Segja tilskipun ESB eyðileggja internetið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. febrúar 2019 07:00 Það styttist í úrslitastundina í tæplega þriggja ára löngu lobbíistastríði um nýja höfundarréttartilskipun sem verið hefur í smíðum í Brussel í tæp þrjú ár. Helstu hagsmunaaðilar á sviði annars vegar höfundarréttar og hins vegar upplýsingamiðlunar í Evrópu, og reyndar heiminum öllum hafa skipst í fylkingar með og á móti tilskipuninni. Annar hópurinn, með tónlistarmenn, kvikmyndaframleiðendur og alla helstu fjölmiðla Evrópu innanborðs, segir tilskipunina nauðsynlega til að stemma stigu við alræði og rányrkju netrisanna Google, YouTube, Facebook og Twitter, sem hagnist gríðarlega á ólöglegum deilingum höfundarvarins efnis, án þess að eigendur efnisins og rétthafar fái nokkuð í sinn hlut. Hinn hópurinn, sem í eru ekki aðeins netrisarnir sjálfir heldur einnig fjölmörg mannréttindasamtök og talsmenn tjáningar- og upplýsingafrelsis, segir að tilskipunin muni binda enda á frjálsa miðlun upplýsinga og breyta internetinu eins og við þekkjum það og jafnvel eyðileggja það alveg. Talsmenn tilskipunarinnar á vettvangi Evrópusambandsins hafa brugðist hart við gagnrýninni og vísa henni á bug sem falsfréttum runnum undan rifjum netrisanna Google, YouTube, Facebook og Twitter. Hugmyndin sé að færa höfundarréttinn inn í 21. öldina og rétta hlut tónlistarmanna, kvikmyndaframleiðenda, fjölmiðla og annarra rétthafa enda raunveruleikinn sá að netrisarnir taki til sín lungann af tekjum þeirra. Tilskipunin verður borin upp til samþykktar í viðeigandi nefnd Evrópuþingsins næsta mánudag og verði hún samþykkt þar fer hún til almennrar atkvæðagreiðslu í Evrópuþinginu annaðhvort seint í mars eða snemma í apríl. Búast má við að stríðandi fylkingar nýti sér nú komandi kosningar til Evrópuþingsins og þrýsti sem aldrei fyrr á þingmenn sem hyggja á endurkjör. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Það styttist í úrslitastundina í tæplega þriggja ára löngu lobbíistastríði um nýja höfundarréttartilskipun sem verið hefur í smíðum í Brussel í tæp þrjú ár. Helstu hagsmunaaðilar á sviði annars vegar höfundarréttar og hins vegar upplýsingamiðlunar í Evrópu, og reyndar heiminum öllum hafa skipst í fylkingar með og á móti tilskipuninni. Annar hópurinn, með tónlistarmenn, kvikmyndaframleiðendur og alla helstu fjölmiðla Evrópu innanborðs, segir tilskipunina nauðsynlega til að stemma stigu við alræði og rányrkju netrisanna Google, YouTube, Facebook og Twitter, sem hagnist gríðarlega á ólöglegum deilingum höfundarvarins efnis, án þess að eigendur efnisins og rétthafar fái nokkuð í sinn hlut. Hinn hópurinn, sem í eru ekki aðeins netrisarnir sjálfir heldur einnig fjölmörg mannréttindasamtök og talsmenn tjáningar- og upplýsingafrelsis, segir að tilskipunin muni binda enda á frjálsa miðlun upplýsinga og breyta internetinu eins og við þekkjum það og jafnvel eyðileggja það alveg. Talsmenn tilskipunarinnar á vettvangi Evrópusambandsins hafa brugðist hart við gagnrýninni og vísa henni á bug sem falsfréttum runnum undan rifjum netrisanna Google, YouTube, Facebook og Twitter. Hugmyndin sé að færa höfundarréttinn inn í 21. öldina og rétta hlut tónlistarmanna, kvikmyndaframleiðenda, fjölmiðla og annarra rétthafa enda raunveruleikinn sá að netrisarnir taki til sín lungann af tekjum þeirra. Tilskipunin verður borin upp til samþykktar í viðeigandi nefnd Evrópuþingsins næsta mánudag og verði hún samþykkt þar fer hún til almennrar atkvæðagreiðslu í Evrópuþinginu annaðhvort seint í mars eða snemma í apríl. Búast má við að stríðandi fylkingar nýti sér nú komandi kosningar til Evrópuþingsins og þrýsti sem aldrei fyrr á þingmenn sem hyggja á endurkjör.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira