Lífið

Ég á mig sjálf með Kristínu Bærendsen einnig í úrslit

Andri Eysteinsson skrifar
Kristína Bærendsen verður meðal þáttakenda í úrslitum Söngvakeppninnar.
Kristína Bærendsen verður meðal þáttakenda í úrslitum Söngvakeppninnar. Mynd/ Mummi Lú
Lag söngkonunnar Kristínu Skoubo Bærendsen, Ég á mig sjálf, var rétt í þessu valið í úrslit af framkvæmdastjórn Söngvakeppni Sjónvarpsins og hlaut því titilinn „Eitt lag enn.“

Lagið er samið af Sveini Rúnari Sigurðssyni og er textinn eftir Svein og Valgeir Magnússon.

Samkvæmt reglum hafði framkvæmdastjórn keppninnar leyfi til að hleypa einu lagi í úrslitin til viðbótar við þau fjögur sem komust beint áfram.

Samkvæmt reglum keppninnar varð að syngja lagið á íslensku í undanúrslitum en í úrslitum er leyfilegt að flytja lagið á hvað tungumáli sem er

Það verða því fimm atriði á úrslitakvöldinu 2. Mars næstkomandi í Laugardalshöll. Lögin sem munu berjast um farseðilinn til Tel Aviv eru:

Hatari – Hatrið mun sigra

Hera Björk – Eitt andartak

Kristína Skoubo Bærendsen – Ég á mig sjálf

Friðrik Ómar – Hvað ef ég get ekki elskað

Tara Mobee – Betri án þín






Fleiri fréttir

Sjá meira


×