Spennandi vorveiði í Leirvogsá Karl Lúðvíksson skrifar 14. febrúar 2019 10:50 Vorveiði hefst 15.4 í Leirvogsá Mynd: Lax-Á Vorveiðin fer senn að hefjast en fyrstu árnar sem opna fyrir veiðimenn hleypa þeim að bakkanum 1. apríl næst komandi. Það er alltaf gaman að segja frá nýjum veiðisvæðum en eitt af þeim sem er áhugavert að segja frá er vorveiði í Leirvogsá. Það þekkja líklega flestir veiðimenn Leirvogsá sem eina af þremur veiðiperlum Reykjavíkur ásamt Elliðaánum og Úlfarsá en bæði Úlfarsá og Leirvogsá eiga nokkuð sterkan sjóbirtingsstofn. Lax-Á sem er leigutakinn að Leirvogsá hefur ákveðið að selja í vorveiði í ána og kemur veiði til með að hefjast 15. apríl og standa til 15. maí. Aðeins verður leyft að veiða á flugu og það er einnig skylda að sleppa öllum afla. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður þarna í vor en tilraunaveiðar síðasta vor gáfu góðan árangur. Ef þú vilt kynna þér meira um vorveiði í Leirvogsá getur þú smellt hér. Mest lesið Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Stórlöxunum fjölgar í Elliðaánum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði
Vorveiðin fer senn að hefjast en fyrstu árnar sem opna fyrir veiðimenn hleypa þeim að bakkanum 1. apríl næst komandi. Það er alltaf gaman að segja frá nýjum veiðisvæðum en eitt af þeim sem er áhugavert að segja frá er vorveiði í Leirvogsá. Það þekkja líklega flestir veiðimenn Leirvogsá sem eina af þremur veiðiperlum Reykjavíkur ásamt Elliðaánum og Úlfarsá en bæði Úlfarsá og Leirvogsá eiga nokkuð sterkan sjóbirtingsstofn. Lax-Á sem er leigutakinn að Leirvogsá hefur ákveðið að selja í vorveiði í ána og kemur veiði til með að hefjast 15. apríl og standa til 15. maí. Aðeins verður leyft að veiða á flugu og það er einnig skylda að sleppa öllum afla. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður þarna í vor en tilraunaveiðar síðasta vor gáfu góðan árangur. Ef þú vilt kynna þér meira um vorveiði í Leirvogsá getur þú smellt hér.
Mest lesið Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Stórlöxunum fjölgar í Elliðaánum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði