Erlent

Fórst þegar aurskriða skall á hús í Þrændalögum

Atli Ísleifsson skrifar
Aurskriðan sjálf var um sjötíu metra löng og þrjátíu metra breið.
Aurskriðan sjálf var um sjötíu metra löng og þrjátíu metra breið. Getty
Einn maður fórst þegar aurskriða skall á íbúðarhús í Orkdal í Þrændalögum í Noregi síðdegis í dag.

Talsmaður norsku lögreglunnar segir að tveir hafi verið í húsinu þegar aurskriðan féll. „Einum tókst að komast út og gera lögreglu viðvart,“ segir Kamilla Engen hjá lögreglunni í Þrændalögum í samtali við NRK.

Björgunarlið leitaði þess sem saknað var með aðstoð leitarhunda en mikið magn aurs þakti stór svæði í húsinu. Eftir nokkurra tíma leit var tilkynnt að lík manneskjunnar sem hafði verið saknað hafði fundist.

Aurskriðan sjálf var um sjötíu metra löng og þrjátíu metra breið og færðist húsið úr stað niður hlíðina þar sem það var staðsett.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×