Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 104-82 | Keflavík í þriðja sætið Axel Örn Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2019 21:15 Leikmenn Keflavíkur. vísir/ernir Hér í kvöld mættust lið Keflavíkur og Skallagríms í 17.umferð Dominos deildar karla. Bæði lið komu á góðu skriði inn í þennan leik en þau unnu bæði síðustu tvo leikina sína í deildinni. Keflvíkinir voru í harðri baráttu fyrir leik við KR um heimavallarétt í úrslitakeppni á meðan að Skallagrímur voru að slást við Val í fallbaráttunni, þetta var því gríðarlega þýðingarmikill leikur fyrir bæði lið. Leikurinn fór fremur hægt af stað og var stemmingin í húsinu frekar dauf. Um miðbik fyrsta leikhluta fóru bæði lið að setja niður þrista og hleypti það örlitlu lífi í leikinn. Lítið breyttist í öðrum leikhluta, Keflavík var með völdin á leiknum en Borgnesingar héldu engu að síður í við þá og misstu þá aldrei of langt frá sér. Staðan í hálfleik var 59-48 Keflavík í vil. Þriðji leikhluti var sveiflukenndur. Borgnesingar byrjuðu mikið betur og náðu að minnka muninn töluvert niður en þá virtust Keflvíkingar detta í gírinn aftur og náðu aftur að mynda sér þægilega forystu. Í fjórða leikhluta gáfu Keflavík vel í og stungu gestina af. Borgnesingar áttu fá svör og voru seinustu mínútur leiksins frekar daufar og stemmingslitlar. Lokatölur í Reykjanesbæ Keflavík 104-82 Skallagrímur. Af hverju vann Keflavík? Gæðin og breiddin í liðinu er rosaleg. Sundurspiluðu gestina á köflum hér í kvöld og stjórnuðu leiknum frá A-Ö. Hverjir stóðu uppúr? Mindaugas Kasinac var frábær í kvöld. Skoraði vel og spilaði geggjaða vörn. Hvað gekk illa? Varnarleikur gestanna til að byrja með. Það kom kafli í öðrum og þriðja leikhluta sem varnarleikurinn skánaði en það dugði alls ekki til. Hvað gerist næst? Keflavík fær Hauka í heimsókn í Reykjanesbæ á meðan að Skallagrímur fá Þórsara í heimsókn í Þorlákshöfn Keflavík.-Skallagrímur 104-82 (32-19, 27-29, 19-19, 26-15)Keflavík: Michael Craion 23/14 fráköst, Gunnar Ólafsson 22, Mindaugas Kacinas 22/12 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/8 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 7, Ágúst Orrason 6, Mantas Mockevicius 6, Andri Þór Tryggvason 2. Skallagrímur: Matej Buovac 20/10 fráköst, Bjarni Guðmann Jónsson 17, Domagoj Samac 16, Aundre Jackson 13, Gabríel Sindri Möller 7, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4/7 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 3, Bergþór Ægir Ríkharðsson 2. Finnur: Við komum of linir til leiks „Við komum of linir til leiks og vorum ekki nægilega yfirvegaðir.“ sagði Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms eftir tap gegn Keflavík í kvöld. Skallagrímsmenn komu sterkir til leiks í seinni hálfleik eftir örlítið dapran fyrri hálfleik en það fjaraði hratt út. „Við náðum þessu niður í 6 stig og það var svona momentum með okkur og stemming. En svo gerist það bara að við töpum boltanum oft og fáum á okkur mikla boltapressu sem við höndluðum ekki.“ Næsti leikur liðsins er gegn Þór Þ eftir tæpan mánuð. Finnur nefndi nokkur atriði sem þyrfti að bæta til að sigra þann leik. „Við þurfum að laga varnarleikinn hjá okkur það er klárt mál. Nú hefst bara annað pre-season hjá okkur og við ætlum að reyna að æfa vel og bæta okkur.