Frá þessu greina rússneskir fjölmiðlar en upphaflega var óttast að tugir manna hafi grafist undir í rústunum. Nú er hins vegar talið að enginn hafi farist.
Fjölmiðlar segja að veggir hafi látið undan á svæði þar sem framkvæmdir stóðu yfir og voru því einhverjir verkamenn á staðnum. Sömuleiðis fór fram kennsla í byggingunni og var um áttatíu nemendum við skólann gert að rýma bygginguna.

ITMO-háskólinn er ríkisrekinn háskóli sem sérhæfir sig í kennslu upplýsingatækni og ljóseindatækni.