Mikið var fjallað um eitrunina á síðasta ári. Bresk yfirvöld sökuðu rússnesk yfirvöld um verknaðinn en Rússar neita.
Bresk yfirvöld birtu nöfn og myndir tveggja manna sem þau töldu hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans, Júlíu Skripal í mars 2018. Rússlandsstjórn kvað mennina vera óbreytta borgara en ekki útsendara herleyniþjónustunnar GRU, líkt Bretar höfðu haldið fram.
Nokkru seinna voru hjónin Dawn Sturgess og Charlie Rowley lögð inn á spítala en þau reyndust hafa komist í snertingu við Novichok eitrið sem notað var gegn Skripal. Sturgess lést nokkrum dögum eftir að hafa verið lögð inn.
Verkamenn sem vinna við lagfæringu á dómkirkjunni í Salisbury tóku eftir Rússneska fánanum og tóku hann niður.
Fjöldi Breta, þar með taldir þingmenn, hafa sagt atvikið ósmekklegt og segja það vanvirðingu við hina látnu.
Thankfully it has been removed now - what a stupid stunt - mocking the serious events sadly experienced in Salisbury last year https://t.co/eDUBFhuOT4
— John Glen MP (@JohnGlenUK) February 17, 2019
The Russians are back in Salisbury pic.twitter.com/rZEJBXT173
— Dan Condy (@CondyDan) February 17, 2019