Erlent

Tengsl sæðis og kannabiss

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Óvænt tengsl á milli sæðismagns og kannabisreykinga.
Óvænt tengsl á milli sæðismagns og kannabisreykinga. Nordicphotos/getty
Karlmenn sem reykt hafa kannabis á einhverjum tímapunkti á ævi sinni virðast – nokkuð óvænt – státa af mun meira magni af sáðfrumum en þeir karlar sem aldrei hafa reykt kannabis.

Þetta leiðir ný rannsókn vísindamanna við lýðheilsustofnun Harvard-háskóla í ljós, en niðurstöðurnar voru birtar í ritinu Human Reproduction í nótt.

Vísindamennirnir söfnuðu sæðissýnum úr tæplega sjö hundruð körlum. Rúmur helmingur þeirra hafði reykt kannabis. Þessi hópur hafði að meðaltali 62,7 milljónir sáðfruma í hverjum millilítra. Hópurinn sem aldrei hafði reykt kannabis var með 45,4 milljónir sáðfruma að meðaltali.

„Niðurstöðurnar stangast á við það sem áður hefur verið haldið fram,“ segir Feiby Nassan, aðalhöfundur rannsóknarinnar. „Ein möguleg ástæða fyrir þessu er sú staðreynd að karlar sem eru með hærri testósteróngildi eru líklegri til að stunda áhættuhegðun eins og kannabisreykingar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×