Ágústa Eva segir bólfélagaumfjöllun DV ósmekklega Sylvía Hall skrifar 2. febrúar 2019 11:27 Ágústa Eva er ekki sátt við umfjöllun DV. Vísir/Valli Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir tjáir sig á Facebook-síðu sinni um umfjöllun DV þar sem endurbirtur var tæplega fjögurra ára gamall listi yfir „eftirsóttustu bólfélaga Íslands.“ Umfjöllunin vakti mikla athygli en Ágústa Eva var þar efst á lista. „Rauðhærð, glæsileg og sterk eins og Lína langsokkur. Bæði karlar og konur nefndu hana oftar en nokkra aðra konu sem komst á blað. Ágústa vinnur slaginn og er eftirsóttasti kvenkyns bólfélagi Íslands,“ stóð við mynd af Ágústu Evu sem er allt annað en sátt við skrifin. Á myndinni sem fylgir umfjöllun DV má sjá marga þekkta einstaklinga, suma fáklædda en á listanum má meðal annars finna leikara, áhrifavalda og stjórnmálamenn. „Ósmekklegt með öllu, stilla upp fólki á nærfötunum, það sett í kynferðislegt samhengi og í ofan á lag það listað upp eins og á útsölubæklingi og dreift manna á milli,“ skrifar Ágústa Eva í færslunni. Snærós Sindradóttir, fjölmiðlakona á RÚV, deilir umfjölluninni.Uuu... ég þakka traustið? https://t.co/FQ18rnQvJQ — Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) January 31, 2019 Hún segir vald fjölmiðla mikið en því fylgi einnig ábyrgð og það hafi verið misnotað og notað á annarlegan hátt í umræddri umfjöllun. Þá á hún bágt með að trúa því að svona hugsun viðgangist enn í dag. „Tilgangurinn er ofar mínum skilning. Það virðist sem "blaðamaður" hafi verið í einhverskonar annarlegu ástandi við þessi skrif eða jafnvel lyfjaður, trúi ekki að svona hugsun og yfirlýsingar séu viðteknar eða eðlilegar á okkar tímum.“ Athygli vekur að umfjöllunin er tæplega fjögurra ára gömul en DV endurbirti hana á dögunum. Ágústa Eva deildi sjálf umfjölluninni í júlí árið 2015 en linkurinn á hana er óvirkur.Fréttin var uppfærð þegar í ljós kom að umfjöllunin var frá því í júlí 2015 en DV endurbirti á dögunum. Fjölmiðlar Kynlíf Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir tjáir sig á Facebook-síðu sinni um umfjöllun DV þar sem endurbirtur var tæplega fjögurra ára gamall listi yfir „eftirsóttustu bólfélaga Íslands.“ Umfjöllunin vakti mikla athygli en Ágústa Eva var þar efst á lista. „Rauðhærð, glæsileg og sterk eins og Lína langsokkur. Bæði karlar og konur nefndu hana oftar en nokkra aðra konu sem komst á blað. Ágústa vinnur slaginn og er eftirsóttasti kvenkyns bólfélagi Íslands,“ stóð við mynd af Ágústu Evu sem er allt annað en sátt við skrifin. Á myndinni sem fylgir umfjöllun DV má sjá marga þekkta einstaklinga, suma fáklædda en á listanum má meðal annars finna leikara, áhrifavalda og stjórnmálamenn. „Ósmekklegt með öllu, stilla upp fólki á nærfötunum, það sett í kynferðislegt samhengi og í ofan á lag það listað upp eins og á útsölubæklingi og dreift manna á milli,“ skrifar Ágústa Eva í færslunni. Snærós Sindradóttir, fjölmiðlakona á RÚV, deilir umfjölluninni.Uuu... ég þakka traustið? https://t.co/FQ18rnQvJQ — Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) January 31, 2019 Hún segir vald fjölmiðla mikið en því fylgi einnig ábyrgð og það hafi verið misnotað og notað á annarlegan hátt í umræddri umfjöllun. Þá á hún bágt með að trúa því að svona hugsun viðgangist enn í dag. „Tilgangurinn er ofar mínum skilning. Það virðist sem "blaðamaður" hafi verið í einhverskonar annarlegu ástandi við þessi skrif eða jafnvel lyfjaður, trúi ekki að svona hugsun og yfirlýsingar séu viðteknar eða eðlilegar á okkar tímum.“ Athygli vekur að umfjöllunin er tæplega fjögurra ára gömul en DV endurbirti hana á dögunum. Ágústa Eva deildi sjálf umfjölluninni í júlí árið 2015 en linkurinn á hana er óvirkur.Fréttin var uppfærð þegar í ljós kom að umfjöllunin var frá því í júlí 2015 en DV endurbirti á dögunum.
Fjölmiðlar Kynlíf Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira