Fótbolti

Hefur fengið 210 gul og 24 rauð spjöld á ferlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nei ekki eitt gula spjaldið í viðbót gæti Sergio Ramos hafa verið að segja við Mateu Lahoz dómara.
Nei ekki eitt gula spjaldið í viðbót gæti Sergio Ramos hafa verið að segja við Mateu Lahoz dómara. Getty/ Alex Caparros
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, bætti enn einu gula spjaldinu við á ferilskrá sína í El Clásico í gærkvöldi þegar Real Madrid mætti Barcelona í spænska Konungsbikarnum á Nývangi.

Ramos hefur verið lengi í hópi bestu varnarmanna heims en hann óhræddur að láta finna vel fyrir sér og gerir flest til að vinna. Það kostar hann oft sæti í bókum dómarans.  

Ramos hefur með þessu gula spjaldi í gær fengið að líta 210 gul spjöld á ferli sínum og það er á ansi mörgum stöðum þar sem enginn hefur fengið fleiri spjöld en hann.  Hann hefur líka 24 sinnum verið rekinn af velli.





Sergio Ramos er nú með flest spjöld nánast allstaðar sem hann hefur spilað á ferlinum.

Enginn leikmaður Real Madrid hefur fengið fleiri gul spjöld, enginn hefur fengið fleiri gul spjöld í efstu deild á Spáni og enginn hefur verið bókaður oftar í Meistaradeildinni.

Sergio Ramos er líka með flest spjöld sem nokkur spænskur landsliðsmaður hefur fengið að líta og í gær fékk hann sitt 23. gula spjald í El Clásico leik sem er líka met.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×