Eigendur Toyota á Íslandi kaupa þrotabú Bílanausts Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 1. febrúar 2019 15:13 Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, á helmingshlut í Motormax ásamt eiginkonu sinni. Fréttablaðið/GVA Eigendur Toyota á Íslandi hafa í gegnum fyrirtækið Motormax fest kaup á þrotabúi Bílanausts ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Toyota en þar segir að Motormax muni fljótlega hefja rekstur Bílanausts á ný eftir að endurskipulagningu rekstrar fyrirtækisins séð lokið og gengið hefur verið frá ráðningu starfsfólks. Nýir eigendur vilji tryggja að Bílanaust geti áfram boðið breitt úrval af varahlutum og rekstrarvörum fyrir bíla og veitt viðskiptavinum góða þjónustu. Motormax er að fullu í eigu UK fjárfestinga ehf, móðurfélags Toyota á Íslandi. UK fjárfestingar ehf er í eigu fjögurra aðila sem hvert um sig á 25 prósenta hlut. Úlfar Steindórsson og Jóna Ósk Pétursdóttir, í gegnum hlutafélagið JÚ ehf, og Þórunn Sigurðardóttir og Kristján Þorbergsson í gegnum ÞK fjárfestingar ehf. Úlfar er forstjóri Toyota á Íslandi en þeir Kristján keyptu meirihluta í bílafyrirtækinu árið 2011.Ein af verslunum Bílanaust. Vísir/VilhelmÁformað er að reka verslanir Bílanausts í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Selfossi áfram og stefnt er að opnun verslananna á Akureyri og Egilsstöðum síðar.Á heimasíðu Motormax segir að fyrirtækið sé innflutnings- og söluaðili fyrir kerrur, dráttarbeisli og varahluti. Það bjóði upp á breitt úrval varahluta í flesta bíla, sem og aukahluti s.s. húdd- og gluggavindhlífar. Auk þess sé fyrirtækið innflutnings- og söluaðili fyrir Westfalia dráttarbeisli og Brenderup kerrur. Bílanaust var stofnað árið 1962. Rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega undanfarin ár og nam uppsafnað tap áranna 2012 til 2017 300 milljónum króna. Fréttablaðið greindi frá því í haust að stjórnendur Bílanausts ættu í viðræðum við viðskiptabanka Bílanausts þar sem félagið uppfyllti ekki ákvæði lánasamninga. Fór svo að starfsmönnum var tilkynnt um yfirvofandi lokun og gjaldþrot Bílanausts þann 9. janúar. Félagið Efstastund hélt utan um eignarhaldið í Bílanaust. Stærsti hluthafinn er hið erlenda Coldrock Investments limited sem á 43,55 prósent hlut í Efstasundi. Þau Guðný Edda Gísladóttir, Gunnar Þór Gíslason, Eggert Árni Gíslason og framkvæmdastjórinn Halldór Páll Gíslason eiga hvert um sig 9,11 prósent í Efstasundi, en félagið keypti Bílanaust árið 2013. Bílar Neytendur Tengdar fréttir Lokað en ekki vegna breytinga Óvissa er um framtíð Bílanausts og stefnir félagið að óbreyttu í gjaldþrot. Rekstur félagsins, sem á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, hefur gengið illa um nokkurt skeið. Viðskiptabanki Bílanausts ákvað í gær að ganga að veðum sínum í félaginu fremur en að samþykkja tillögu núverandi hluthafa Bílanausts um skuldauppgjör. 9. janúar 2019 18:00 Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Eigendur Toyota á Íslandi hafa í gegnum fyrirtækið Motormax fest kaup á þrotabúi Bílanausts ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Toyota en þar segir að Motormax muni fljótlega hefja rekstur Bílanausts á ný eftir að endurskipulagningu rekstrar fyrirtækisins séð lokið og gengið hefur verið frá ráðningu starfsfólks. Nýir eigendur vilji tryggja að Bílanaust geti áfram boðið breitt úrval af varahlutum og rekstrarvörum fyrir bíla og veitt viðskiptavinum góða þjónustu. Motormax er að fullu í eigu UK fjárfestinga ehf, móðurfélags Toyota á Íslandi. UK fjárfestingar ehf er í eigu fjögurra aðila sem hvert um sig á 25 prósenta hlut. Úlfar Steindórsson og Jóna Ósk Pétursdóttir, í gegnum hlutafélagið JÚ ehf, og Þórunn Sigurðardóttir og Kristján Þorbergsson í gegnum ÞK fjárfestingar ehf. Úlfar er forstjóri Toyota á Íslandi en þeir Kristján keyptu meirihluta í bílafyrirtækinu árið 2011.Ein af verslunum Bílanaust. Vísir/VilhelmÁformað er að reka verslanir Bílanausts í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Selfossi áfram og stefnt er að opnun verslananna á Akureyri og Egilsstöðum síðar.Á heimasíðu Motormax segir að fyrirtækið sé innflutnings- og söluaðili fyrir kerrur, dráttarbeisli og varahluti. Það bjóði upp á breitt úrval varahluta í flesta bíla, sem og aukahluti s.s. húdd- og gluggavindhlífar. Auk þess sé fyrirtækið innflutnings- og söluaðili fyrir Westfalia dráttarbeisli og Brenderup kerrur. Bílanaust var stofnað árið 1962. Rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega undanfarin ár og nam uppsafnað tap áranna 2012 til 2017 300 milljónum króna. Fréttablaðið greindi frá því í haust að stjórnendur Bílanausts ættu í viðræðum við viðskiptabanka Bílanausts þar sem félagið uppfyllti ekki ákvæði lánasamninga. Fór svo að starfsmönnum var tilkynnt um yfirvofandi lokun og gjaldþrot Bílanausts þann 9. janúar. Félagið Efstastund hélt utan um eignarhaldið í Bílanaust. Stærsti hluthafinn er hið erlenda Coldrock Investments limited sem á 43,55 prósent hlut í Efstasundi. Þau Guðný Edda Gísladóttir, Gunnar Þór Gíslason, Eggert Árni Gíslason og framkvæmdastjórinn Halldór Páll Gíslason eiga hvert um sig 9,11 prósent í Efstasundi, en félagið keypti Bílanaust árið 2013.
Bílar Neytendur Tengdar fréttir Lokað en ekki vegna breytinga Óvissa er um framtíð Bílanausts og stefnir félagið að óbreyttu í gjaldþrot. Rekstur félagsins, sem á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, hefur gengið illa um nokkurt skeið. Viðskiptabanki Bílanausts ákvað í gær að ganga að veðum sínum í félaginu fremur en að samþykkja tillögu núverandi hluthafa Bílanausts um skuldauppgjör. 9. janúar 2019 18:00 Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Lokað en ekki vegna breytinga Óvissa er um framtíð Bílanausts og stefnir félagið að óbreyttu í gjaldþrot. Rekstur félagsins, sem á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, hefur gengið illa um nokkurt skeið. Viðskiptabanki Bílanausts ákvað í gær að ganga að veðum sínum í félaginu fremur en að samþykkja tillögu núverandi hluthafa Bílanausts um skuldauppgjör. 9. janúar 2019 18:00
Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06