hækkun upp á tæpar 1,2 milljónir á mánuði 1. júlí 2017. Þá hafði ákvörðunarvald launa bankastjórans verið fært frá kjararáði til bankaráðs Landsbankans. Frá 1. júlí 2017 til 1. apríl 2018 hafa laun bankastjóra Landsbankans hækkað úr 2.089 þúsund krónum í 3.800 þúsund krónur. Það gerir hækkun um rúmar 1,7 milljónir á mánuði, eða rétt tæp 82 prósent á þessu tíu mánaða tímabili. Um er að ræða laun og bifreiðahlunnindi. Þetta kemur fram í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var eftir sundurliðun á launaupplýsingum bankastjórans eins og þær birtast í nýbirtum ársreikningi bankans. Þar segir að ákvörðun bankaráðs um laun bankastjóra í fyrra byggi á starfskjarastefnu bankans. Þar segir að starfskjör stjórnenda og annarra starfsmanna bankans eigi að vera samkeppnishæf en ekki leiðandi. „Kjör bankastjóra Landsbankans voru á sínum tíma felld undir kjararáð og var bankastjóri eini æðsti stjórnandi fjármálafyrirtækis sem féll undir ráðið. Þetta varð m.a. til þess að laun bankastjóra Landsbankans voru mun lægri en laun annarra stjórnenda í fjármálakerfinu. Laun bankastjóra Landsbankans hafa nú verið færð nær þeim kjörum sem almennt gilda fyrir æðstu stjórnendur fjármálafyrirtækja,“ segir í svari bankans við fyrirspurn blaðsins. Fjármála- og efnahagsráðuneytið beindi þeim tilmælum til stjórna ríkisfyrirtækja í ársbyrjun 2017 að launahækkunum forstjóra þeirra yrði stillt í hóf þegar kjararáð hætti að ákvarða laun þeirra. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um launaþróun ríkisforstjóra í fyrra sem margir fengu verulegar hækkanir sumarið 2017. Forstjóri Isavia hækkaði um 36 prósent, Íslandspósts um 25 prósent, Landsvirkjunar um 58 prósent og bankastjóri Landsbankans sem fyrr segir. Fregnir af launahækkunum æðstu stjórnenda ríkisfyrirtækja hafa verið sem olía á eldinn hjá verkalýðsforystunni inn í komandi kjarasamninga sem hefur margítrekað gagnrýnt þær. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Ríkisforstjórarnir á misdýrum bílum sem fyrirtækin útvega Forstjóri Landsvirkjunar hefur dýrustu bifreiðina til afnota en hún var keypt á 10,6 milljónir í vetur. Tvinnbifreið keypt í stað bensínbifreiðar til að draga úr orkunotkun og útblæstri. 8. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Bankaráð Landsbankans hækkaði mánaðarlaun bankastjórans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur, um 17 prósent í fyrra eða sem nemur 550 þúsund krónum. Hækkuðu mánaðarlaunin úr 3.250.000 krónum í 3.800.000 krónur þann 1. apríl 2018. Hækkunin kom innan við ári frá annarri launahækkun bankastjórans sem fékk hækkun upp á tæpar 1,2 milljónir á mánuði 1. júlí 2017. Þá hafði ákvörðunarvald launa bankastjórans verið fært frá kjararáði til bankaráðs Landsbankans. Frá 1. júlí 2017 til 1. apríl 2018 hafa laun bankastjóra Landsbankans hækkað úr 2.089 þúsund krónum í 3.800 þúsund krónur. Það gerir hækkun um rúmar 1,7 milljónir á mánuði, eða rétt tæp 82 prósent á þessu tíu mánaða tímabili. Um er að ræða laun og bifreiðahlunnindi. Þetta kemur fram í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var eftir sundurliðun á launaupplýsingum bankastjórans eins og þær birtast í nýbirtum ársreikningi bankans. Þar segir að ákvörðun bankaráðs um laun bankastjóra í fyrra byggi á starfskjarastefnu bankans. Þar segir að starfskjör stjórnenda og annarra starfsmanna bankans eigi að vera samkeppnishæf en ekki leiðandi. „Kjör bankastjóra Landsbankans voru á sínum tíma felld undir kjararáð og var bankastjóri eini æðsti stjórnandi fjármálafyrirtækis sem féll undir ráðið. Þetta varð m.a. til þess að laun bankastjóra Landsbankans voru mun lægri en laun annarra stjórnenda í fjármálakerfinu. Laun bankastjóra Landsbankans hafa nú verið færð nær þeim kjörum sem almennt gilda fyrir æðstu stjórnendur fjármálafyrirtækja,“ segir í svari bankans við fyrirspurn blaðsins. Fjármála- og efnahagsráðuneytið beindi þeim tilmælum til stjórna ríkisfyrirtækja í ársbyrjun 2017 að launahækkunum forstjóra þeirra yrði stillt í hóf þegar kjararáð hætti að ákvarða laun þeirra. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um launaþróun ríkisforstjóra í fyrra sem margir fengu verulegar hækkanir sumarið 2017. Forstjóri Isavia hækkaði um 36 prósent, Íslandspósts um 25 prósent, Landsvirkjunar um 58 prósent og bankastjóri Landsbankans sem fyrr segir. Fregnir af launahækkunum æðstu stjórnenda ríkisfyrirtækja hafa verið sem olía á eldinn hjá verkalýðsforystunni inn í komandi kjarasamninga sem hefur margítrekað gagnrýnt þær.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Ríkisforstjórarnir á misdýrum bílum sem fyrirtækin útvega Forstjóri Landsvirkjunar hefur dýrustu bifreiðina til afnota en hún var keypt á 10,6 milljónir í vetur. Tvinnbifreið keypt í stað bensínbifreiðar til að draga úr orkunotkun og útblæstri. 8. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30
Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00
Ríkisforstjórarnir á misdýrum bílum sem fyrirtækin útvega Forstjóri Landsvirkjunar hefur dýrustu bifreiðina til afnota en hún var keypt á 10,6 milljónir í vetur. Tvinnbifreið keypt í stað bensínbifreiðar til að draga úr orkunotkun og útblæstri. 8. ágúst 2018 07:00