Vill banna börnum að skalla fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2019 10:30 Ung stelpa að skalla bolta. Getty/Shawn Patrick Ouellette Ryan Mason þurfti að leggja fótboltaskóna á hilluna eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í leik á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Nú ætlar hann að berjast fyrir reglubreytingu í barnafótboltanum í Englandi. Ryan Mason höfuðkúpubrotnaði í leik Hull og Chelsea í janúar 2017 og þurfti að leggja skóna á hilluna þrettán mánuðum síðar vegna áhrifa frá höfuðhögginu. Nú vill hann að það verði bannað að skalla boltann í fótboltaleikjum barna. Ryan Mason meiddist þegar hann fór upp í skallaeinvígi við Chelsea manninn Gary Cahill en Cahill missti af boltanumm og skallaði beint í gagnaugað á Mason."I don't think kids should be heading real balls." Ryan Mason has called for a ban on children heading footballs to be introduced. More: https://t.co/bM4rfaH3Kfpic.twitter.com/zKMamiHaI4 — BBC Sport (@BBCSport) February 14, 2019Svona skallabann þekkist í Bandaríkjunum þar sem bandaríska knattspyrnusambandið bannar börnum ellefu ára og yngri að skalla boltann. Þar eru líka takmarkanir í gildi fyrir börn ellefu til þrettán ára. „Þegar sjö eða átta ára gömul börn eru að skalla bolta þá er heili þeirra og höfuðkúpa ekki fullþroskuð. Það gæti skaðað þau til frambúðar,“ segir Ryan Mason í viðtali við BBC. „Ég horfi á suma krakka þegar þau eru að skalla boltann og tækni þeirra er kolröng. Með því setja þau enn meiri pressu á heilann sinn. Ég tel að börn ættu ekki að vera skalla alvöru fótbolta,“ sagði Mason.“I don’t think I’ll ever be able to accept retiring.” One year on from being forced to quit football, Ryan Mason has spoken about his experience.https://t.co/JpavMGBh3epic.twitter.com/2eOozXHsxw — BBC Sport (@BBCSport) February 13, 2019„Því eldri sem þú verður þeim mun betri verður skallatæknin. Kannski væri réttast að kenna rétta skallatækni með því að nota svampbolta í byrjun,“ sagði Mason sem er nú yngri flokka þjálfari hjá Tottenham. „Ég er allavega á því að það gerir börnum ekki gott að vera alltaf að skalla boltann,“ sagði Mason. Börn og uppeldi Enski boltinn Heilbrigðismál Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Ryan Mason þurfti að leggja fótboltaskóna á hilluna eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í leik á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Nú ætlar hann að berjast fyrir reglubreytingu í barnafótboltanum í Englandi. Ryan Mason höfuðkúpubrotnaði í leik Hull og Chelsea í janúar 2017 og þurfti að leggja skóna á hilluna þrettán mánuðum síðar vegna áhrifa frá höfuðhögginu. Nú vill hann að það verði bannað að skalla boltann í fótboltaleikjum barna. Ryan Mason meiddist þegar hann fór upp í skallaeinvígi við Chelsea manninn Gary Cahill en Cahill missti af boltanumm og skallaði beint í gagnaugað á Mason."I don't think kids should be heading real balls." Ryan Mason has called for a ban on children heading footballs to be introduced. More: https://t.co/bM4rfaH3Kfpic.twitter.com/zKMamiHaI4 — BBC Sport (@BBCSport) February 14, 2019Svona skallabann þekkist í Bandaríkjunum þar sem bandaríska knattspyrnusambandið bannar börnum ellefu ára og yngri að skalla boltann. Þar eru líka takmarkanir í gildi fyrir börn ellefu til þrettán ára. „Þegar sjö eða átta ára gömul börn eru að skalla bolta þá er heili þeirra og höfuðkúpa ekki fullþroskuð. Það gæti skaðað þau til frambúðar,“ segir Ryan Mason í viðtali við BBC. „Ég horfi á suma krakka þegar þau eru að skalla boltann og tækni þeirra er kolröng. Með því setja þau enn meiri pressu á heilann sinn. Ég tel að börn ættu ekki að vera skalla alvöru fótbolta,“ sagði Mason.“I don’t think I’ll ever be able to accept retiring.” One year on from being forced to quit football, Ryan Mason has spoken about his experience.https://t.co/JpavMGBh3epic.twitter.com/2eOozXHsxw — BBC Sport (@BBCSport) February 13, 2019„Því eldri sem þú verður þeim mun betri verður skallatæknin. Kannski væri réttast að kenna rétta skallatækni með því að nota svampbolta í byrjun,“ sagði Mason sem er nú yngri flokka þjálfari hjá Tottenham. „Ég er allavega á því að það gerir börnum ekki gott að vera alltaf að skalla boltann,“ sagði Mason.
Börn og uppeldi Enski boltinn Heilbrigðismál Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira