Tom Brady og félagar í New Englands Patriots unnu Super Bowl í sjötta sinn aðfaranótt mánudagsins þegar að liðið lagði Los Angeles Rams, 13-3.
Patriots er nú búið að vinna Super Bowl tvisvar sinnum á síðustu þremur árum og þrisvar sinnum á síðustu fimm árum en sigurganga liðsins frá aldamótum hefur verið ótrúleg.
Eins og alltaf er mikið um fagnaðarlæti og mikil ringulreið inn á vellinum eftir að leik er lokið og fram að því að bikarinn er afhentur en nú má sjá nánast allt sem gerðist í fagnaðarlátunum.
Á Youtube-síðu NFL-deildarinnar er myndband þar sem nánast er hægt að taka þátt í fagnaðarlátunum frá upphafi til enda og sjá allan völlinn í 360 gráðu myndavél.
Þessa skemmtilegu innsýn má sjá hér að neðan.

