Elín Metta opnar sig um dauða föður síns: „Þetta var erfiðasti tíminn í mínu lífi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. febrúar 2019 14:15 Elín Metta Jensen opnar sig um dauðsfall föður síns í hlaðvarpinu. vísir/eyjólfur Elín Metta Jensen, leikmaður Vals í Pepsi-deild kvenna í fótbolta og landsliðskona, fór um víðan völl í hlaðvarpsþættinum Þegar ég verð stór sem þær Vaka Njálsdóttir og Vala Rún Magnúsdóttir sjá um á Útvarpi 101. Þar rekur þessi ótrúlega hæfileikaríka stúlka feril sinn innan sem utan vallar en samhliða því að vera landsliðsframherji er hún í krefjandi læknisnámi sem hún komst í eftir að taka inntökuprófið öðru sinni og enda þar efst á blaði. Elín Metta er aðeins 23 ára gömul en búin að spila með meistaraflokki Vals frá árinu 2010. Hún fór í Florida State-háskólann í Bandaríkjunum árið 2015 en kláraði aldrei þar vegna þess að faðir hennar veiktist. Það varð til þess að framtíðaráform Elínar breyttust. „Ég áttaði mig á því að mig langaði í læknisfræðina og svo veiktist pabbi minn um haustið [2015] þegar að ég fór út. Það hafði áhrif á alla upplifun mína á þessu ferli þegar að pabbi greindist með krabbamein. Það hafði meiri áhrif á mig en ég gerði mér grein fyrir strax,“ segir Elín Metta um veikindi föður síns heitins, Markúsar E. Jensen.Elín Metta kom heim til að vera með veikum föður sínum.vísir/vilhelmSátt við ákvörðunina Þegar að Elín Metta kom heim kviknaði áhuginn á læknisfræðinni enn frekar en veikindin og þessir draumar um að verða læknir fengu hana til að koma aftur heim til Íslands. Hún fór aftur út sumarið 2016 en kom snemma heim aftur. „Ég hafði miklar áhyggjur af pabba á þessum tíma og sá ekki fram á að vera áfram í Bandaríkjunum. Ég þurfti þá að taka erfiða ákvörðun og velta því fyrir mér hvort skipti mig meira máli að vera þarna úti eða að eyða nokkrum mánuðum með pabba því hann var orðinn mjög veikur,“ segir Elín Metta sem valdi síðari kostinn. „Ég var ótrúlega sátt við þá ákvörðun að koma heim. Ég sá aldrei eftir því. Svo tók bara annað við. Læknisfræðidraumurinn var orðinn áþreifanlegri og þá gat ég eibeitt mér að því.“ Aðeins nokkrum mánuðum eftir að Elín Metta kom heim féll faðir hennar frá í desember 2016. Hún hafði þá náð að eyða síðustu mánuðunum með Markúsi. „Ég er ótrúlega ánægð að hafa náð þessum tíma með honum. Ég þurfti bara að finna það hjá sjálfri mér að koma heim og eyða tíma með honum. Þetta var mjög erfiður tími, örugglega sá erfiðasti í mínu lífi, en eftir á að hyggja var þetta mjög góð ákvörðun,“ segir Elín Metta.Elín Metta raðar inn mörkum fyrir Val og er fastamaður í landsliðinu.vísir/vilhelmPabbi alltaf til staðar Markús fylgdi dóttur sinni nánast frá fyrstu æfingu til hinnar síðustu og gerði allt sem hann gat til að hjálpa henni áfram á ferlinum. Stundum vildi sá gamli meira að segja gera aðeins of mikið og skipta sér aðeins of mikið af. „Hann studdi mig frá því ég byrjaði í fótbolta og var alltaf til staðar. Við gátum alltaf talað um fótbolta og það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Ég er honum ótrúlega þakklát fyrir það. Mér fannst hann stundum skipta sér aðeins of mikið af en hann kúplaði sig niður þegar að ég bað hann um að slaka aðeins á,“ segir Elín Metta og hlær við. „Ég er virkilega ánægð með hvað hann nennti því að fylgja mér út um allt og keyra mig á allar æfingar. Ég held að það hafi hjálpað mér mjög mikið. Það var líka kannski þess vegna sem mér fannst allt í lagi að vera að færa fórnir í menntaskóla því ég var valin upp við það að mæta og reyna að standa mig vel,“ segir hún. Framherjinn magnaði ákvað að kýla á læknisfræðidrauminn og tók inntökuprófið fyrir námið 2017. „Ég tók inntökuprófið tvisvar. Ég komst ekki inn í fyrra skiptið og þá hugsaði ég mig um hvort ég ætti að reyna aftur en ég fann að mig langaði þetta svo mikið,“ segir Elín Metta.Elín Metta hóf nýtt ár með því að skora tvö mörk á móti Skotlandi í æfingaleik.vísir/gettyBest í annarri tilraun „Ég byrjaði svolítið seint að læra fyrir prófið og var enn í sorg. Það var ágætis leið fyrir mig að takast á við sorgina með þessu. Ég veit ekki hversu vel ég náði að einbeita mér á tímum en ég lenti í 70. sæti þegar að 40 komust inn.