Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. febrúar 2019 08:00 Abdúlla konungur Jórdaníu og hin vinsæla Rania drottning sitja fyrir eftir krýningarathöfnina í júní árið 1999. Nordicphotos/AFP Tuttugu ár eru í dag liðin frá því Hussein Jórdaníukonungur lést úr krabbameini og Abdúlla krónprins settist á hásætið fræga. Á þessum tuttugu árum hefur Jórdanía gengið í gegnum góðæri og hrun, og ófriður geisað allt í kring. Þótt Abdúlla hafi tekið við sem konungur þann 7. febrúar 1999 var hann ekki krýndur fyrr en 9. júní. Um 800 erindrekar ýmissa ríkja sóttu veislu af því tilefni í Raghadan-höllinni. Og þótt Abdúlla hafi verið nýkrýndur konungur má segja að Rania drottning hafi vakið mesta athygli. Hún var á þeim tíma 29 ára, yngsta drottning heims. Sem konungur Jórdaníu er Abdúlla ekki einvaldur heldur fara þingið og ríkisstjórnin með þó nokkur völd. Konungurinn er þó þjóðhöfðingi, æðsti yfirmaður hersins og hefur töluverð áhrif á gang mála í jórdanska stjórnkerfinu. Þegar Abdúlla tók við völdum var hagkerfi Jórdaníu illa statt vegna Persaflóastríðsins. Efasemdir voru um að hinn nýi konungur væri í stakk búinn til að takast á við það erfiða verkefni að endurreisa hagkerfið, að því er kom fram í grein í Economist í febrúar 1991. Abdúlla kom á töluverðum breytingum á jórdanska hagkerfinu. Fækkaði reglugerðum og jók frelsi. Það leiddi til þess að fjárfestar litu í auknum mæli til Jórdaníu og var hagvöxtur allt að átta prósent á milli 2004 og 2008. En þessi vöxtur gekk til baka við hrunið 2008 og óstöðugleika sem fylgdi Arabíska vorinu. Í raun setti Persaflóastríðið mark sitt að miklu leyti á fyrstu ár Abdúlla í embætti. Hussein hafði neitað þátttöku og álitu Vesturlönd þá afstöðu eiginlegan stuðning við Saddam Hussein, einræðisherrann í Írak. Þessari afstöðu sneri Abdúlla við þegar ráðist var inn í Írak árið 2003. Abdúlla heimilaði Bandaríkjamönnum til að mynda að setja upp eldflaugakerfi í Jórdaníu en tók ekki þátt að öðru leyti. Jórdanía átti svo eftir að hýsa um 800.000 írakska flóttamenn. Líkt og annars staðar í arabaheiminum létu mótmælendur í sér heyra um Arabíska vorið. Eftir röð mótmæla vegna versnandi efnahagsstöðu og jafnvel áköll um að lýðveldi yrði stofnað ákvað Abdúlla að sparka ríkisstjórninni og skipa Marouf Bakhit nýjan forsætisráðherra árið 2011. Mótmæli héldu hins vegar áfram og Abdúlla skipti aftur um forsætisráðherra vegna þess hversu illa honum þótti ganga að koma á umbótum. Awn Khasawneh varð forsætisráðherra. Þó ekki lengi, Fayez Tarawneh tók við skömmu síðar í starfsstjórn í þriðju uppstokkuninni á einu og hálfu ári. Með kosningum í janúar 2013 tókst svo að lægja mótmælaöldurnar að mestu. Konungssinnar höfðu betur, enda sniðgengu andstæðingar kosningarnar. Lýðræðisumbótum var komið á, vægi atkvæða jafnað og dregið úr miðstýringu í jórdönsku stjórnkerfi. Þrátt fyrir áköll um stofnun lýðveldis, stríð í grannríkjum, mótmæli og efnahagshrun situr Abdúlla sem fastast. Hann er í þriðja sæti á listanum yfir þá leiðtoga arabaheimsins sem lengst hafa