Afturelding og FH unnu bæði fyrstu leiki sína í Lengjubikar karla. Afturelding mætti Fram á Framvelli og FH spilaði við Víking í Egilshöll.
FH vann 3-2 sigur á Víkingi. Hafnfirðingar tóku forystuna í fyrri hálfleik þegar Brandur Olsen skoraði en Víkingar náðu að jafna með marki frá Rick Ten Voorde. Jónatan Ingi Jónsson kom FH aftur yfir áður en Halldór Smári Sigurðsson jafnaði á ný.
Sigurmarkið kom svo frá Jakup Thomsen.
Afturelding vann Fram 3-1 í Safamýrinni. Gestirnir komust yfir eftir hálftíma leik en Fram jafnaði skömmu síðar. Í seinni hálfleik skoruðu Mosfellingar tvö mörk og tryggðu sér sigurinn.
