Líklegt að fjölmörg ríki kæri neyðarástand Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2019 15:34 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Dómsmálaráðherra Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna segir að fjölmörg ríki þar í landi muni taka þátt í lögsókn Kaliforníu vegna neyðarástandsins sem Donald Trump lýsti yfir á dögunum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Xavier Becerra lýsti því yfir í gær að lögsóknin væri væntanleg og verður hún þá væntanlega ein af fjölmörgum sem Trump og ríkisstjórn hans munu þurfu að glíma við vegna neyðarástandsins. Eftir að ljóst var að forsetinn myndi ekki fá það fjármagn sem hann hafði krafist frá þinginu til að reisa múr eða girðingu á landamærunum nýtti hann sér ákvæði í lögum sem gerir honum kleift að sækja fjármagn í tilfell neyðarástands. Afar umdeilt er hvort að lögin eigi við um í þessu tilfelli og segja Demókratar að ákvörðunin sé brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna Becerra sagði að Nýja-Mexíkó, Oregon, Minnesóta, New Jersey, Hawaí og Connecticut væri á meðal þeirra ríkja sem myndu kæra alríkisstjórnina vegna neyðarástandsins. Sagði hann ástæðu lögsóknar ríkjanna vera þá að þau vildu ekki eiga á hættu að fjármagn sem væri eyrnamerkt þeim yrði fært til byggingar múrsins. Þá sé það mat Kaliforníu að Trump viti að hann muni tapa málinu fyrir dómstólum og hans eina von sé Hæstiréttur Bandaríkjanna sem hallar sér í íhaldssama átt eftir að tvær síðustu skipanir í dómstólinn, báðar á vegum Trump. Líklegt þykir að ef fulltrúadeild Bandaríkjaþings muni ekki samþykkja neyðarástandstilskipun Trump muni hann beita neitunarvaldi sínu. Það yrði í fyrsta sinn frá því að hann tók við embætti árið 2017 sem hann myndi beita neitunarvaldinu. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 14. febrúar 2019 21:32 Ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi Stephen Miller, ráðgjafi Trump, segir að ef þingið samþykki frumvarp til að stöðva neyðarástand Trumps muni hann verja það með kjafti og klóm. 17. febrúar 2019 16:17 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Dómsmálaráðherra Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna segir að fjölmörg ríki þar í landi muni taka þátt í lögsókn Kaliforníu vegna neyðarástandsins sem Donald Trump lýsti yfir á dögunum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Xavier Becerra lýsti því yfir í gær að lögsóknin væri væntanleg og verður hún þá væntanlega ein af fjölmörgum sem Trump og ríkisstjórn hans munu þurfu að glíma við vegna neyðarástandsins. Eftir að ljóst var að forsetinn myndi ekki fá það fjármagn sem hann hafði krafist frá þinginu til að reisa múr eða girðingu á landamærunum nýtti hann sér ákvæði í lögum sem gerir honum kleift að sækja fjármagn í tilfell neyðarástands. Afar umdeilt er hvort að lögin eigi við um í þessu tilfelli og segja Demókratar að ákvörðunin sé brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna Becerra sagði að Nýja-Mexíkó, Oregon, Minnesóta, New Jersey, Hawaí og Connecticut væri á meðal þeirra ríkja sem myndu kæra alríkisstjórnina vegna neyðarástandsins. Sagði hann ástæðu lögsóknar ríkjanna vera þá að þau vildu ekki eiga á hættu að fjármagn sem væri eyrnamerkt þeim yrði fært til byggingar múrsins. Þá sé það mat Kaliforníu að Trump viti að hann muni tapa málinu fyrir dómstólum og hans eina von sé Hæstiréttur Bandaríkjanna sem hallar sér í íhaldssama átt eftir að tvær síðustu skipanir í dómstólinn, báðar á vegum Trump. Líklegt þykir að ef fulltrúadeild Bandaríkjaþings muni ekki samþykkja neyðarástandstilskipun Trump muni hann beita neitunarvaldi sínu. Það yrði í fyrsta sinn frá því að hann tók við embætti árið 2017 sem hann myndi beita neitunarvaldinu.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 14. febrúar 2019 21:32 Ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi Stephen Miller, ráðgjafi Trump, segir að ef þingið samþykki frumvarp til að stöðva neyðarástand Trumps muni hann verja það með kjafti og klóm. 17. febrúar 2019 16:17 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 14. febrúar 2019 21:32
Ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi Stephen Miller, ráðgjafi Trump, segir að ef þingið samþykki frumvarp til að stöðva neyðarástand Trumps muni hann verja það með kjafti og klóm. 17. febrúar 2019 16:17