Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2019 21:32 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að lýsa yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum. Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta sagði Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana á öldungadeildinni nú í kvöld og sagðist hann styðja ákvörðun forsetans. Án samkomulagsins leit út fyrir að fjórðungi alríkisstofnanna yrði lokað á nýjan leik á morgun. Trump var þó ekki sáttur við hve miklu fé þingið myndi veita til byggingar múrs á landamærunum. Með því að skrifa undir frumvörpin og lýsa yfir neyðarástandi ætlar Trump sér að sækja meira fé í neyðarsjóði herafla Bandaríkjanna, sem er að mestu ætlað til að bregðast við hamförum og reisa varnarvirki. Á meðan að þingmenn funduðu og reyndu að komast að samkomulagi hafði Trump lýst því yfir að störf samninganefndarinnar skiptu í raun ekki máli. Hann myndi byggja múrinn sjálfur og án hjálpar þingsins. Svo virðist sem að yfirlýsing McConnell hafi komið mörgum þingmanna Repúblikanaflokksins á óvart, sé miðað við fyrstu viðbrögð þeirra. Samkvæmt Politico höfðu þingmenn reynt að fá Trump til að láta af hugmyndinni um að lýsa yfir neyðarástandi og óttast að það gæti sett slæmt fordæmi svo komandi forsetar Demókrataflokksins gætu einnig lýst yfir neyðarástandi til að grípa til umfangsmikilla aðgerða varðandi umhverfisvernd og byssueign, eins og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í kvöld að gæti gerst.Aðrir þingmenn, en þó færri, hafa hvatt Trump til að lýsa yfir neyðarástandi. Báðar deildir þingsins hafa nú samþykkt útgjaldafrumvörpin og á Trump eftir að skrifa undir þau. Búist er við því að yfirlýsing Trump muni þurfa að fara í gegnum langt dómsferli og hafa Demókratar lengi undirbúið lögsóknir til að stöðva Trump í því að komast hjá þinginu. Líklegt þykir að slík málaferli muni að miklu leyti snúast um það hvort raunverulegt neyðarástand ríki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Trump heldur því fram en það gera sérfræðingar og fræðimenn ekki og þá sérstaklega með tilliti til þess að flæði fólks yfir landamærin hefur ekki verið minna í næstum 50 ár. Þá hafa Trump-liðar verið gagnrýndir harðlega fyrir að teygja sannleikann og nota tölfræði úr samhengi til að réttlæta byggingu múrsins. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57 Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að lýsa yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum. Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta sagði Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana á öldungadeildinni nú í kvöld og sagðist hann styðja ákvörðun forsetans. Án samkomulagsins leit út fyrir að fjórðungi alríkisstofnanna yrði lokað á nýjan leik á morgun. Trump var þó ekki sáttur við hve miklu fé þingið myndi veita til byggingar múrs á landamærunum. Með því að skrifa undir frumvörpin og lýsa yfir neyðarástandi ætlar Trump sér að sækja meira fé í neyðarsjóði herafla Bandaríkjanna, sem er að mestu ætlað til að bregðast við hamförum og reisa varnarvirki. Á meðan að þingmenn funduðu og reyndu að komast að samkomulagi hafði Trump lýst því yfir að störf samninganefndarinnar skiptu í raun ekki máli. Hann myndi byggja múrinn sjálfur og án hjálpar þingsins. Svo virðist sem að yfirlýsing McConnell hafi komið mörgum þingmanna Repúblikanaflokksins á óvart, sé miðað við fyrstu viðbrögð þeirra. Samkvæmt Politico höfðu þingmenn reynt að fá Trump til að láta af hugmyndinni um að lýsa yfir neyðarástandi og óttast að það gæti sett slæmt fordæmi svo komandi forsetar Demókrataflokksins gætu einnig lýst yfir neyðarástandi til að grípa til umfangsmikilla aðgerða varðandi umhverfisvernd og byssueign, eins og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í kvöld að gæti gerst.Aðrir þingmenn, en þó færri, hafa hvatt Trump til að lýsa yfir neyðarástandi. Báðar deildir þingsins hafa nú samþykkt útgjaldafrumvörpin og á Trump eftir að skrifa undir þau. Búist er við því að yfirlýsing Trump muni þurfa að fara í gegnum langt dómsferli og hafa Demókratar lengi undirbúið lögsóknir til að stöðva Trump í því að komast hjá þinginu. Líklegt þykir að slík málaferli muni að miklu leyti snúast um það hvort raunverulegt neyðarástand ríki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Trump heldur því fram en það gera sérfræðingar og fræðimenn ekki og þá sérstaklega með tilliti til þess að flæði fólks yfir landamærin hefur ekki verið minna í næstum 50 ár. Þá hafa Trump-liðar verið gagnrýndir harðlega fyrir að teygja sannleikann og nota tölfræði úr samhengi til að réttlæta byggingu múrsins.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57 Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Sjá meira
Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57
Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01
Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30
Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36