“ Sverrir Þór: Skelltum í lás í seinni „Ánægður með sigurinn og vörnina hjá okkur síðustu 15 í seinni hálfleik“ sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir sigur gegn Skallagrím í kvöld. Leikurinn var svolítið kaflaskiptur þar sem bæði lið skiptust svolítið á að taka áhlaup og héldu leiknum jöfnum lengst af. Það var þó í fjórða leikhluta sem Keflvíkingar stungu gestina af. „Mér fannst sóknarleikurinn góður hjá okkur allan leikinn, erum að hitta nokkuð vel og boltinn gekk vel. Varnarlega þegar við vorum komnir 12-15 yfir þá urðum við kærulausir og sættum okkur við að gefa þeim frí skot“ „Við skelltum í lás seinustu 15, ég hefði viljað sjá það gerast fyrr. Við hefðum ekki unnið neitt lið sem við getum mætt í úrslitakeppninni með þessari varnarframmistöðu framan af, en hún lagaðist í lokin sem er jákvætt.“ Næsti leikur Keflavíkur er gegn Haukum en það er eftir tæpan mánuð. Keflvíkingar eru að berjast hart um heimavallaréttinn í úrslitakeppninni og þurfa að halda áfram að sigra. „Það er svo langt í hann að við munum að sjálfsögðu reyna að laga ákveðna hluti. Við þurfum að halda okkur á góðu tempói og koma þannig inn í næsta leik.“Gunnar Ólafs: Góð tilfinning „Góð tilfinning, slökuðum aðeins á í þriðja leikhluta en náðum að rífa þetta aftur upp sem var gott“ sagði Gunnar Ólafsson leikmaður Keflavíkur eftir sigur gegn Skallagrím í kvöld. „Komum mjög tilbúnir í leikinn og ætluðum ekkert að vanmeta þá þar sem þeir eru með hörkumannskap. En svo slökuðum við aðeins á en náðum að klára sterkt sem er fyrir öllu“ Næsti leikur Keflavíkur er gegn Haukum og þurfa þeir að halda áfram að sigra til þess að ná í heimavallarétt í úrslitakeppninni. „Við þurfum ekki að breyta miklu held ég, við verðum með þennan hóp út árið og bara slípa okkur betur saman og við þurfum að nýta þessa löngu og góðu pásu til þess.“ Dominos-deild karla
Hér í kvöld mættust lið Keflavíkur og Skallagríms í 17.umferð Dominos deildar karla. Bæði lið komu á góðu skriði inn í þennan leik en þau unnu bæði síðustu tvo leikina sína í deildinni. Keflvíkinir voru í harðri baráttu fyrir leik við KR um heimavallarétt í úrslitakeppni á meðan að Skallagrímur voru að slást við Val í fallbaráttunni, þetta var því gríðarlega þýðingarmikill leikur fyrir bæði lið. Leikurinn fór fremur hægt af stað og var stemmingin í húsinu frekar dauf. Um miðbik fyrsta leikhluta fóru bæði lið að setja niður þrista og hleypti það örlitlu lífi í leikinn. Lítið breyttist í öðrum leikhluta, Keflavík var með völdin á leiknum en Borgnesingar héldu engu að síður í við þá og misstu þá aldrei of langt frá sér. Staðan í hálfleik var 59-48 Keflavík í vil. Þriðji leikhluti var sveiflukenndur. Borgnesingar byrjuðu mikið betur og náðu að minnka muninn töluvert niður en þá virtust Keflvíkingar detta í gírinn aftur og náðu aftur að mynda sér þægilega forystu. Í fjórða leikhluta gáfu Keflavík vel í og stungu gestina af. Borgnesingar áttu fá svör og voru seinustu mínútur leiksins frekar daufar og stemmingslitlar. Lokatölur í Reykjanesbæ Keflavík 104-82 Skallagrímur. Af hverju vann Keflavík? Gæðin og breiddin í liðinu er rosaleg. Sundurspiluðu gestina á köflum hér í kvöld og stjórnuðu leiknum frá A-Ö. Hverjir stóðu uppúr? Mindaugas Kasinac var frábær í kvöld. Skoraði vel og spilaði geggjaða vörn. Hvað gekk illa? Varnarleikur gestanna til að byrja með. Það kom kafli í öðrum og þriðja leikhluta sem varnarleikurinn skánaði en það dugði alls ekki til. Hvað gerist næst? Keflavík fær Hauka í heimsókn í Reykjanesbæ á meðan að Skallagrímur fá Þórsara í heimsókn í Þorlákshöfn Keflavík.