Evrópumeistararnir unnu eftir VAR dramatík Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. febrúar 2019 22:00 Leikmenn Real sluppu með skrekkinn í kvöld vísir/getty Evrópumeistarar Real Madrid mega telja sig heppna að hafa farið með sigur á Ajax er liðin mættust í fyrri leik 16-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í Hollandi í kvöld. Heimamenn í Ajax voru mun sterkari í fyrri hálfleik og ógnuðu marki Real trekk í trekk. Þeir uppskáru sanngjarnt mark á 37. mínútu þegar Nicolas Tagliafico skoraði. Nokkrum augnablikum eftir að búið var að flauta markið á fékk Skomina dómari skilaboð um að hann ætti að skoða atvikið á upptöku. Hann gerði það og ákvað að dæma Dusan Tadic rangstæðann og markið því af. Tadic stóð fyrir Thibaut Courtois inni í teignum þegar skallinn kom frá Tagliafico og var Tadic hárfínt í rangstæðunni. Staðan var því 0-0 þegar liðin fóru til búningsherbergja í hálfleik. Leikmenn Real hafa fengið smá eldræðu í hálfleiknum og komu aðeins betur inn í seinni hálfleikinn. Karim Benzema skoraði og kom Real yfir á 59. mínútu eftir frábæran sprett frá Vinicius Junior. Heimamenn gáfust þó ekki upp og þeir skoruðu á 75. mínútu, frábær fyrirgjöf inn á teiginn sem Hakim Ziyech hamraði í netið. Aftur ráðfærði Skomina sig við myndbandsdómgæsluna í eyranu þar sem spurning var um brot í uppbyggingu sóknarinnar, en markið fékk að standa. Marco Asensio skoraði svo sigurmarkið fyrir Real á 87. mínútu, mark sem getur reynst mjög mikilvægt. Bæði er Real nú með tvö mörk á útivelli auk þess að vera með forystuna í einvíginu. Sigur Real var ekki sérstaklega verðskuldaður, en það er ekki spurt að því. Ajax náði ekki að nýta sér sín færi og þarf því að sætta sig við tap. Meistaradeild Evrópu
Evrópumeistarar Real Madrid mega telja sig heppna að hafa farið með sigur á Ajax er liðin mættust í fyrri leik 16-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í Hollandi í kvöld. Heimamenn í Ajax voru mun sterkari í fyrri hálfleik og ógnuðu marki Real trekk í trekk. Þeir uppskáru sanngjarnt mark á 37. mínútu þegar Nicolas Tagliafico skoraði. Nokkrum augnablikum eftir að búið var að flauta markið á fékk Skomina dómari skilaboð um að hann ætti að skoða atvikið á upptöku. Hann gerði það og ákvað að dæma Dusan Tadic rangstæðann og markið því af. Tadic stóð fyrir Thibaut Courtois inni í teignum þegar skallinn kom frá Tagliafico og var Tadic hárfínt í rangstæðunni. Staðan var því 0-0 þegar liðin fóru til búningsherbergja í hálfleik. Leikmenn Real hafa fengið smá eldræðu í hálfleiknum og komu aðeins betur inn í seinni hálfleikinn. Karim Benzema skoraði og kom Real yfir á 59. mínútu eftir frábæran sprett frá Vinicius Junior. Heimamenn gáfust þó ekki upp og þeir skoruðu á 75. mínútu, frábær fyrirgjöf inn á teiginn sem Hakim Ziyech hamraði í netið. Aftur ráðfærði Skomina sig við myndbandsdómgæsluna í eyranu þar sem spurning var um brot í uppbyggingu sóknarinnar, en markið fékk að standa. Marco Asensio skoraði svo sigurmarkið fyrir Real á 87. mínútu, mark sem getur reynst mjög mikilvægt. Bæði er Real nú með tvö mörk á útivelli auk þess að vera með forystuna í einvíginu. Sigur Real var ekki sérstaklega verðskuldaður, en það er ekki spurt að því. Ajax náði ekki að nýta sér sín færi og þarf því að sætta sig við tap.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti