„Treystum því að ráðherra muni fara að lögum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 12:30 Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns. Vísir/Vilhelm Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag. Hluti garðsins, Fógetagarðurinn svokallaði, er þegar friðlýstur en Minjastofnun ákvað í janúar að skyndifriða hluta Víkurgarðs sem er innan þess reits þar sem hótelið á að rísa. Það er í höndum Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að taka afstöðu til skyndifriðunarinnar og mun ákvörðun hennar liggja fyrir síðar í dag. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir ljóst að það myndi hafa verulegt tjón í för með sér ef ráðherra staðfestir friðlýsinguna. „Eins og komið hefur fram áður mun það valda okkur verulegu fjárhagslegu tjóni og bara í samræmi við minjalög og eins og komið hefur fram áður þá verður það sótt af fullum þunga í ríkissjóð,“ segir Jóhannes. „Þá þurfum við bara að endurmeta stöðuna, við þurfum auðvitað að gera verulegar breytingar á hönnun verkefnisins, við þurfum síðan bara að kanna hver okkar réttarstaða er en ég býst þá bara við að málinu yrði stefnt fyrir dómstóla og myndi þá bara hafa sinn gang þar.“ Hann kveðst þó binda vonir við að ákvörðun ráðherra verði á annan veg. „Þá hefur borgarlögmaður til dæmis bent á að ákvörðunin yrði ólögmæt og ekki í samræmi við minjalög. Þannig að við bara treystum því að ráðherra muni fara að lögum, það er það eina sem við getum í sjálfu sér vonað,“ segir Jóhannes. Lindarvatn lét gera könnun meðal landsmanna um hvort þeir kysu frekar að styðja við uppbyggingaráform í samræmi við deiliskipulagstillögu Reykjavíkurborgar eða tillögu minjastofnunar um friðlýsingu. Jóhannes segir niðurstöðurnar hafa verið afdráttarlausar. „Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna styðja frekar áform í samræmi við deiliskipulag Reykjavíkurborgar og 85% Rekvíkinga raunar, þannig að vilji almennings er nokkuð skýr.“ Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag. Hluti garðsins, Fógetagarðurinn svokallaði, er þegar friðlýstur en Minjastofnun ákvað í janúar að skyndifriða hluta Víkurgarðs sem er innan þess reits þar sem hótelið á að rísa. Það er í höndum Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að taka afstöðu til skyndifriðunarinnar og mun ákvörðun hennar liggja fyrir síðar í dag. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir ljóst að það myndi hafa verulegt tjón í för með sér ef ráðherra staðfestir friðlýsinguna. „Eins og komið hefur fram áður mun það valda okkur verulegu fjárhagslegu tjóni og bara í samræmi við minjalög og eins og komið hefur fram áður þá verður það sótt af fullum þunga í ríkissjóð,“ segir Jóhannes. „Þá þurfum við bara að endurmeta stöðuna, við þurfum auðvitað að gera verulegar breytingar á hönnun verkefnisins, við þurfum síðan bara að kanna hver okkar réttarstaða er en ég býst þá bara við að málinu yrði stefnt fyrir dómstóla og myndi þá bara hafa sinn gang þar.“ Hann kveðst þó binda vonir við að ákvörðun ráðherra verði á annan veg. „Þá hefur borgarlögmaður til dæmis bent á að ákvörðunin yrði ólögmæt og ekki í samræmi við minjalög. Þannig að við bara treystum því að ráðherra muni fara að lögum, það er það eina sem við getum í sjálfu sér vonað,“ segir Jóhannes. Lindarvatn lét gera könnun meðal landsmanna um hvort þeir kysu frekar að styðja við uppbyggingaráform í samræmi við deiliskipulagstillögu Reykjavíkurborgar eða tillögu minjastofnunar um friðlýsingu. Jóhannes segir niðurstöðurnar hafa verið afdráttarlausar. „Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna styðja frekar áform í samræmi við deiliskipulag Reykjavíkurborgar og 85% Rekvíkinga raunar, þannig að vilji almennings er nokkuð skýr.“
Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?