-Skallagrímur 104-82 (32-19, 27-29, 19-19, 26-15)Keflavík: Michael Craion 23/14 fráköst, Gunnar Ólafsson 22, Mindaugas Kacinas 22/12 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/8 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 7, Ágúst Orrason 6, Mantas Mockevicius 6, Andri Þór Tryggvason 2. Skallagrímur: Matej Buovac 20/10 fráköst, Bjarni Guðmann Jónsson 17, Domagoj Samac 16, Aundre Jackson 13, Gabríel Sindri Möller 7, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4/7 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 3, Bergþór Ægir Ríkharðsson 2. Finnur: Við komum of linir til leiks „Við komum of linir til leiks og vorum ekki nægilega yfirvegaðir.“ sagði Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms eftir tap gegn Keflavík í kvöld. Skallagrímsmenn komu sterkir til leiks í seinni hálfleik eftir örlítið dapran fyrri hálfleik en það fjaraði hratt út. „Við náðum þessu niður í 6 stig og það var svona momentum með okkur og stemming. En svo gerist það bara að við töpum boltanum oft og fáum á okkur mikla boltapressu sem við höndluðum ekki.“ Næsti leikur liðsins er gegn Þór Þ eftir tæpan mánuð. Finnur nefndi nokkur atriði sem þyrfti að bæta til að sigra þann leik. „Við þurfum að laga varnarleikinn hjá okkur það er klárt mál. Nú hefst bara annað pre-season hjá okkur og við ætlum að reyna að æfa vel og bæta okkur.“ Sverrir Þór: Skelltum í lás í seinni „Ánægður með sigurinn og vörnina hjá okkur síðustu 15 í seinni hálfleik“ sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir sigur gegn Skallagrím í kvöld. Leikurinn var svolítið kaflaskiptur þar sem bæði lið skiptust svolítið á að taka áhlaup og héldu leiknum jöfnum lengst af. Það var þó í fjórða leikhluta sem Keflvíkingar stungu gestina af. „Mér fannst sóknarleikurinn góður hjá okkur allan leikinn, erum að hitta nokkuð vel og boltinn gekk vel. Varnarlega þegar við vorum komnir 12-15 yfir þá urðum við kærulausir og sættum okkur við að gefa þeim frí skot“ „Við skelltum í lás seinustu 15, ég hefði viljað sjá það gerast fyrr. Við hefðum ekki unnið neitt lið sem við getum mætt í úrslitakeppninni með þessari varnarframmistöðu framan af, en hún lagaðist í lokin sem er jákvætt.“ Næsti leikur Keflavíkur er gegn Haukum en það er eftir tæpan mánuð. Keflvíkingar eru að berjast hart um heimavallaréttinn í úrslitakeppninni og þurfa að halda áfram að sigra. „Það er svo langt í hann að við munum að sjálfsögðu reyna að laga ákveðna hluti. Við þurfum að halda okkur á góðu tempói og koma þannig inn í næsta leik.“Gunnar Ólafs: Góð tilfinning „Góð tilfinning, slökuðum aðeins á í þriðja leikhluta en náðum að rífa þetta aftur upp sem var gott“ sagði Gunnar Ólafsson leikmaður Keflavíkur eftir sigur gegn Skallagrím í kvöld. „Komum mjög tilbúnir í leikinn og ætluðum ekkert að vanmeta þá þar sem þeir eru með hörkumannskap. En svo slökuðum við aðeins á en náðum að klára sterkt sem er fyrir öllu“ Næsti leikur Keflavíkur er gegn Haukum og þurfa þeir að halda áfram að sigra til þess að ná í heimavallarétt í úrslitakeppninni. „Við þurfum ekki að breyta miklu held ég, við verðum með þennan hóp út árið og bara slípa okkur betur saman og við þurfum að nýta þessa löngu og góðu pásu til þess.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti