Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 09:55 Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Jón Gunnarsson, og fráfarandi formaður, Bergþór Ólason, við upphaf fundarins í morgun. Vísir/vilhelm Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Vinstri grænum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Bergþór sneri aftur á þing í janúar síðastliðnum eftir tímabundið leyfi sem hann tók sér í kjölfar Klaustursmálsins. Hann tók þar með aftur við formennsku umhverfis- og samgöngunefndar, sem mætti töluverðri andstöðu nefndarmanna.Sjá einnig: Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Í tilkynningu Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins segir að umhverfis- og samgöngunefnd hafi verið óstarfhæf um tíma, sem ætla má að hafi verið vegna endurkomu Bergþórs, en fundur nefndarinnar í morgun var sá fyrsti síðan 29. janúar. „Þingflokksformenn allra flokka hafa leitað leiða til að vinna úr stöðunni, án árangurs. Samkvæmt samkomulagi um nefndarformennsku minnihlutans kom þessi nefndarformennska í hlut Miðflokksins. Miðflokkurinn hefur ekki viljað skipta um sinn fulltrúa í nefndinni,“ segir í tilkynningu.Leita lausnar sem allir sætta sig við Bergþór hafi nú kosið að stíga til hliðar úr formannssætinu. Þá muni Jón Gunnarsson taka við formennsku í nefndinni tímabundið „á meðan reynt er að finna lausn í málinu sem allir geta sætt sig við“. Ari Trausti Guðmundsson tekur við sem 1. varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir verður 2. varaformaður. Ekki þyki þó tilefni til að fara eftir samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku í fastanefndum Alþingis þar sem um sé að ræða tímabundna ráðstöfun. „Hluti af ábyrgð þeirra sem hafa meirihluta á Alþingi er að tryggja að störf þingsins geti gengið eðlilega fyrir sig. Því telja þingmenn stjórnarflokkanna eðlilegt að þetta sé lausnin á meðan samkomulag næst ekki um annað fyrirkomulag,“ segir í tilkynningu. „Það er öllum ljóst að um tímabundna lausn sé að ræða til að koma störfum nefndarinnar í rétt horf. Ef og þegar aðstæður breytast eru stjórnarflokkarnir reiðubúnir að endurskoða þessa stöðu og telja raunar mikilvægt að slíkt endurmat eigi sér stað fyrir þinglok. Þar sem hér er um tímabundna ráðstöfun að ræða líta stjórnarflokkarnir ekki svo á að taka þurfi upp allt samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku í fastanefndum Alþingis að svo stöddu.“Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00 Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Vinstri grænum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Bergþór sneri aftur á þing í janúar síðastliðnum eftir tímabundið leyfi sem hann tók sér í kjölfar Klaustursmálsins. Hann tók þar með aftur við formennsku umhverfis- og samgöngunefndar, sem mætti töluverðri andstöðu nefndarmanna.Sjá einnig: Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Í tilkynningu Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins segir að umhverfis- og samgöngunefnd hafi verið óstarfhæf um tíma, sem ætla má að hafi verið vegna endurkomu Bergþórs, en fundur nefndarinnar í morgun var sá fyrsti síðan 29. janúar. „Þingflokksformenn allra flokka hafa leitað leiða til að vinna úr stöðunni, án árangurs. Samkvæmt samkomulagi um nefndarformennsku minnihlutans kom þessi nefndarformennska í hlut Miðflokksins. Miðflokkurinn hefur ekki viljað skipta um sinn fulltrúa í nefndinni,“ segir í tilkynningu.Leita lausnar sem allir sætta sig við Bergþór hafi nú kosið að stíga til hliðar úr formannssætinu. Þá muni Jón Gunnarsson taka við formennsku í nefndinni tímabundið „á meðan reynt er að finna lausn í málinu sem allir geta sætt sig við“. Ari Trausti Guðmundsson tekur við sem 1. varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir verður 2. varaformaður. Ekki þyki þó tilefni til að fara eftir samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku í fastanefndum Alþingis þar sem um sé að ræða tímabundna ráðstöfun. „Hluti af ábyrgð þeirra sem hafa meirihluta á Alþingi er að tryggja að störf þingsins geti gengið eðlilega fyrir sig. Því telja þingmenn stjórnarflokkanna eðlilegt að þetta sé lausnin á meðan samkomulag næst ekki um annað fyrirkomulag,“ segir í tilkynningu. „Það er öllum ljóst að um tímabundna lausn sé að ræða til að koma störfum nefndarinnar í rétt horf. Ef og þegar aðstæður breytast eru stjórnarflokkarnir reiðubúnir að endurskoða þessa stöðu og telja raunar mikilvægt að slíkt endurmat eigi sér stað fyrir þinglok. Þar sem hér er um tímabundna ráðstöfun að ræða líta stjórnarflokkarnir ekki svo á að taka þurfi upp allt samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku í fastanefndum Alþingis að svo stöddu.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00 Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00
Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19
Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12