Skriðu í gegn um holræsi til að ræna banka í Antwerpen Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 5. febrúar 2019 20:00 Rannsóknarlögreglumenn í belgísku borginni Antwerpen rannsaka nú bankarán sem ætti heldur heima á hvíta tjaldinu en í raunveruleikanum. Lögregla var kölluð út seint á sunnudagskvöld til að bregðast við viðvörunarbjöllu í útibúi BNP bankans í Antwerpen. Við nánari athugun virðast ræningjarnir hafa nýtt sér holræsi borgarinnar til að grafa sér leið inn í bankann. Þeir virðast hafa haft sér höfuðstöðvar í húsi í nágrenni við útibúið. Þaðan hafa þeir grafið sér göng ofan í holræsið og fikrað sig þaðan undir bankann. Þá tók við meiri mokstur, um fjögurra metra löng göng, inn í bankaútibúið. Ekki er búið að hafa upp á ræningjunum en lögregla kempir nú holræsin í leit að vísbendingum. Talskona skólphreinsifyrirtækis í borginni segir að það sé ótrúlegt að þeir hafi afrekað þetta og séu enn á lífi. „Í fyrsta lagi er hættulegt fyrir ræningjana að grafa þarna göng þar sem hætta er á jarðsigi,“ segir Els Lieken hjá fyrirtækinu Aquafin. „inni í holræsinu er líka mikil hætta til dæmis á skyndilegri hækkun vatnsyfirborðs og á brennisteinsvetni úr skólpvatninu.“ Þá er ljóst að þeir hafi þurft að skríða langa leið í gegn um skólpið en á kafla eru göngin einungis um 40 sentímetrar í þvermál. Eigandi hússins þaðan sem ræningjarnir grófu sér leið ofan í holræsið grunaði ekki neitt en hann leigði tveimur bræðrum kjallaraíbúð þar sem göngin fundust. „Þeir settu allan sandinn í plastpoka í svefnherbergi í íbúðinni þannig að enginn tók eftir neinu,“ segir Marijn Vercauteren, leigusali bræðranna. „Einhverjir nágrannar sögðust hafa heyrt grunsamleg hljóð. En þegar nágrannar eru með einhver smávegis læti kippir maður sér ekkert upp við það.“ Belgía Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Rannsóknarlögreglumenn í belgísku borginni Antwerpen rannsaka nú bankarán sem ætti heldur heima á hvíta tjaldinu en í raunveruleikanum. Lögregla var kölluð út seint á sunnudagskvöld til að bregðast við viðvörunarbjöllu í útibúi BNP bankans í Antwerpen. Við nánari athugun virðast ræningjarnir hafa nýtt sér holræsi borgarinnar til að grafa sér leið inn í bankann. Þeir virðast hafa haft sér höfuðstöðvar í húsi í nágrenni við útibúið. Þaðan hafa þeir grafið sér göng ofan í holræsið og fikrað sig þaðan undir bankann. Þá tók við meiri mokstur, um fjögurra metra löng göng, inn í bankaútibúið. Ekki er búið að hafa upp á ræningjunum en lögregla kempir nú holræsin í leit að vísbendingum. Talskona skólphreinsifyrirtækis í borginni segir að það sé ótrúlegt að þeir hafi afrekað þetta og séu enn á lífi. „Í fyrsta lagi er hættulegt fyrir ræningjana að grafa þarna göng þar sem hætta er á jarðsigi,“ segir Els Lieken hjá fyrirtækinu Aquafin. „inni í holræsinu er líka mikil hætta til dæmis á skyndilegri hækkun vatnsyfirborðs og á brennisteinsvetni úr skólpvatninu.“ Þá er ljóst að þeir hafi þurft að skríða langa leið í gegn um skólpið en á kafla eru göngin einungis um 40 sentímetrar í þvermál. Eigandi hússins þaðan sem ræningjarnir grófu sér leið ofan í holræsið grunaði ekki neitt en hann leigði tveimur bræðrum kjallaraíbúð þar sem göngin fundust. „Þeir settu allan sandinn í plastpoka í svefnherbergi í íbúðinni þannig að enginn tók eftir neinu,“ segir Marijn Vercauteren, leigusali bræðranna. „Einhverjir nágrannar sögðust hafa heyrt grunsamleg hljóð. En þegar nágrannar eru með einhver smávegis læti kippir maður sér ekkert upp við það.“
Belgía Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira