Fylkir og Þróttur gerðu jafntefli í fyrsta leik beggja liða í Lengjubikarnum í dag.
Bæði mörk leiksins voru skoruð af Fylkismönnum en Daði Ólafsson skoraði sjálfsmark á tuttugustu mínútu og kom Þrótturum yfir.
Í seinni hálfleik jafnaði Hákon Ingi Jónsson metin fyrir Árbæinga og skildu leikar með 1-1 jafntefli.
Liðin spila í riðli 2 í A-deild Lengjubikarsins. KR og Njarðvík eru með þrjú stig eftir að öll lið hafa leikið einn leik á meðan ÍBV og Víkingur Ólafsvík eru án stiga.