“ „Mér fannst raunhæfur möguleiki að komast inn í annarri tilraun þegar að ég sá hvernig mér gekk í fyrra skiptið,“ segir Elín Metta Jensen. Til að gera langa sögu stutta fór Elín Metta úr 70. sæti í það fyrsta á milli ári og flaug inn í læknisfræðina. „Ég þurfti að fórna öðru. Ég var svolítið mikið í fótboltanum og að læra fyrir þetta próf þannig að það komst ekki mikið annað að. Þetta tók alveg á, ég verð að viðurkenna það,“ sagði Elín Metta í viðtali við Vísi um tímamótin síðasta haust. Hér að neðan má heyra allt hlaðvarpið með Elínu Mettu Jensen. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Markadrottningin efst í inntökuprófinu fyrir læknisfræðina: „Þetta er algjör draumur“ Elín Metta Jensen, landsliðskona í knattspyrnu, gerði sér lítið fyrir og var efst í inntökuprófinu í læknisfræði við Háskóla Íslans og er því á leið í læknisnám. 5. júlí 2018 09:00 Sjáðu mörkin hjá Elínu Mettu sem afgreiddu Skota Elín Metta Jensen, framherji Vals, skoraði bæði mörk Íslands er liðið vann 2-1 sigur á Skotum í vináttulandsleik á La Manga í dag. 21. janúar 2019 23:15 Tvö mörk frá Elínu Mettu í draumabyrjun nýja þjálfarans Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. 21. janúar 2019 16:56 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Elín Metta Jensen, leikmaður Vals í Pepsi-deild kvenna í fótbolta og landsliðskona, fór um víðan völl í hlaðvarpsþættinum Þegar ég verð stór sem þær Vaka Njálsdóttir og Vala Rún Magnúsdóttir sjá um á Útvarpi 101. Þar rekur þessi ótrúlega hæfileikaríka stúlka feril sinn innan sem utan vallar en samhliða því að vera landsliðsframherji er hún í krefjandi læknisnámi sem hún komst í eftir að taka inntökuprófið öðru sinni og enda þar efst á blaði. Elín Metta er aðeins 23 ára gömul en búin að spila með meistaraflokki Vals frá árinu 2010. Hún fór í Florida State-háskólann í Bandaríkjunum árið 2015 en kláraði aldrei þar vegna þess að faðir hennar veiktist. Það varð til þess að framtíðaráform Elínar breyttust. „Ég áttaði mig á því að mig langaði í læknisfræðina og svo veiktist pabbi minn um haustið [2015] þegar að ég fór út. Það hafði áhrif á alla upplifun mína á þessu ferli þegar að pabbi greindist með krabbamein. Það hafði meiri áhrif á mig en ég gerði mér grein fyrir strax,“ segir Elín Metta um veikindi föður síns heitins, Markúsar E. Jensen.Elín Metta kom heim til að vera með veikum föður sínum.vísir/vilhelmSátt við ákvörðunina Þegar að Elín Metta kom heim kviknaði áhuginn á læknisfræðinni enn frekar en veikindin og þessir draumar um að verða læknir fengu hana til að koma aftur heim til Íslands. Hún fór aftur út sumarið 2016 en kom snemma heim aftur. „Ég hafði miklar áhyggjur af pabba á þessum tíma og sá ekki fram á að vera áfram í Bandaríkjunum. Ég þurfti þá að taka erfiða ákvörðun og velta því fyrir mér hvort skipti mig meira máli að vera þarna úti eða að eyða nokkrum mánuðum með pabba því hann var orðinn mjög veikur,“ segir Elín Metta sem valdi síðari kostinn. „Ég var ótrúlega sátt við þá ákvörðun að koma heim. Ég sá aldrei eftir því. Svo tók bara annað við. Læknisfræðidraumurinn var orðinn áþreifanlegri og þá gat ég eibeitt mér að því.