Skrifaði um stuðningsmenn Liverpool og Knattspyrnufélagið Þrótt í Guardian Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 11:30 Lukkudýr Liverpool. Getty/Robbie Jay Barratt Var íslenskt knattspyrnufélag virkilega á milli tannanna á Liverpool fólki í Kop stúkunni á Anfield í vikunni eða hvað er í gangi í athyglisverðri grein í Guardian. Er Liverpool liðið að fara á taugum? Það er stóra spurningin í ensku úrvalsdeildinni eftir að lærisveinum Jürgen Klopp mistókst að ná sjö stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í leiknum á móti Leicester City á Anfield á miðvikudagskvöldið. Liverpool liðið virkaði stressað og ólíkt sjálfu sér stærsta hluta leiksins og taugaspennan var eflaust enn meiri meðal stuðningsmanna liðsins í stúkunni.Í grein Paul Doyle um Liverpool og þennan Leicester leik þá kemur Knattspyrnufélagið Þróttur við sögu. „Eins og þekkt er þá eru stuðningsmenn Liverpool meðal þeirra fróðustu um knattspyrnusöguna sem er ástæðan fyrir því að þá mátti næstum því heyra klið í Kop-stúkunni um „Knattspyrnufélagið Þrótt“ á meðan taugar þeirra voru þandar leiknum á móti Leicester á miðvikudaginn,“ skrifaði Paul Doyle í byrjun greinar sinnar.In today's Fiver: Liverpool, transfer lines and a very Special wedding message https://t.co/UckFnTvzMX — Guardian sport (@guardian_sport) January 31, 2019 Hann hélt svo áfram og útskýrði mál sitt betur: „Flestir sem heyrðu þetta og voru eflaust að hugsa hvað „Þróttur FC“ væri en það er nafn liðsins sem árið 2003 var á toppi íslensku deildarinnar um mitt mót en féll síðan úr deildinni um haustið“ skrifaði Doyle. Paul Doyle segir Liverpool nú ólíklegt til að upplifa þannig örlög enda 42 stigum á undan Cardiff. Hann bendir líka á orð hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk sem ráðlagði stuðningsmönnum Liverpool að slaka bara aðeins á og vera rólegir. Þeir þurfi að vera þolinmóðir. Þróttur var í 1. sæti íslensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Fram í 9. umferð 9. júlí 2003. Liðið var með tveimur stigum meira en Fylkir og fjórum stigum meira en KR. Þróttur fékk hins vegar aðeins fjögur stig samtals í síðustu níu leikjum sínum á þessu Íslandsmóti fyrir fimmtán árum og féll síðan á markatölu um haustið. KR varð Íslandsmeistari en liðið fékk 19 stig í síðustu níu leikjunum eða fimmtán stigum meira en Þróttur. Það má lesa þessa fróðlegu grein hér. Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Var íslenskt knattspyrnufélag virkilega á milli tannanna á Liverpool fólki í Kop stúkunni á Anfield í vikunni eða hvað er í gangi í athyglisverðri grein í Guardian. Er Liverpool liðið að fara á taugum? Það er stóra spurningin í ensku úrvalsdeildinni eftir að lærisveinum Jürgen Klopp mistókst að ná sjö stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í leiknum á móti Leicester City á Anfield á miðvikudagskvöldið. Liverpool liðið virkaði stressað og ólíkt sjálfu sér stærsta hluta leiksins og taugaspennan var eflaust enn meiri meðal stuðningsmanna liðsins í stúkunni.Í grein Paul Doyle um Liverpool og þennan Leicester leik þá kemur Knattspyrnufélagið Þróttur við sögu. „Eins og þekkt er þá eru stuðningsmenn Liverpool meðal þeirra fróðustu um knattspyrnusöguna sem er ástæðan fyrir því að þá mátti næstum því heyra klið í Kop-stúkunni um „Knattspyrnufélagið Þrótt“ á meðan taugar þeirra voru þandar leiknum á móti Leicester á miðvikudaginn,“ skrifaði Paul Doyle í byrjun greinar sinnar.In today's Fiver: Liverpool, transfer lines and a very Special wedding message https://t.co/UckFnTvzMX — Guardian sport (@guardian_sport) January 31, 2019 Hann hélt svo áfram og útskýrði mál sitt betur: „Flestir sem heyrðu þetta og voru eflaust að hugsa hvað „Þróttur FC“ væri en það er nafn liðsins sem árið 2003 var á toppi íslensku deildarinnar um mitt mót en féll síðan úr deildinni um haustið“ skrifaði Doyle. Paul Doyle segir Liverpool nú ólíklegt til að upplifa þannig örlög enda 42 stigum á undan Cardiff. Hann bendir líka á orð hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk sem ráðlagði stuðningsmönnum Liverpool að slaka bara aðeins á og vera rólegir. Þeir þurfi að vera þolinmóðir. Þróttur var í 1. sæti íslensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Fram í 9. umferð 9. júlí 2003. Liðið var með tveimur stigum meira en Fylkir og fjórum stigum meira en KR. Þróttur fékk hins vegar aðeins fjögur stig samtals í síðustu níu leikjum sínum á þessu Íslandsmóti fyrir fimmtán árum og féll síðan á markatölu um haustið. KR varð Íslandsmeistari en liðið fékk 19 stig í síðustu níu leikjunum eða fimmtán stigum meira en Þróttur. Það má lesa þessa fróðlegu grein hér.
Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira