„Gunnlaugur Blöndal og nú ég“ Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2019 16:44 Skólameistari MÍ segir bara að málverkið hafi verið tekið niður og lítið meira um það að segja. Búið er að taka veglegt olíumálverk af þeim Bryndísi Schram og Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem áratugum saman hékk í matsal Menntaskólans á Ísafirði, niður af veggjum þar. RÚV greindi frá þessu nú fyrr í dag. „Er búið að taka málverkið niður?“ spyr Pétur Guðmundsson listmálari á Ísafirði blaðamann Vísis. Og hlær dátt. En, hann málaði verkið einhvern tíma uppúr miðri síðustu öld samkvæmt pöntun frá útskriftarárgangi sem svo færði skólanum það að gjöf. „Ha? Gunnlaugur Blöndal og nú ég. Er það komið niður í kjallara eða stendur til að brenna það? Er ekki besta að ég fái það aftur og máli eitthvað annað yfir það?“Jafnvel horn og hala á Jón Baldvin?„Já, eða það gengur náttúrlega ekki að mála skrattann á vegginn,“ segir Pétur og ljóst er að honum þykir þetta bráðfyndið.Ekki hafði það hvarflað að listamanninum Pétri Guðmundssyni að mynd hans af Jóni og Bryndísi yrði umdeild. Honum finnst það eiginlega hið spaugilegasta mál.Pétur segir að myndin sé olíumálverk, 1,15 x 90 sentímetrar að hann minnir. „Ekki datt mér í hug að þessi mynd yrði umdeild,“ segir listamaðurinn. Hann málaði myndina eftir nokkrum ljósmyndum sem hann fékk sendar og splæsti saman.Skólameistaranum ekki skemmt En, skólameistaranum er ekki eins skemmt og Pétri. Reyndar virðist honum nokkur raun að svara spurningum blaðamanns um hvernig þetta sé til komið. „Það hvarflaði aldrei að mér að þetta yrði eitthvað mál,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari MÍ. Hann vísar í frétt RÚV og vill sem minnstu við það bæta sem þar kemur fram. En þar segir að nemandi við skólann, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, sem er í stjórn femínistafélags skólans, hafi farið þess á leit við starfsfólk skólans að verkið yrði tekið niður. Á þeim forsendum að það væri að valda nemendum óþægindum. Við því var brugðist samdægurs. „Það bara hvarf verkið og ekkert meira um það að segja. Það var bara gert,“ segir skólameistarinn. Þegar nefnd eru ákveðin líkindi við mál sem mjög var til umræðu fyrir skömmu, málverkin sem tekin voru niður í Seðlabankanum, segir Jón Reynir að þeir hefðu bara getað tekið þær myndir niður án þess að ræða við kóng eða prest. „Áttu þeir að ræða það við einhvern? Þetta bara gerðist.“ Skólameistarinn er helst á því að það komi í raun engum við. Ísafjarðarbær MeToo Myndlist Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Búið er að taka veglegt olíumálverk af þeim Bryndísi Schram og Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem áratugum saman hékk í matsal Menntaskólans á Ísafirði, niður af veggjum þar. RÚV greindi frá þessu nú fyrr í dag. „Er búið að taka málverkið niður?“ spyr Pétur Guðmundsson listmálari á Ísafirði blaðamann Vísis. Og hlær dátt. En, hann málaði verkið einhvern tíma uppúr miðri síðustu öld samkvæmt pöntun frá útskriftarárgangi sem svo færði skólanum það að gjöf. „Ha? Gunnlaugur Blöndal og nú ég. Er það komið niður í kjallara eða stendur til að brenna það? Er ekki besta að ég fái það aftur og máli eitthvað annað yfir það?“Jafnvel horn og hala á Jón Baldvin?„Já, eða það gengur náttúrlega ekki að mála skrattann á vegginn,“ segir Pétur og ljóst er að honum þykir þetta bráðfyndið.Ekki hafði það hvarflað að listamanninum Pétri Guðmundssyni að mynd hans af Jóni og Bryndísi yrði umdeild. Honum finnst það eiginlega hið spaugilegasta mál.Pétur segir að myndin sé olíumálverk, 1,15 x 90 sentímetrar að hann minnir. „Ekki datt mér í hug að þessi mynd yrði umdeild,“ segir listamaðurinn. Hann málaði myndina eftir nokkrum ljósmyndum sem hann fékk sendar og splæsti saman.Skólameistaranum ekki skemmt En, skólameistaranum er ekki eins skemmt og Pétri. Reyndar virðist honum nokkur raun að svara spurningum blaðamanns um hvernig þetta sé til komið. „Það hvarflaði aldrei að mér að þetta yrði eitthvað mál,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari MÍ. Hann vísar í frétt RÚV og vill sem minnstu við það bæta sem þar kemur fram. En þar segir að nemandi við skólann, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, sem er í stjórn femínistafélags skólans, hafi farið þess á leit við starfsfólk skólans að verkið yrði tekið niður. Á þeim forsendum að það væri að valda nemendum óþægindum. Við því var brugðist samdægurs. „Það bara hvarf verkið og ekkert meira um það að segja. Það var bara gert,“ segir skólameistarinn. Þegar nefnd eru ákveðin líkindi við mál sem mjög var til umræðu fyrir skömmu, málverkin sem tekin voru niður í Seðlabankanum, segir Jón Reynir að þeir hefðu bara getað tekið þær myndir niður án þess að ræða við kóng eða prest. „Áttu þeir að ræða það við einhvern? Þetta bara gerðist.“ Skólameistarinn er helst á því að það komi í raun engum við.
Ísafjarðarbær MeToo Myndlist Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13
Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25