“ Aðeins nokkrum mánuðum eftir að Elín Metta kom heim féll faðir hennar frá í desember 2016. Hún hafði þá náð að eyða síðustu mánuðunum með Markúsi. „Ég er ótrúlega ánægð að hafa náð þessum tíma með honum. Ég þurfti bara að finna það hjá sjálfri mér að koma heim og eyða tíma með honum. Þetta var mjög erfiður tími, örugglega sá erfiðasti í mínu lífi, en eftir á að hyggja var þetta mjög góð ákvörðun,“ segir Elín Metta.Elín Metta raðar inn mörkum fyrir Val og er fastamaður í landsliðinu.vísir/vilhelmPabbi alltaf til staðar Markús fylgdi dóttur sinni nánast frá fyrstu æfingu til hinnar síðustu og gerði allt sem hann gat til að hjálpa henni áfram á ferlinum. Stundum vildi sá gamli meira að segja gera aðeins of mikið og skipta sér aðeins of mikið af. „Hann studdi mig frá því ég byrjaði í fótbolta og var alltaf til staðar. Við gátum alltaf talað um fótbolta og það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Ég er honum ótrúlega þakklát fyrir það. Mér fannst hann stundum skipta sér aðeins of mikið af en hann kúplaði sig niður þegar að ég bað hann um að slaka aðeins á,“ segir Elín Metta og hlær við. „Ég er virkilega ánægð með hvað hann nennti því að fylgja mér út um allt og keyra mig á allar æfingar. Ég held að það hafi hjálpað mér mjög mikið. Það var líka kannski þess vegna sem mér fannst allt í lagi að vera að færa fórnir í menntaskóla því ég var valin upp við það að mæta og reyna að standa mig vel,“ segir hún. Framherjinn magnaði ákvað að kýla á læknisfræðidrauminn og tók inntökuprófið fyrir námið 2017. „Ég tók inntökuprófið tvisvar. Ég komst ekki inn í fyrra skiptið og þá hugsaði ég mig um hvort ég ætti að reyna aftur en ég fann að mig langaði þetta svo mikið,“ segir Elín Metta.Elín Metta hóf nýtt ár með því að skora tvö mörk á móti Skotlandi í æfingaleik.vísir/gettyBest í annarri tilraun „Ég byrjaði svolítið seint að læra fyrir prófið og var enn í sorg. Það var ágætis leið fyrir mig að takast á við sorgina með þessu. Ég veit ekki hversu vel ég náði að einbeita mér á tímum en ég lenti í 70. sæti þegar að 40 komust inn.“ „Mér fannst raunhæfur möguleiki að komast inn í annarri tilraun þegar að ég sá hvernig mér gekk í fyrra skiptið,“ segir Elín Metta Jensen. Til að gera langa sögu stutta fór Elín Metta úr 70. sæti í það fyrsta á milli ári og flaug inn í læknisfræðina. „Ég þurfti að fórna öðru. Ég var svolítið mikið í fótboltanum og að læra fyrir þetta próf þannig að það komst ekki mikið annað að. Þetta tók alveg á, ég verð að viðurkenna það,“ sagði Elín Metta í viðtali við Vísi um tímamótin síðasta haust. Hér að neðan má heyra allt hlaðvarpið með Elínu Mettu Jensen.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Markadrottningin efst í inntökuprófinu fyrir læknisfræðina: „Þetta er algjör draumur“ Elín Metta Jensen, landsliðskona í knattspyrnu, gerði sér lítið fyrir og var efst í inntökuprófinu í læknisfræði við Háskóla Íslans og er því á leið í læknisnám. 5. júlí 2018 09:00 Sjáðu mörkin hjá Elínu Mettu sem afgreiddu Skota Elín Metta Jensen, framherji Vals, skoraði bæði mörk Íslands er liðið vann 2-1 sigur á Skotum í vináttulandsleik á La Manga í dag. 21. janúar 2019 23:15 Tvö mörk frá Elínu Mettu í draumabyrjun nýja þjálfarans Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. 21. janúar 2019 16:56 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Markadrottningin efst í inntökuprófinu fyrir læknisfræðina: „Þetta er algjör draumur“ Elín Metta Jensen, landsliðskona í knattspyrnu, gerði sér lítið fyrir og var efst í inntökuprófinu í læknisfræði við Háskóla Íslans og er því á leið í læknisnám. 5. júlí 2018 09:00
Sjáðu mörkin hjá Elínu Mettu sem afgreiddu Skota Elín Metta Jensen, framherji Vals, skoraði bæði mörk Íslands er liðið vann 2-1 sigur á Skotum í vináttulandsleik á La Manga í dag. 21. janúar 2019 23:15
Tvö mörk frá Elínu Mettu í draumabyrjun nýja þjálfarans Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. 21. janúar 2019 16:56