Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2019 11:38 Hvalsnesskriður er um hálfa leið frá Höfn í Hornafirði til Djúpavogs. Snjóflóð féll á veginn í Hvalnesskriðum á Þjóðvegi 1 á suðausturlandi á ellefta tímanum í morgun. Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. Reikna má með að vegurinn verði lokaður fram eftir degi á meðan aðstæður eru metnar. Jóhann Hilmar Haraldsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu að tilkynning um flóðið hafi borist rétt fyrir klukkan hálf ellefu í morgun.„Samkvæmt okkar heimildum lenti enginn í flóðinu,“ segir Jóhann Hilmar. „Vegurinn verður lokaður eitthvað fram eftir degi á meðan aðstæður eru metnar. Það er komið ruðningstæki á svæðið og líka aðilar frá björgunarsveit og lögreglu.“ Í vefmyndavélum Vegagerðarinnar klukkan 11:15 mátti sjá bílaröð sem myndast hafði enda vegurinn lokaður. „Eins og er þá fer enginn þarna í gegn, og engin hjáleið um.“Björgunarsveitarbíll mættur á svæðið rétt fyrir klukkan tólf.VegagerðinHugmyndir hafa verið uppi um jarðgöng undir Lónsheiði sem myndi stytta hringveginn um 12 kílómetra auk þess fólk þyrfti ekki lengur að aka um Hvalnesskriður. Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hornafirði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í október 2017 að vegurinn væri afar hættulegur. „Það er stórhættulegur vegur um skriðurnar og veðravíti þar, - sem verður svo sem aldrei hægt að laga. Þetta verður aldrei örugg leið út af grjóthruni,“ sagði Reynir. Leiðin um Hvalsnes- og Þvottárskriður var opnuð fyrir um fjörutíu árum en áður lá þjóðvegurinn um Lónsheiði. Það gæti því farið svo að þar yrði framtíðarleiðin á ný en Reynir sagði enga spurningu að göng yrðu til mikilla bóta.Eins og sjá má er þjóðvegurinn lokaður um Hvalnesskriður.Vegagerðin Björgunarsveitir Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Veður Tengdar fréttir Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu. 25. október 2017 21:45 Vilja göng undir Lónsheiði Bæjarráð Hornafjarðar hvetur Vegagerðina til að undirbúa gangnagerð til að leysa vegkaflan um Hvalnesskriður af hólmi. 16. júlí 2014 11:10 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Snjóflóð féll á veginn í Hvalnesskriðum á Þjóðvegi 1 á suðausturlandi á ellefta tímanum í morgun. Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. Reikna má með að vegurinn verði lokaður fram eftir degi á meðan aðstæður eru metnar. Jóhann Hilmar Haraldsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu að tilkynning um flóðið hafi borist rétt fyrir klukkan hálf ellefu í morgun.„Samkvæmt okkar heimildum lenti enginn í flóðinu,“ segir Jóhann Hilmar. „Vegurinn verður lokaður eitthvað fram eftir degi á meðan aðstæður eru metnar. Það er komið ruðningstæki á svæðið og líka aðilar frá björgunarsveit og lögreglu.“ Í vefmyndavélum Vegagerðarinnar klukkan 11:15 mátti sjá bílaröð sem myndast hafði enda vegurinn lokaður. „Eins og er þá fer enginn þarna í gegn, og engin hjáleið um.“Björgunarsveitarbíll mættur á svæðið rétt fyrir klukkan tólf.VegagerðinHugmyndir hafa verið uppi um jarðgöng undir Lónsheiði sem myndi stytta hringveginn um 12 kílómetra auk þess fólk þyrfti ekki lengur að aka um Hvalnesskriður. Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hornafirði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í október 2017 að vegurinn væri afar hættulegur. „Það er stórhættulegur vegur um skriðurnar og veðravíti þar, - sem verður svo sem aldrei hægt að laga. Þetta verður aldrei örugg leið út af grjóthruni,“ sagði Reynir. Leiðin um Hvalsnes- og Þvottárskriður var opnuð fyrir um fjörutíu árum en áður lá þjóðvegurinn um Lónsheiði. Það gæti því farið svo að þar yrði framtíðarleiðin á ný en Reynir sagði enga spurningu að göng yrðu til mikilla bóta.Eins og sjá má er þjóðvegurinn lokaður um Hvalnesskriður.Vegagerðin
Björgunarsveitir Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Veður Tengdar fréttir Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu. 25. október 2017 21:45 Vilja göng undir Lónsheiði Bæjarráð Hornafjarðar hvetur Vegagerðina til að undirbúa gangnagerð til að leysa vegkaflan um Hvalnesskriður af hólmi. 16. júlí 2014 11:10 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu. 25. október 2017 21:45
Vilja göng undir Lónsheiði Bæjarráð Hornafjarðar hvetur Vegagerðina til að undirbúa gangnagerð til að leysa vegkaflan um Hvalnesskriður af hólmi. 16. júlí 2014 11:10