Lífið

Sindri Sindrason setur einbýlishúsið í Skerjafirði á sölu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sindri hefur komið sér einstaklega vel fyrir í Skerjafirðinum.
Sindri hefur komið sér einstaklega vel fyrir í Skerjafirðinum. Myndir/Fasteignaljósmyndun
Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason hefur sett einbýlishús sitt við Baugatanga í Reykjavík á sölu  en um er að ræða 320 fermetra hús sem byggt var árið 1985.

Sindri hefur síðustu ár verið umsjónarmaður Heimsóknarþáttanna á Stöð 2 þar sem hann heimsækir Íslendinga sem eiga smekkleg og falleg hús víðsvegar um landið og þó víðar væri leitað.

Þrjú svefnherbergi eru í húsinu og þrjú baðherbergi. Eignin er á friðsælum stað og stendur húsið á eignarlóð í Skerjafirði við rúmgóðan botnlanga.

Fasteignamat eignarinnar er 136 milljónir en óskað er eftir tilboði. Sindri býr í eigninni ásamt eiginmanni sínum og dóttur.

Hér að neðan má sjá myndir af einbýlinu í Skerjafirði.

Einstaklega glæsilegt hús.
Virkilega skemmtileg setustofa í opnu rými.
Borðstofan er björt og falleg.
Eldhúsið var tekið í gegn fyrir nokkrum árum.
Fallegt hjónaherbergi.
Kósy sjónvarpshol í Skerjafirðinum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×