Tottenham í góðum málum eftir frábæran seinni hálfleik 13. febrúar 2019 21:45 Vertonghen átti frábæran leik í kvöld vísir/getty Tottenham er komið með níu tær í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sterkan 3-0 sigur á Borussia Dortmund á Wembley í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem Dortmund var ívið sterkari aðilinn átti Tottenham seinni hálfleikinn frá a til ö. Son Heung-min kom Tottenham yfir strax á 47. mínútu, varnarmenn Dortmund sofna í teignum þegar fyrirgjöfin frá manni leiksins Jan Vertonghen kom inn fyrir og Son kláraði í netið. Tottenham var með öll völd á vellinum og litu nokkuð þægilega út en það var ekki fyrr en á 83. mínútu að Jan Vertonghen skoraði og kórónaði frábæran leik sinn. Hann steig vart feilspor allan seinni hálfleikinn. Varamaðurinn Fernando Llorente stimplaði Dortmund svo úr keppni, eða svo gott sem, með sterkum skalla eftir hornspyrnu Christian Eriksen. Liðin mætast öðru sinni í Þýskalandi í byrjun mars þar sem Dortmund þarf að vinna upp þriggja marka forskot Tottenham. Meistaradeild Evrópu
Tottenham er komið með níu tær í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sterkan 3-0 sigur á Borussia Dortmund á Wembley í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem Dortmund var ívið sterkari aðilinn átti Tottenham seinni hálfleikinn frá a til ö. Son Heung-min kom Tottenham yfir strax á 47. mínútu, varnarmenn Dortmund sofna í teignum þegar fyrirgjöfin frá manni leiksins Jan Vertonghen kom inn fyrir og Son kláraði í netið. Tottenham var með öll völd á vellinum og litu nokkuð þægilega út en það var ekki fyrr en á 83. mínútu að Jan Vertonghen skoraði og kórónaði frábæran leik sinn. Hann steig vart feilspor allan seinni hálfleikinn. Varamaðurinn Fernando Llorente stimplaði Dortmund svo úr keppni, eða svo gott sem, með sterkum skalla eftir hornspyrnu Christian Eriksen. Liðin mætast öðru sinni í Þýskalandi í byrjun mars þar sem Dortmund þarf að vinna upp þriggja marka forskot Tottenham.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti