Loka fiskimjölsverksmiðju í Helguvík og segja upp starfsfólki Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2019 14:56 Síldarvinnslan í Helguvík hefur verið starfrækt frá árinu 1997. Vísir/vilhelm Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að hætta starfsemi fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. Frá þessu greinir Síldarvinnslan sjálf í færslu á Facebook-síðu sinni. Ákvörðunin er sögð fela í sér uppsögn sex starfsmanna fyrirtækisins, auk þess sem hún mun hafa áhrif á afleidd störf verktaka og þjónustufyrirtækja. Í færslu Síldarvinnslunnar segir að áform um lokun verksmiðjunnar hafi verið tilkynnt starfsfólki í dag. Auk þess hafi þau verið kynnt fulltrúum Reykjanesbæjar og öðrum hlutaðeigandi. Ástæðan lokunarinnar er jafnframt sögð einföld, rekstur verksmiðjunnar hafi hreinlega ekki staðið undir sér. „Helsta ástæðan er síminnkandi hráefni til fiskimjölsverksmiðja, hækkandi kostnaður og auknar kröfur sem kalla á öflugar einingar og aukna hagræðingu. Uppistaða þess hráefnis sem borist hefur til verksmiðjunnar í Helguvík er loðna og hefur nýting verksmiðjunnar farið síminnkandi undanfarin ár. Óvissa um reksturinn hefur farið vaxandi vegna minnkandi loðnukvóta og mikillar óvissu um loðnuveiðar,“ segir í útskýringu Síldarvinnslunnar og vísað í mynd sem fylgir færslunni. Þar megi sjá verðþróun hráefnis til fiskimjölsverksmiðja á Íslandi undanfarna áratugi.Síldarvinnslan hættir starfsemi fiskimjölsverksmiðjunnar í Helguvík Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að hætta... Posted by Síldarvinnslan hf. on Thursday, February 7, 2019 „Eins og myndin ber með sér hefur orðið mikill samdráttur í hráefni til mjöl- og lýsisframleiðslu. Gera má ráð fyrir frekari samdrætti í fiskimjölsiðnaðinum hér á landi. Nú eru starfræktar 11 fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi en til dæmis í Danmörku eru þær þrjár og taka þær á móti 800 þúsund tonnum á ári til vinnslu,“ segir í færslunni. Þar er jafnframt tekið fram að hafist verði handa við að handa við að ganga frá verksmiðjunni og svæðinu í Helguvík í samráði við hlutaðeigandi yfirvöld. Unnið verði að því að koma búnaði og fasteignum í sölu og notkun. „Fasteignir verksmiðjunnar í Helguvík geta nýst með ýmsum hætti og ekkert því til fyrirstöðu að þær gagnist samfélaginu vel,“ segir að endingu í færslunni sem sjá má hér að ofan. Reykjanesbær Sjávarútvegur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að hætta starfsemi fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. Frá þessu greinir Síldarvinnslan sjálf í færslu á Facebook-síðu sinni. Ákvörðunin er sögð fela í sér uppsögn sex starfsmanna fyrirtækisins, auk þess sem hún mun hafa áhrif á afleidd störf verktaka og þjónustufyrirtækja. Í færslu Síldarvinnslunnar segir að áform um lokun verksmiðjunnar hafi verið tilkynnt starfsfólki í dag. Auk þess hafi þau verið kynnt fulltrúum Reykjanesbæjar og öðrum hlutaðeigandi. Ástæðan lokunarinnar er jafnframt sögð einföld, rekstur verksmiðjunnar hafi hreinlega ekki staðið undir sér. „Helsta ástæðan er síminnkandi hráefni til fiskimjölsverksmiðja, hækkandi kostnaður og auknar kröfur sem kalla á öflugar einingar og aukna hagræðingu. Uppistaða þess hráefnis sem borist hefur til verksmiðjunnar í Helguvík er loðna og hefur nýting verksmiðjunnar farið síminnkandi undanfarin ár. Óvissa um reksturinn hefur farið vaxandi vegna minnkandi loðnukvóta og mikillar óvissu um loðnuveiðar,“ segir í útskýringu Síldarvinnslunnar og vísað í mynd sem fylgir færslunni. Þar megi sjá verðþróun hráefnis til fiskimjölsverksmiðja á Íslandi undanfarna áratugi.Síldarvinnslan hættir starfsemi fiskimjölsverksmiðjunnar í Helguvík Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að hætta... Posted by Síldarvinnslan hf. on Thursday, February 7, 2019 „Eins og myndin ber með sér hefur orðið mikill samdráttur í hráefni til mjöl- og lýsisframleiðslu. Gera má ráð fyrir frekari samdrætti í fiskimjölsiðnaðinum hér á landi. Nú eru starfræktar 11 fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi en til dæmis í Danmörku eru þær þrjár og taka þær á móti 800 þúsund tonnum á ári til vinnslu,“ segir í færslunni. Þar er jafnframt tekið fram að hafist verði handa við að handa við að ganga frá verksmiðjunni og svæðinu í Helguvík í samráði við hlutaðeigandi yfirvöld. Unnið verði að því að koma búnaði og fasteignum í sölu og notkun. „Fasteignir verksmiðjunnar í Helguvík geta nýst með ýmsum hætti og ekkert því til fyrirstöðu að þær gagnist samfélaginu vel,“ segir að endingu í færslunni sem sjá má hér að ofan.
Reykjanesbær Sjávarútvegur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira