Facebook skipað að breyta gagnasöfnun sinni Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2019 10:59 Facebook hefur mánuð til að áfrýja úrskurði þýska samkeppniseftirlitsins. Vísir/EPA Þýsk samkeppnisyfirvöld hafa skipað bandaríska samfélagsmiðlarisanum Facebook að breyta því hvernig fyrirtækið safnar gögnum um notendur sína. Eftirlitið telur að Facebook hafi gerst sekt um að misnota markaðsráðandi stöðu sína til þess að safna upplýsingum um notendur án vitundar þeirra og samþykkis. „Í framtíðinni má Facebook ekki lengur neyða notendur sína til að fallast á nánast ótakmarkaða söfnun og framsals upplýsinga sem koma utan Facebook á Facebook-reikningum þeirra,“ segir Andreas Mundt, forstjóri þýska samkeppniseftirlitsins. Facebook ætlar að áfrýja úrsskurðinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið telur þýska samkeppniseftirlitið hafa vanmetið samkeppnina og að úrskurðurinn grafi undan nýjum persónuverndarreglum Evrópusambandsins. Sérstaka athugasemd gerði samkeppniseftirlitið við það hvernig Facebook kemst yfir upplýsingar um fólk úr utanaðkomandi snjallforritum, þar á meðal úr Whatsappp og Instagram sem eru í eigu Facebook, og hvernig fyrirtækið fylgist með fólki á netinu sem er ekki á samfélagsmiðlinum. Þannig fylgist Facebook með netnotendum sem fara inn á vefsíður sem eru með hnapp til að líka eða deila hlutum á Facebook. Með úrskurðinum, sem enn hefur ekki lagalegt gildi á meðan áfrýjunarfrestur er í gildi, má Facebook ekki lengur framselja upplýsingar frá Whatsapp og Instagram til Facebook án þess að upplýsinga notendur og fá samþykki þeirra. Þá má fyrirtækið ekki framselja upplýsingar annars staðar frá til Facebook án samþykkis notenda. Facebook Þýskaland Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þýsk samkeppnisyfirvöld hafa skipað bandaríska samfélagsmiðlarisanum Facebook að breyta því hvernig fyrirtækið safnar gögnum um notendur sína. Eftirlitið telur að Facebook hafi gerst sekt um að misnota markaðsráðandi stöðu sína til þess að safna upplýsingum um notendur án vitundar þeirra og samþykkis. „Í framtíðinni má Facebook ekki lengur neyða notendur sína til að fallast á nánast ótakmarkaða söfnun og framsals upplýsinga sem koma utan Facebook á Facebook-reikningum þeirra,“ segir Andreas Mundt, forstjóri þýska samkeppniseftirlitsins. Facebook ætlar að áfrýja úrsskurðinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið telur þýska samkeppniseftirlitið hafa vanmetið samkeppnina og að úrskurðurinn grafi undan nýjum persónuverndarreglum Evrópusambandsins. Sérstaka athugasemd gerði samkeppniseftirlitið við það hvernig Facebook kemst yfir upplýsingar um fólk úr utanaðkomandi snjallforritum, þar á meðal úr Whatsappp og Instagram sem eru í eigu Facebook, og hvernig fyrirtækið fylgist með fólki á netinu sem er ekki á samfélagsmiðlinum. Þannig fylgist Facebook með netnotendum sem fara inn á vefsíður sem eru með hnapp til að líka eða deila hlutum á Facebook. Með úrskurðinum, sem enn hefur ekki lagalegt gildi á meðan áfrýjunarfrestur er í gildi, má Facebook ekki lengur framselja upplýsingar frá Whatsapp og Instagram til Facebook án þess að upplýsinga notendur og fá samþykki þeirra. Þá má fyrirtækið ekki framselja upplýsingar annars staðar frá til Facebook án samþykkis notenda.
Facebook Þýskaland Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira