Handbolti

Valur skellti ÍBV í Eyjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Díana var frábær í kvöld.
Díana var frábær í kvöld. vísir/ernir
Topplið Vals rúllaði yfir ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld er Valsstúlkur unnu þrettán marka sigur er liðin mættust í Olís-deild kvenna, 29-16.

Valur byrjaði strax af miklum krafti í Eyjum í kvöld en þær voru komnar í 5-1 eftir rúmlega tíu mínútna leik. Þær voru svo átta mörkum yfir í hálfleik, 15-7.

Í síðari hálfleik var þetta auðvelt verkefni fyrir Valsstúlkur sem rúlluðu yfir heimastúlkur sem fundu engin svör við sterkri vörn Vals. Munurinn að endingu þrettán mörk.

Díana Dögg Magnúsdóttir var frábær á sínum gamla heimavelli en hún var markahæst í liði Vals með tíu mörk. Ragnhildur Edda Þórðardóttir gerði sex mörk.

Í liði ÍBV var það Ester Óskarsdóttir sem var markahæst með fjögur mörk en línumaðurinn Arna Sif Pálsdóttir bætti við tveimur mörkum og Ásta Björt Júlíusdóttir gerði þrjú.

Valur er á toppi deildarinnar með 25 stig en ÍBV er í fjórða sætinu með sautján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×