Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á Gróttu í D-riðli Lengjubikars karla í dag. Brynjólfur Darri Willumsson og Alexander Helgi Sigurðarson skoruðu mörk Blika sem eru komnir með þrjú stig í riðlinum.
Alexander Helgi kom Breiðablik yfir í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 1-0. Töluverð harka var í leiknum, þónokkuð um spjöld og aðstoðarþjálfari Gróttu fékk meðal annars rautt spjald á bekknum.
Brynjólfur Darri kom Blikum síðan í 2-0 í síðari hálfleiknum og Alexander Helgi skoraði sitt annað mark og þriðja mark Blika og tryggði öruggan sigur.
Þetta voru fyrstu leikir liðanna í riðlinum en Keflavík hafði lagt Hauka um síðustu helgi og FH unnið sigur á Víkingum í gærkvöldi.
Góður sigur Blika í Lengjubikarnum
Smári Jökull Jónsson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti



„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn
