Að minnsta kosti 34 herþjálfaðir Indverjar fórust þegar skæruliðar í Kasmír-héraði gerðu sprengjuárás á bílalest þeirra í gær. Breska ríkisútvarpið hafði eftir lögreglu á svæðinu að bíll, hlaðinn sprengiefni, hefði keyrt á miklum hraða á einn vagnanna sem ferja áttu hina látnu til borgarinnar Srinagar.
Pakistanska skæruliðahreyfingin Jaish-e Mohammad lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Hún er sú mannskæðasta í héraðinu frá árinu 2002.
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, sagði árásina svívirðilega. „Ég fordæmi þessa árás harkalega. Fórnir öryggissveita okkar verða ekki til einskis. Þjóðin öll styður við bakið á fjölskyldum þessara hugrökku píslarvotta,“ sagði Modi á Twitter.
Modi fordæmir árás í Kasmír
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