setið. Birtist í Fréttablaðinu Jórdanía Tímamót Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Tuttugu ár eru í dag liðin frá því Hussein Jórdaníukonungur lést úr krabbameini og Abdúlla krónprins settist á hásætið fræga. Á þessum tuttugu árum hefur Jórdanía gengið í gegnum góðæri og hrun, og ófriður geisað allt í kring. Þótt Abdúlla hafi tekið við sem konungur þann 7. febrúar 1999 var hann ekki krýndur fyrr en 9. júní. Um 800 erindrekar ýmissa ríkja sóttu veislu af því tilefni í Raghadan-höllinni. Og þótt Abdúlla hafi verið nýkrýndur konungur má segja að Rania drottning hafi vakið mesta athygli. Hún var á þeim tíma 29 ára, yngsta drottning heims. Sem konungur Jórdaníu er Abdúlla ekki einvaldur heldur fara þingið og ríkisstjórnin með þó nokkur völd. Konungurinn er þó þjóðhöfðingi, æðsti yfirmaður hersins og hefur töluverð áhrif á gang mála í jórdanska stjórnkerfinu. Þegar Abdúlla tók við völdum var hagkerfi Jórdaníu illa statt vegna Persaflóastríðsins. Efasemdir voru um að hinn nýi konungur væri í stakk búinn til að takast á við það erfiða verkefni að endurreisa hagkerfið, að því er kom fram í grein í Economist í febrúar 1991. Abdúlla kom á töluverðum breytingum á jórdanska hagkerfinu. Fækkaði reglugerðum og jók frelsi. Það leiddi til þess að fjárfestar litu í auknum mæli til Jórdaníu og var hagvöxtur allt að átta prósent á milli 2004 og 2008. En þessi vöxtur gekk til baka við hrunið 2008 og óstöðugleika sem fylgdi Arabíska vorinu. Í raun setti Persaflóastríðið mark sitt að miklu leyti á fyrstu ár Abdúlla í embætti. Hussein hafði neitað þátttöku og álitu Vesturlönd þá afstöðu eiginlegan stuðning við Saddam Hussein, einræðisherrann í Írak. Þessari afstöðu sneri Abdúlla við þegar ráðist var inn í Írak árið 2003. Abdúlla heimilaði Bandaríkjamönnum til að mynda að setja upp eldflaugakerfi í Jórdaníu en tók ekki þátt að öðru leyti. Jórdanía átti svo eftir að hýsa um 800.000 írakska flóttamenn. Líkt og annars staðar í arabaheiminum létu mótmælendur í sér heyra um Arabíska vorið. Eftir röð mótmæla vegna versnandi efnahagsstöðu og jafnvel áköll um að lýðveldi yrði stofnað ákvað Abdúlla að sparka ríkisstjórninni og skipa Marouf Bakhit nýjan forsætisráðherra árið 2011. Mótmæli héldu hins vegar áfram og Abdúlla skipti aftur um forsætisráðherra vegna þess hversu illa honum þótti ganga að koma á umbótum. Awn Khasawneh varð forsætisráðherra. Þó ekki lengi, Fayez Tarawneh tók við skömmu síðar í starfsstjórn í þriðju uppstokkuninni á einu og hálfu ári. Með kosningum í janúar 2013 tókst svo að lægja mótmælaöldurnar að mestu. Konungssinnar höfðu betur, enda sniðgengu andstæðingar kosningarnar. Lýðræðisumbótum var komið á, vægi atkvæða jafnað og dregið úr miðstýringu í jórdönsku stjórnkerfi. Þrátt fyrir áköll um stofnun lýðveldis, stríð í grannríkjum, mótmæli og efnahagshrun situr Abdúlla sem fastast. Hann er í þriðja sæti á listanum yfir þá leiðtoga arabaheimsins sem lengst hafa setið.
Birtist í Fréttablaðinu Jórdanía Tímamót Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira