AC Milan vann sterkan útisigur á Atalanta í ítölsku Seria A deildinni í fótbolta í kvöld.
Fyrir leikinn voru liðin í 4. og 5. sæti deildarinnar, AC var með eins stigs forskot á Atalanta.
Það voru heimamenn sem byrjuðu betur þegar Remo Freuler kom þeim yfir á 33. mínútu. Krzysztof Piatek jafnaði hins vegar metin fyrir gestina frá Mílanó í uppbótartíma fyrri hálfeiks.
Hakan Calhanoglu kom gestunum yfir snemma í seinni hálfeik og lagði svo upp þriðja markið fyrir Piatek stuttu seinna.
Mörkin þrjú komu úr einu þremur skotum Milan í átt að marki. Atalanta átti fleiri færi en náði ekki að nýta þau og þurfti því að sætta sig við tap.
Milan hafði betur gegn Atalanta
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti

Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti



